Fréttablaðið - 07.07.2018, Qupperneq 8
MANNRÉTTINDI
Mannréttinda-
og lýðræðis-
ráð samþykkti
einróma í gær
að öll salerni
fyrir starfsfólk
í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkur-
borgar yrðu gerð ókyngreind.
Ráðið ákvað jafnframt að ráðast í
gerð úttektar á klefa- og salernisað-
stæðum í húsnæði þar sem Reykja-
víkurborg veitir þjónustu.
„Með því að hafa salerni öllum
opin og sér klefa þar sem það á
við er komið til móts við þarfir
margra hópa eins og trans og inter-
sex fólks og barna, foreldra fatlaðra
barna í fylgd foreldris af gagnstæðu
kyni og einnig myndu slíkir klefar
nýtast fólki með heilsufarsvanda-
mál,“ segir í fréttatilkynningu frá
borginni.
Í bókun ráðsins segir jafnframt að
„við uppbyggingu nýrra mannvirkja
borgarinnar sem og við breytingar
og aðrar framkvæmdir sé þess gætt
að salernis-, sturtu- og búningsað-
staða sé eins ókynbundin og frekast
er unnt. Þannig telja fulltrúarnir
að vinna megi gegn mismunun og
tryggja að fleiri geti nýtt sér þjón-
ustu borgarinnar.“ – khn
Borgarklósettin
ekki kyngreind
SAKAMÁL Lögreglustjórinn á Suður-
nesjum hefur gefið út ákæru á
hendur Sindra Þór Stefánssyni og
meintum samverkamönnum hans
fyrir innbrot og þjófnað úr þremur
gagnaverum í desember og janúar.
Um 600 tölvum var stolið úr
gagnaverunum þremur og er málið
það stærsta sinnar tegundar hér á
landi.
Þetta staðfestir Ólafur Helgi
Kjartansson, lögreglustjóri á Suður-
nesjum, í samtali við Fréttablaðið,
en ákæran á hendur Sindra hljóðar
upp á stórfellt þjófnaðarbrot auk
þess sem honum er gefið að sök að
hafa haldið upplýsingum leyndum.
Ólafur Helgi vildi ekki upplýsa um
hversu margir eru ákærðir.
Þorgils Þorgilsson, verjandi
Sindra Þórs, hafði ekki fengið ákær-
una í hendurnar þegar Fréttablaðið
náði af honum tali. Þorgils segist
vita til þess að ákæra hafi verið
send Héraðsdómi Reykjaness en
gagnrýnir harðlega að lögreglustjóri
skuli tilkynna fjölmiðlum að ákæra
hafi verið lögð fram án þess að hún
hafi verið birt sakborningum.
Eftir því sem Fréttablaðið kemst
næst sætir enginn haldi í tengslum
við málið. Sindri Þór er hins vegar í
farbanni. – sks
Sindri ákærður
fyrir stórfelldan
þjófnað
Sindri Þór Stefánsson
Lögmaður gagnrýnir að
lögreglustjóri tilkynni að
ákæra hafi verið lögð fram
án þess að hún hafi verið birt
sakborningum. KjARAMÁL Forstjóri Landspítalans
segir nýlega launaákvörðun kjara-
ráðs hafa komið flatt upp á hann.
Þessi síðasta ákvörðun kjararáðs
gat vart komið á verri tíma fyrir Pál
Matthíasson í miðri harðri kjara-
deilu ljósmæðra og ríkisins.
„Það er fjarri mér að kvarta undan
mínum launum enda hef ég ekki
gert það né farið fram á breytingar
á þeim, frá því ég gekkst inn á sömu
launakjör og forveri minn árið 2013.
Frá þeim tíma hefur orðið vísi-
töluhækkun á launum samkvæmt
úrskurði, síðasta 2016,“ skrifar Páll
í vikulegum forstjórapistli sínum
á vef Landspítalans. Hann kveðst
sömuleiðis ekki hafa fengið jafn
mikla hækkun og fjölmiðlar hafi
greint frá.
Samkvæmt upplýsingum sem
Fréttablaðið fékk hjá fjármálaráðu-
neytinu fjölgaði föstum yfirvinnu-
einingum forstjórans um 35, í 135,
við úrskurð kjararáðs nú. Páll segir
þeim hins vegar aðeins hafa fjölgað
um tvær. Samkvæmt útreikningum
Fréttablaðsins hækkuðu laun Páls
um 23,8 prósent, eða tæpa hálfa
milljón á mánuði.
„Þá voru laun mín um síðustu
mánaðamót með óbreyttum hætti
en taka væntanlega breytingum
samkvæmt úrskurðinum þau næstu,
þó ekki með þeim stórfellda hætti
sem ætla má af umfjöllun mbl.is.“
Páll kveðst taka heils hugar undir
þær gagnrýnisraddir sem komið
hafi fram á kjararáð og að hann gráti
ekki að fara undan ákvörðunarvaldi
þess.
