Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 18

Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 18
Ásdís Arna Gottskálks­dóttir æfir stíft þessa dagana undir Reykja­víkurmaraþonið fyrir g ó ð g e r ð a r f é l a g i ð Bumbuloní. Hún er stofnandi félagsins en hún átti lang­ veikan son, Björgvin Arnar Atlason, sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Björgvin Arnar fæddist með afar sjaldgæfan genagalla, geleo­ physic dysplasia, og glímdi við mikil veikindi strax frá fæðingu. Hann fór meðal annars í þrjár hjartaaðgerðir og fimm hjartaþræðingar. Ásdís vill halda minningu Björg­ vins Arnars á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í á sínum tíma. „Við erum tuttugu og eitt sem hlaupum fyrir Bumbuloní. Ég hef aldrei áður hlaup­ ið 10 kílómetra, hef mest hlaupið um sex kílómetra,“ segir Ásdís Arna létt í bragði. „Ég hleyp í minningu hans og vil styrkja fjölskyldur langveikra barna sem eru í þeirri stöðu sem ég var eitt sinn í sjálf,“ segir Ásdís Arna. „Það er mikilvægt í mínum huga að styðja vel við foreldra langveikra barna. Við höfum veitt fjórtán fjöl­ skyldum styrki úr sjóðnum, til dæmis fengu átta fjölskyldur styrk fyrir síðustu jól,“ segir Ásdís Arna. Ásdís Arna skráði sig í hlaupið í febrúar. „Ég er reyndar enn að jafna mig eftir barnsburð, ég á tíu mánaða gamlan strák og er rétt að koma mér af stað, rigningartíðin í höfuðborg­ inni hefur heldur ekki hjálpað til. Ég hef þá bara æft mig innandyra. En ég mun svo sannarlega komast þetta. Mér finnst mjög gaman að taka þátt og hugsa til Björgvins þegar ég hleyp, er ekki sagt að hugurinn beri mann hálfa leið? Ég gæti líklegast hlaupið heilt maraþon af hugsjóninni einni saman en læt 10 kílómetra duga núna,“ segir Ásdís Arna. Nafn góðgerðarfélagsins, Bumbu­ loní, vekur athygli. „Björgvin var mikill húmoristi, amma hans býr á Ítalíu og hann grínaðist með það. Orðinu fylgja góðar minningar,“ segir Ásdís Arna. Með Ásdísi Örnu hlaupa 20 vinir og ættingjar. „Það er dýrmætt að hafa þennan flotta hóp með mér, þau hjálpa mér að kynna góðgerðarfélag­ ið og eru glæsilegir fulltrúar þessa merka málefnis. Það skiptir máli að styðja foreldra langveikra barna og við leitumst sérstaklega eftir því að styrkja foreldra sem eiga börn sem eru veik af sjaldgæfum alvarlegum sjúkdómum og standa í áralangri og erfiðri baráttu fyrir börn sín,“ segir Ásdís Arna. Meira á heimasíðunni, bumbu­ loni.is. kristjanabjorg@frettabladid.is Hugsar til hans meðan hún hleypur Fjöldi fólks stundar nú grimmar hlaupaæfingar í þágu góðs mál- efnis fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þeirra á meðal er Ásdís Arna Gottskálksdóttir sem missti son sinn úr sjaldgæfum sjúkdómi fyrir fimm árum. Hún hefur síðan þá stutt dyggilega við foreldra lang- veikra barna í gegnum góðgerðarfélagið Bumbuloní. Ásdís Arna Gottskálksdóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. FRéttAblAðið/ERniR Halldór Lax­ness Hall­d ó r s s o n , Dóri DNA, stund­ ar hne fa leika af kappi og hleyp ur reglulega. Á síðasta ári hljóp hann 10 kíló­ metra í Reykja vík ur m araþoninu til styrkt ar Reykja dal, en það var í fyrsta skiptið sem hann hljóp í al­ menn ings hlaupi. Dóri deilir laga­ listanum sínum. 1. Gilli - tidligt Op 2. Gilli - Knokler Hårdt 3. Sivas - Ritualet 4. Sivas - Kun Hinanden 5. bugzy Malone - M.E.n 6. bugzy Malone - beaty & the beast 7. nav - Up Topp 7 Karen Kjartansdóttir er vanur hlaupari. Hún gefur góð ráð og mælir sérstaklega með hlaupaappinu Zombies Run þar sem eina leiðin til að halda lífi er að hlaupa eins og fætur toga. Rúmir skór Ekki velja skó sem h e n t a vi n u m þínum heldur skaltu finna skó sem henta þér. Oft eru hlauparar krafðir um svör um bestu merkin og tegundir af skóm. Vissulega er sjálfsagt að miðla reynslu og ráðum til annarra en sannleikurinn er samt sá að tegund sem einum kann að þykja fullkomin hentar öðrum bara alls ekki. Mundu líka að hlaupaskór eiga að vera rúmari en hefðbundnir skór. Góð regla er að máta þá seinnipart dags, svona þegar fæturnir eru orðnir svo­ lítið þrútnir eftir daginn. Hafðu líka í huga á hvernig undirlagi þú ætlar helst að hlaupa og veldu skóna í samræmi við það. Skemmtileg tækni Tækni gerir flest þægilegra og skemmtilegra. Til er fólk sem hleypur reglulega án þess að vera með úr, öpp eða nokkur mælitæki annað en eigin líðan og heilsu. Það er svolítið fallegt en sjálf er ég tækja­ nörd og hef mikla ánægju ef því að fylgjast með úrinu mínu, finna ný öpp til að setja í símann sem gefa hlaupunum nýja vídd og leita uppi skemmtilega tónlist eða podköst til að hluta á á hlaupum. Sjálf mæli ég sérlega með hlaupaappinu Zombies run enda sameinar það áhuga minn á uppvakningum, útvarpsleikritum og hlaupum. Í grunninn er það útvarpsleik­ rit, og ferlega vel skrifað á köflum, en í því ert þú ein persónanna og þarft að takast á við miklar þrautir í distópískri framtíð þar sem eina leiðin til að halda lífi er að hlaupa eins og fætur toga. Þetta hentar til að mynda vel í myrkum vetrar­ hlaupum og sjálf á ég skemmti­ lega minningu af því að hafa skellt hressilega upp úr á hlaupum í skaf­ renningi og byl við að hlusta á þátt þar sem kanadíski metsöluhöf­ undurinn Margaret Atwood skaut skyndilega upp kollinum sem gesta­ leikari í sögunni og meðhlaupari minn í hinum tilbúna heimi varð ég vandræðalega „starstruck“. Já, ég sagðist vera nörd. Góð hlauparáð Við erum tuttuGu oG eitt sem hlAupum fyrir BumBuloní. ÉG hef Aldrei Áður hlAupið 10 kílómetrA, hef mest hlAupið um sex kílómetrA. ÉG er reyndAr enn Að jAfnA miG eftir BArns- Burð, ÉG Á tíu mÁnAðA GAmlAn strÁk oG er rÉtt Að komA mÉr Af stAð, riGninGArtíðin í höfuðBorGinni hefur heldur ekki hjÁlpAð til. ÉG hef þÁ BArA æft miG innAndyrA. 7 . j ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R18 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð helgin 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 5 -F E 5 C 2 0 5 5 -F D 2 0 2 0 5 5 -F B E 4 2 0 5 5 -F A A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.