Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 43
HÚN HÉT UNNUR BJARKLIND Hulda var skáldnafn Unnar Benediktsdóttur Bjarklind (1881-1946) Hún skrifaði ljóð og prósa. Eitt þekktasta ljóð hennar er Hver á sér fegra föðurland? úr ljóðaflokknum Söngvar helgaðir þjóðhátíðar- degi Íslands 17. júní 1944. Það var annað tveggja ljóða sem vann samkeppni um há- tíðarljóð í tilefni af lýðveldis- stofnuninni. Hver á sér fegra föðurland? er yfirskrift dagskrár um líf og ljóð skáldkonunnar Huldu. Þær Helga Kvam píanisti og Þór- hildur Örvarsdóttir söngkona flytja hana í Hannesarholti við Grundar- stíg í kvöld og byrja klukkan 20. „Við segjum frá Huldu og lesum og syngjum ljóðin hennar,“ upp- lýsir Helga sem er á suðurleið, ásamt Þórhildi, þegar hún svarar síma, því báðar búa þær á Akureyri. „Við flytj- um ljóð eins og Grágæsa móðir og Segðu það móður minni og syngjum Við fjallavötnin fagurblá, Lindin og fjölmörg fleiri sönglög. Hann Daníel Þorsteinsson tónskáld samdi tvö þeirra sérstaklega fyrir okkur.“ Helga og Þórhildur hafa haldið saman marga þematengda tónleika þar sem efnistökin eru oftar en ekki ákveðin skáld bæði úr klassískum grunni og heimi dægurtónlistar. „Okkur fannst þörf á að vekja athygli á þessari konu, hún hefur fallið svolítið í gleymskunnar dá, þrátt fyrir að vera stórskáld. Hún er komin ofan í kassa í geymslum bókasafna, sem væri ekki gert við Davíð Stefánsson eða Stein Stein- arr. Hulda var stórbrotin kona og fjölhæf, orti ekki bara ljóð heldur skrifaði hún skáldsögur og ævin- týri líka. Þær stöllur frumfluttu dagskrána í Hofi á Akureyri 19. júní og voru á Húsavík þann 20. „Við verðum svo á Hólmavík á morgun, Ísa- firði á laugardag og í ágúst förum við á Kópasker og Eskifjörð,“ segir Helga og tekur fram að dagskráin sé hluti af afmælisdagskrá fullveldis Íslands, styrkt af sóknaráætlun Norðurlands eystra, KEA og lista- mannalaunum. Aðgangseyrir á tónleikana er 3.000 krónur en 200 fyrir eldri borg- ara og öryrkja en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Kvöldverður er framreiddur í Hannesarholti í sumar alla fimmtu- daga, föstudaga og laugardaga og leikur Guðmundur Reynir á píanóið undir borðhaldi í kvöld. gun@frettabladid.is Huldu minnst í tali og tónum Helga og Þórhildur kynna Huldu allvíða um landið nú í sumar. MYND/DANÍEL STARRASON HULDA VAR STÓR- BROTIN KONA OG FJÖLHÆF, ORTI EKKI BARA LJÓÐ HELDUR SKRIFAÐI HÚN SKÁLDSÖGUR OG ÆVINTÝRI LÍKA. Plata þeirra Tómasar R. og Eyþórs Gunnarssonar, Innst inni, sem kom út í lok síðasta árs, hefur hlotið afar lofsamleg ummæli í erlendum djass- tímaritum austan hafs og vestan. Í danska blaðinu JazzSpecial skrifar gagnrýnandinn Thorbjörn Sjö gren: „Hér er nægt andrými, hér er ró, hér er nægur tími og hér slá hjörtun í takt í 11 lögum Tómasar. Og um leið er sveiflan ótrúlega sterk. Hér er á ferð- inni ein óvæntasta og sterkasta tón- listarupplifun sem ég hef orðið fyrir um langa hríð.