„Hins vegar væri óskandi að kjör
ljósmæðra og annarra heilbrigðis-
stétta væru jafnáreynslulaust hækk-
uð og snöfurmannlega að því verki
gengið og við höfum séð undanfarið
hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum
við væntanlega á bak þeirri eitruðu
blöndu sem kjaradeilur og heil-
brigðisþjónusta er.“
Fréttablaðið óskaði eftir viðtali
við Pál á föstudag um launaákvörð-
un kjararáðs, en fékk ekki svör. – smj
Forstjóri Landspítalans kveðst ekki gráta kjararáð
Það er fjarri mér að
kvarta undan
mínum launum.
Páll Matthíasson,
forstjóri Land-
spítalans
Hafnarsamlag Norðurlands fékk styrk frá Hafnabótasjóði fyrir 60 prósentum af kaupverði Seifs. MyNd/VegagerðiN
HúSAvíK Ekki hafa enn verið fest
kaup á dráttarbáti sem gert var
ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjár-
mögnun uppbyggingar innviða
vegna atvinnustarfsemi á Bakka.
Í kostnaðaráætlun í almennum
athugasemdum með lögunum
er gert ráð fyrir 290 milljónum í
hönnun og útboð á dráttarbáti.
„Það ferli er í rauninni ekki
hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson,
hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður
um bátinn og féð sem veitt var
til hönnunar hans og smíði. „Við
erum ekki búnir með framkvæmd-
ina, en hún var af slíkri stærðar-
gráðu að þessi fjármunir voru allir
nýttir í hana og dugðu ekki til. Við
þurfum svo að setja þetta í ferli,“
segir Þórir.
Hann segir að fyrir hefði legið
að sveitarfélagið og höfnin myndu
þurfa að bera einhvern kostnað af
framkvæmdunum enda verkefnið
ekki að fullu fjármagnað af ríkinu.
Ákveðið hefði verið að nota allt
fjármagnið í framkvæmdirnar og
gera samning við hafnarsamlag
Norðurlands um þjónustuna á
meðan peningum yrði safnað fyrir
dráttarbát.
Hafnasamlag Norðurlands á
Akureyri fékk glænýjan dráttarbát,
Seif, á dögunum og styrkti Hafna-
bótasjóður þau kaup um 60 pró-
sent af kaupverðinu, en báturinn
kostaði 490 milljónir.
Í frétt frá Vegagerðinni segir að
með tilkomu bátsins opnist mögu-
leikar á að þjónusta aðrar hafnir
á Norðurlandi eins og til dæmis
Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf
sé á þjónustu dráttarbáts eftir
að starfsemi hófst í stóriðjunni á
Bakka.
Aðspurður segir Þórir að sam-
komulag hafi verið um samvinnu
milli Húsavíkurhafnar og Hafna-
samlags Norðurlands og mun
Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá
Akureyri sem Seifur leysir af hólmi,
sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn
þangað til Húsvíkingar hafa efni
á sínum eigin dráttarbát. En hann
segir ekkert vafamál að nauðsyn-
legt sé að hafa dráttarbát að stað-
aldri á Húsavík, fleira komi til en
atvinnustarfsemin á Bakka.
„Umferðin hér hefur aukist það
mikið, auk þess sem skemmti-
ferðaskipin bætist við á sumrin,
þar sem mikil aukning hafi verið.
„Við erum að fara úr þremur skip-
um árið 2015 upp í 48 til 49 skip í
ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur
fjöldi farþegabáta hér í siglingum,
hvalaskoðunarbátarnir, þannig að
þetta er orðin mjög mikil umferð
hér og hafnarsvæðið er þröngt,“
segir Þórir. adalheidur@frettabladid.is
Dráttarbátur ekki til á Húsavík
þrátt fyrir fjármagn frá ríkinu
Í lögum frá 2013 um heimild til að veita víkjandi lán vegna uppbyggingar innviða á Bakka við Húsavík var
miðað við að keyptur yrði dráttarbátur fyrir höfnina fyrir 290 milljónir. Enginn bátur hefur verið keyptur
og peningarnir eru búnir. Höfnin fær afnot af eldri bát frá Akureyri en Akureyringar eiga nýjan dráttarbát.
Áætlun í lögunum frá 2013
Verkefni Kostnaður í milljónum Framkvæmdatími
Undirbúningur 40 6–12 mán.
Bökubakki lengdur 300 2 ár
Dýpkun við Bökubakka 290 6 mán.
Dýpkun við Norðurgarð 200 6 mán.
Hafnarsvæði 170 1 ár
Dráttarbátur 290 2–3 ár
Heildarkostnaður: 1.290 2–3 ár
Skipting fjármögnunar samkvæmt lögunum:
Víkjandi lán frá ríkissjóði 819 milljónir (60%)
eigið fé úr Hafnarsjóði Norðurþings 137 milljónir (10%)
Markaðslán Norðurþings 409 milljónir (30%)
7 . j ú L í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 f R É T T I R ∙ f R É T T A B L A ð I ð
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
6
-2
F
B
C
2
0
5
6
-2
E
8
0
2
0
5
6
-2
D
4
4
2
0
5
6
-2
C
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K