Fréttablaðið - 28.06.2018, Side 36

Fréttablaðið - 28.06.2018, Side 36
Við sendum hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Jóns Þorkels Eggertssonar netagerðarmeistara, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlévangi í Reykjanesbæ fyrir hlýhug og góða umönnun. Hólmfríður Guðmundsdóttir Eggert Jónsson Una Hafdís Hauksdóttir Ingimundur Jónsson Aðalgeir Jónsson Þóra Lilja Ragnarsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir húsfreyja á Frostastöðum, andaðist miðvikudaginn 20. júní. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 30. júní kl. 13.00. Jarðsett verður að Flugumýri. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu eru beðnir að láta Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki njóta þess. Gísli Magnússon Ólöf Arngrímsdóttir Þórarinn Magnússon Sara Regína Valdimarsdóttir Ólafur Magnússon Sigurlína Alexandersdóttir Guðrún Kristín Magnúsdóttir Gísli Salómonsson barnabörn og barnabarnabörn. Það er búið að vera mikið að gera undanfarið og ég hef bara ekki verið með hugann við afmælið, svo allt í einu er komið að þessu,“ segir Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari þegar hún er minnt á sextugsafmælið sem er í dag. Hún býst við að verða að heiman og halda upp á tímamótin síðar, annaðhvort bara með sínum nánustu eða stóru partíi. „Kannski væri bara sniðugt að gera það þegar ég verð sextíu og eins,“ stingur hún upp á. „En þetta er dálítið fyndið,“ bætir hún við. „Þegar ég varð fimmtug þá hugsaði ég: Á sextugsafmælinu verð ég með yfirlitssýningu og kannski búin að gefa út bók! Það er ekki alveg þann­ ig, allt slíkt verður að bíða eftir sjötugs­ afmælinu en ég veit að tíminn þangað til verður líka fljótur að líða. Við vorum að tala um það, ég og maðurinn minn, að fara að vanda okkur aðeins meira í sam­ bandi við hvernig við verjum tímanum.“ Eiginmaður Ragnhildar er Frið­ rik Örn Weishappel og þau eiga tvær dætur, Röggu Láru og Möggu Helgu eins og Ragnhildur kallar þær. „Ragga Lára er myndlistarmaður og Magga Helga grafískur hönnuður. Þær eru báðar hug­ myndaríkar, góðar og yndislegar. Ég er mjög heppin í lífinu. Það er eiginlega hátíð á hverjum degi.“ Ragnhildur er meðal þeirra mynd­ listarmanna sem standa að Akademíu skynjunarinnar sem heldur sýningar, meðal annars úti á landi. „Við vorum að enda við að setja upp rosa stóra sýningu á Egilsstöðum. Hún er hluti af sýninga­ röð sem nefnist Umhverfing,“ lýsir hún. „Við settum upp slíka sýningu í Skaga­ firðinum í fyrra svo þessi er númer tvö. Það er gaman að gera þetta, við finnum listamenn sem eru ættaðir frá þeim stöðum sem við sýnum á og setjum lista­ verkin upp í óhefðbundnum rýmum. Þessi á Egilsstöðum er til dæmis á hjúkrunarheimilinu Dyngju og Safna­ húsinu. Heilbrigðisstofnun Austur­ lands og þær þrjár stofnanir sem eru í Safnahúsinu eru samstarfsaðilar okkar og líka Menningarmiðstöð Austurlands, Sláturhúsið. Það eru 37 listamenn með verk á sýningunni sem dreifist um þessi hús. Svo heldur akademían áfram að fara umhverfis landið á næstu árum.“ Ragnhildur er fædd og uppalin í Reykjavík en kveðst svo heppin að vera ættuð alls staðar að af landinu. „Það hentar mér vel þegar ég er að skipuleggja sýningarnar,“ segir hún glaðlega. Spurð hvort hún hafi verið listhneigt barn svarar Ragnhildur: „Ég var kannski dálítið inni í mér og fannst gaman að teikna, en var ekkert sérstök í því, held ég. Var að minnsta kosti ekkert að pæla í því. Mamma var frábær teiknari og hún var oft að segja mér til. Kannski hef ég þetta í genunum.