“ Í enska blaðinu Jazz Journal skrifar Andy Hamilton: „Það ríkir tregi yfir tónlistinni á þessari plötu og þótt hún sé ekki fjölbreytt er hún engu að síður einstaklega áhrifamikil,“ og gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm. Í bandaríska tíma- ritinu All About Jazz skrifar C. Mic- hael Bailey: „Þetta er meira en tónlist, þetta er hugarástand og allt um kring er allt eins og vera ber, að minnsta kosti meðan tónlistin varir. Leyfið þessari plötu að færa ykkur frið.“ Þeir Tómas og Eyþór munu halda síðbúna útgáfutónleika í Norræna húsinu 15. ágúst í sumartónleikaröð hússins. – kb Erlendir gagnrýnendur hrífast af plötu Tómasar R. og Eyþórs Tómas R. Einarsson getur fagnað lofsamlegum dómum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BOSE QC35 II Hágæða þráðlaus heyrnar- tól með Acoustic Noise Cancelling tækni sem útilokar umhverfishljóð! iPHONE X 64GB Nýjasta útgáfa af hinum ofurvinsæla iPhone með betri skjá, meiri hraða og flottari myndavél Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 99.990ACER ASPIRE 3Glæsileg ný 2018 enn þynnri kynslóð með silkiskorið bak og öflugra þráðlaust net Ný kynslóð fáanleg í 3 glæsilegum litum 39.990 Rammalaus skjár með HDR AMVA+ BENQ EW277HDR Lúxuslína BenQ með alla nýjustu tækni og HDR fyrir kristaltæra mynd með djúpum lit BÍLA FESTINGTRUST UNIVERSAL BÍLA FESTINGAR Fyrir síma og spjaldtölvur á verði frá: 1.990 TRUST UNIVERSAL Töskur fyrir 7”-10” spjaldtölvur verð frá: 2.392 MIGHTY MIGHTY SPOTIFY Spilar tónlistina þína án snjallsíma 11.990 MINNISKORT MINNISKORT 20% afsláttur í júní, verð frá: 1.592 VERÐ ÁÐUR 14.990 SUMARTILBOÐ 20%Afsláttur 20%Afsláttur DUALCHAR BÍLAHLEÐSLA USB bílahleðslutæki frá Trust 1.990 VERÐ ÁÐ UR 2.990 SUMAR TILBOÐ PORTA PRO CLASSIC Heyrnartól frá Koss sem hafa verið vinsæl allt frá 1984 4.893 VERÐ ÁÐ UR 59.990 SUMAR TILBOÐ VERÐ ÁÐUR 16.990 SUMARTILBOÐ 14.990 6.9907”SPJALDTÖLVA3G spjaldtölva fyrir yngri kynslóðina, frábær í ferða- lagið með þráðlausum heyrnartólum og tösku 7” IPS skjár og 4ra kjarna örgjörvi GPS KRAKKAÚR Bráðsniðugt og vandað GPS krakka snjallúr, SOS takki fyrir neyðarsímtal og sms sendingu með staðsetningu Krakkaúr með 1,22’’ LEDlita snertiskjá NOKIA 7 PLUS Stórglæsilegur nýr Nokia snjallsími með Carl Zeiss myndavélum og flottum 6’’ IPS snertiskjá Einstök 6 laga Ceramic-Feel húðun 54. 90 Í FERÐALAGIÐ GRÆJUR FYRIR FÓLK Á FERÐ OG FLUGI DIXXO FERÐAHÁTALARI Frábær Bluetooth Dixxo Delta með flottri LED diskó lýsingu 7.9902.992FERÐARAFHLAÐAFyrirferðalítil 5.200 mAh Trust Primo, innbyggt LED vasaljós 30%AfslátturAF KOSS HEYRNAR-TÓLUM ÚT JÚNÍ 30% Afslá ttur VERÐ ÁÐU R 6.99 0 25% Afslá ttur VERÐ ÁÐU R 3.99 0 VATNSHELT 9.990 IP67 VATNSHE LT Allt að 0 .5m í 5-10mín útur 27. júní 2018 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31F I M M T U D A G U R 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 1 -A 1 9 8 2 0 4 1 -A 0 5 C 2 0 4 1 -9 F 2 0 2 0 4 1 -9 D E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.