Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2018, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.06.2018, Qupperneq 42
TÓNLIST ★★★★ Kammertónleikar Guðný Guðmundsdóttir og Delana Thomsen fluttu tónlist eftir Mozart. Hannesarholt sunnudaginn 24. júní Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari var aðeins 26 ára þegar hún tók við stöðu konsertmeistara Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Ungur aldur hennar vakti athygli, en ekki síður að hún var kona. Kannski voru því ein- hverjir sem efuðust um getu hennar til að valda starfinu, en hún sannaði sig heldur betur. Hún gegndi stöð- unni allt til ársins 2010 og var afar far- sæl. Á þessu ári fagnar hún sjötugsaf- mæli og af því tilefni hyggst hún halda tónleikaröð í Hannesarholti þar sem hún mun leika öll verk Mozarts fyrir fiðlu og píanó. Þetta eru sex tónleikar og aldrei sami píanóleikarinn. Á tón- leikunum í hádeginu á sunnudaginn kom hin bandaríska Delana Thom- sen fram með Guðnýju, en hún hefur leikið af og til með henni í fjölmörg ár. Mozart var undrabarn og farinn að semja músík á sama aldri og önnur börn eru að uppgötva legókubba. Á hans mælikvarða var hann orðinn aldurhniginn þegar hann samdi fyrsta verkið á tónleikunum, tíu ára gamall! Þetta var sónata í Es-dúr KV 26 (KV er skammstöfun fyrir Köchel Verzeichnis, þ.e. skrá Köchels, sem raðaði öllum tónsmíðum Mozarts í tímaröð að honum gengnum). Tónmálið er furðu þroskað fyrir svo ungan dreng, og sónatan lék í höndunum á hljóðfæraleikurunum. Túlkunin var stílhrein, samspilið nákvæmt, hröð tónahlaup skýr og jöfn, stemningin lífleg, akkúrat eins og hún átti að vera. Hlutur píanistans, bæði hér sem og annars staðar á tónleikunum, var veigamikill. Píanóröddin er í fyrir- rúmi, fiðlan skreytir, bætir við, undir- strikar, en er sjaldan í einleiksrullu. Píanóverk voru vinsæl í tíð Mozarts, og reyndar allar götur síðan. Það að bæta einfaldri fiðlurödd við þýddi að áhugafiðluleikarar gátu fengist við tónlistina líka, því hún var ekki of erfið. Slíkt fyrirkomulag jók mjög á sölu nótnabókanna og allir græddu. Í næstu tónsmíð dagskrárinnar, 12 tilbrigðum við franskt stef, var stórt hlutverk píanóleikarans áberandi. Eitt af tilbrigðunum var í einleiks- formi, þ.e. fiðlan kom þar hvergi nærri. Delana lék af fagmennsku, en stundum hefði þó meiri léttleiki verið ákjósanlegur, auk þess sem trillur voru oftar en ekki heldur hægar. Guðný var hins vegar með allt sitt á hreinu, leikur hennar var einbeittur og fágaður. Tilbrigðin voru fjölbreytt. Stefið franska var ofureinfalt, nánast eins og Gamli Nói. Það er til marks um snilld Mozarts hve honum tókst þarna að búa til stórfenglega list úr fátæklegum efniviði. Þetta er einmitt eitt af einkennismerkjum hans sem tónskálds. Stef hans sjálfs eru kannski bara brotinn hljómur, hálfur tónstigi, ofurlítil hending, en úr þeim verður til heil sinfónía eða ópera. Tvö agnarlítil verk, KV 404, voru næst á efnisskránni, bæði ágætlega flutt, en lokaatriðið var sónata í C-dúr KV 296. Hún er mun þroskaðri en sú fyrsta sem leikin var á tónleikunum. Píanóið er í forgrunni, vissulega, en fiðluröddin er engu að síður mikil- væg líka, sérstaklega í forkunnar- fögrum hæga kaflanum. Hér hefði píanóleikurinn á tíðum mátt vera fínlegri, og aftur voru trillur kynlega þunglamalegar. Að öðru leyti var flutningurinn fínn, samspilið var agað og fiðluleikurinn kröftugur og glæsi- legur. Jónas Sen NIÐURSTAÐA Skemmtilegir tón- leikar með flottri tónlist. Afmæli fagnað með Mozart „Leikur hennar var einbeittur og fágaður,“ segir í dómnum um frammistöðu Guðnýjar Guðmundsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ragnar Helgi segir fyrirkomulag Tunglútgáfunnar hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Með útgáfu tveggja Tunglbóka fögn-um við þeirri staðreynd að daginn er farið að stytta og nóttina að lengja. Enda fullt tungl,“ segir skáldið Ragnar Helgi Ólafs- son um Tunglkvöld sem haldið verður í Listasafni Einars Jónssonar á Skólvörðuholtinu í kvöld og hefst klukkan 20. Ragnar Helgi er forsvarsmaður Tunglsins, ásamt Degi Hjartarsyni. Hann er einnig höfundur annarrar bókarinnar sem kemur út í kvöld. Sú ber titilinn Bókasafn föður míns. Hina bókina, Vör/Lip, á kanadíska ljóðskáldið Anne Carson. Báðar eru gefnar út í litlu upplagi og ef þær seljast ekki allar á tveimur tímum verður kveikt í þeim sem eftir eru. Af hverju? „Það er löng og flókin saga,“ segir