“ Hún kveðst hafa farið fyrir rælni í Myndlista­ og handíðaskólann meðfram síðustu önninni í MH, líka í Myndlistar­ skólann í Reykjavík á kvöldin og eitt sumar í listaskóla í Minneapolis. Svo hafi hún unnið dálítið með Ragnari Kjartans­ syni myndhöggvara eftir að skólanum lauk. „Það var þroskandi, hann var svo gefandi listamaður,“ segir hún og rifjar upp að Ragnar hafi verið með vinnuað­ stöðu í fyrirtækinu Gliti sem bjó yfir stórum og flottum leirofnum. „Í gegnum Ragnar fékk ég leir eins og ég vildi og líka að nota þessa stóru ofna. Ég vann verkin á fyrstu sýninguna mína eiginlega þarna. Hún var haldin 1984 og í framhaldi af henni fór ég í mastersnám í Bandaríkj­ unum.“ Á tímabili segist Ragnhildur hafa verið að spekúlera í að fara í líffræði, en svo hafi myndlistin orðið fyrir valinu. „Ég ólst upp við myndlistaráhuga, foreldrar mínir fóru á sýningar og keyptu mikið af listaverkum, ég fór með þeim á vinnu­ stofur málara. Man til dæmis vel eftir þegar við fórum til Karls Kvaran, þá var hann uppi í gamla Símahúsinu og það var mikil terpentínulykt í kringum hann. Svo gáfu foreldrar mínir mér málverkið í fimmtugsafmælisgjöf sem þau keyptu af Karli, sögðu að ég hefði hjálpað þeim að velja það.“ gun@frettabladid.is Er svo heppin að vera ættuð alls staðar að Skúlptúrar eru sérgrein Ragnhildar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari fyllir sjötta tug ára í dag en er að hugsa um að halda upp á þau tímamót síðar, jafnvel bara þegar hún verður 61. Þegar ég varð fimm- tug þá hugsaði ég: Á sextugsafmælinu þá verð ég með yfirlitssýningu og kannski búin að gefa út bók! Það er ekki alveg þannig. Merkisatburðir 1762 Katrín mikla tekur við keisaratign í Rússlandi eftir lát eiginmanns síns Péturs 3. 1840 Hátíðahöld eru í Reykjavík í tilefni af krýningu Krist- jáns VIII Danakonungs og drottningar hans. 1863 Fyrsta kirkjan á Akureyri er vígð. 1867 Grímur Thomsen, skáld og alþingismaður, kaupir fæðingarstað sinn Bessastaði á Álftanesi. 1912 Fyrsti leikurinn í fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu er haldinn. KR keppir á móti Fram á íþróttavellinum við Melana. Leikurinn fór 1-1. 1914 Fyrri heimsstyrjöldin hefst þegar Frans Ferdinand erkihertogi er myrtur í Sarajevó. 1941 Hestamenn fjölmenna til Þingvalla. Það varð upphaf að landsmótum hestamanna. 1947 Landbúnaðarsýning er haldin í Reykjavík og heim- sækja hana yfir 60.000 manns eða hátt í helmingur lands- manna, sem þá eru rúmlega 130.000. 1973 Aðalfundir Flugfélags Íslands og Loftleiða samþykkja báðir að félögin skuli sameinuð í Flugleiðir. 2006 Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára, bjargar ófleygum erni úr Kirkjufells- lóni við Grundarfjörð. Hann hafði lent í grút og misst stélfjaðrirnar, var fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem hann fékk nafnið Sigurörn og dvaldist þar í um sex mánuði þar til honum var sleppt nálægt þeim stað sem hann fannst. Hnefaleikakappinn Mike Tyson gerði sér lítið fyrir og beit stykki úr hægra eyra koll- ega síns, Evanders Holyfield, þennan dag árið 1997. Þeir mættust í hringnum í MGM Grand Garden Arena-höllinni í Las Vegas og kepptu um WBA-beltið í þungavigt. Þegar 40 sekúndur voru eftir af þriðju lotu gerðust ósköpin og þegar Tyson endurtók leikinn og beit Holyfield í vinstra eyrað batt dómarinn enda á bardagann. Þ ETTA G E R Ð I ST 2 8 . J Ú N Í 1 9 9 7 Tyson beit stykki úr eyra Holyfields Grímur Thomsen. 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 4 1 -D 2 F 8 2 0 4 1 -D 1 B C 2 0 4 1 -D 0 8 0 2 0 4 1 -C F 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.