Ragnar Helgi. „Hugmyndin var sú að þróa útgáfu fyrir bækur sem ekki væru að finna sér farveg. Við vissum af handritum hér og þar í styttri kantinum og í óræðu formi, milli minninga, ljóða, skáldsagna og ein- hvers annars. Í stað þess að útgáfan sé eins og gróðursetning trés er hún eins og pinni sem er tekinn úr hand- sprengju. Okkar bækur eru ávallt gefnar út tvær saman, í takmörkuðu upplagi, 69 eintökum hvor titill, eru bara til sölu í þá tvo klukkutíma sem Tunglkvöldið stendur, þar sem við erum með lestur á bókum, gjörninga, tónlistarflutning og alls konar furður sem gerast. Klukkan tíu er lokað fyrir söluna og því sem er óselt af upplag- inu er eytt í eldi.“ Ragnar Helgi segir Tunglið með þessu innleiða í bókmenntaheim- inn hluti sem þekktir séu úr mynd- listarheiminum, eins og gjörninga en þetta fyrirkomulag þýði að nú séu nokkrar stórkostlegar Tungl- bækur kannski bara til í 50 eintökum í heiminum. En er ekki eftirspurn eftir þeim? „Jú, jú. Safnarar hafa boðið okkur stórfé fyrir að hafa uppi á bókum fyrir sig, en við veitum enga slíka þjónustu, fólk verður bara að mæta á staðinn, standa í röðinni og kaupa bókina. Þetta er líka hugmynd um að snúa aðeins upp á markaðshag- kerfið, búa til tilfinningu fyrir skorti strax frá byrjun, þannig verður bókin rarítet um leið og hún kemur út.“ Dagskráin byrjar inni í safni þar sem höfundarnir lesa úr bókunum, svo verður fyrsta Listahátíð Tungls- ins í mannkynssögunni haldin – og kannski síðasta líka, að sögn Ragn- ars Helga. Hún hefst klukkan 21 og stendur til klukkan 21.30. „Í þennan hálftíma verða viðburðir í öllu safn- inu. Á efstu hæðinni verða skáld að lesa, í gula herberginu verður Niku- lás Stefán að fremja myndlistar- gjörning, í rauða herberginu verður hin gríska Sophie Fetokaki að syngja Miðjarðarhafssöngva, í bláa her- berginu verður Laura Leif, þjóðlaga- söngkona frá Kanada, að flytja sín verk. Í lok kvölds munum við safnast saman í garðinum og slíta kvöldinu með óvæntum gjörningi og stíl.“ Fimm ár eru frá því að fyrstu bækur Tunglútgáfunnar komu út. Ragnar Helgi segir tilraunina hafa fengið meiri athygli en þeir félagar áttu von á. „Það hefur verið tekið viðtal við okkur fyrir Guardian, þetta þykir svo sérstakt. Við héldum einu sinni Tunglkvöld í Þýskalandi og það kostaði miklar útskýringar fyrir hinn þýskumælandi heim að það er ekki pólitískur gjörningur hjá okkur að brenna bók, heldur ljóðrænn gjörningur og er drifinn áfram af ást á bókinni, ekki hatri,“ tekur hann fram og bætir við: „Tunglið sjálft er hinn leyndi stjórnandi þessarar útgáfu því bækurnar koma alltaf út á fullu tungli.“ Tunglið sjálft hinn leyndi stjórnandi útgáfunnar Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Tunglið forlag gef- ur út tvær bækur í kvöld í Listasafni Einars Jónssonar á Skólavörðuholti. Þær sem ekki selj- ast fyrir klukkan 22 verða brenndar, en fyrst er listahá- tíð haldin vegna fimm ára afmælis útgáfunnar. Um höfundana Anne Carson fæddist í Toronto í Kanada. Hún hefur gefið út fjölda ljóðabóka, einnig skáldsögur og enskar þýðingar á klassískum bókmenntum Grikkja. Carson hefur hlotið ógrynni verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Guggenheim-verð- launin, þýðingarverðlaun PEN samtakanna og T.S. Eliot verð- launin. Hún af mörgum talin eitt mikilvægasta skáld sinnar kyn- slóðar. Meðal þekktustu verka hennar eru bækurnar: Eros the Bittersweet og Autobiography of Red. Tvímála útgáfa á sonnettu- sveignum „Vör/Lip“ er jafnframt frumútgáfa bókarinnar. Hana skreyta skissur eftir Robert Currie. Ingibjörg Sigurjónsdóttir íslenskaði. Bókin er 47 blaðsíður. Ragnar Helgi er menntaður í heimspeki, myndlist og ritlist. Jafnhliða ritstörfum hefur hann um árabil starfað að myndlist og sýnt verk sín víða. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar haustið 2015 og í fyrra var bók hans Handbók um minni og gleymsku tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Bækur hans hafa verið þýddar á þýsku og frönsku. Bókasafn föður míns er fimmta bók Ragnars. Þar fjallar hann um hið ómögulega verkefni að fara í gegnum 4.000 titla bókasafn látins föður síns og finna því stað á 21. öldinni. Í Bókasafni föður míns er fjallað um þjóðlegan fróðleik, algóriþma, bækur og missi. Bókin er 153 blaðsíður. 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 4 1 -9 7 B 8 2 0 4 1 -9 6 7 C 2 0 4 1 -9 5 4 0 2 0 4 1 -9 4 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.