Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 20

Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 20
Enginn kemur Guðrúnu Stefánsdóttur í Hlíðar-endakoti að óvörum, hundurinn hennar, Týri, sér um það. Því kemst ég að er ég renni þar í hlað. En þegar Guðrún leggur blessun sína yfir heimsóknina hættir hvutti að gelta og verður hinn spakasti. Húsið er með herragarðsbrag, gengið er inn víðan gang með hvelfdu lofti og þar innan við fáum við Guðrún okkur sæti við stórt borðstofuborð, hún rennir kaffi í bolla en ég munda upptökutækið. Hún ætlar nefnilega að fara að selja Hlíðarendakot og það þykir mér tíðindum sæta því hún hefur rekið þar bú af myndarskap og látið sig málefni bænda varða, var meðal annars fulltrúi sunnlenskra bænda á aðalfundum Landssambands sauðfjárbænda og sat búnaðarþing í tólf ár. En hún kveðst hafa skorið niður fjárstofninn að mestu í fyrra- haust enda ekki unnt að búa við þau kjör sem sauðfjárbændum sé gert að lifa við. „Sláturleyfishafar lækkuðu lambakjötsverðið til bænda í fyrra úr 600 í 400 krónur kílóið og kjöt af fullorðnu fé úr 200 krónum í 120, sama á hvaða aldri kindin var. Slík launalækkun þekkist ekki í öðrum greinum.“ Guðrún upplýsir að þau Viðar Pálsson í Hlíðarbóli í Fljótshlíð hafi fyrir þremur árum ákveðið að rugla saman reytum. Hann hafi verið sauðfjárbóndi eins og hún og sam- tals hafi þau átt 650 fjár á fóðrum. „Hann byrjað líka í ferðaþjónustu árið 2016 og er með pláss fyrir 13 gesti í rúm. Fyrsta sumarið var hann bara með opið í þrjá mánuði en hafði samt meira upp úr gistingunni en við bæði samanlagt fyrir sauð- fjárafurðirnar. Svo við fækkuðum ánum í fyrrahaust og eigum nú um hundrað samtals.“ Kindakjötsverð til bænda, sem Norðlenska gaf út nýlega fyrir kom- andi haust, er nánast óbreytt frá því í fyrra, að sögn Guðrúnar. Kannski 1% hækkun. „Þetta er dauðadómur fyrir sauðfjárrækt sem búgrein og þá bændur sem stunda hana. Atvinna fólks og heimili eru undir og það hleypur ekkert í burtu að gamni sínu,“ segir hún og kveður fast að. Segir sláturleyfishafana ekki hafa lækkað verðið frá sér. „Þeir segja að útflutningurinn kosti svo mikið. Samt var síðasti búvörusamningur gerður þannig að þar var verð- launað fyrir fjölgun fjár. Ég var í stjórn bændasamtakanna þá og geiddi atkvæði gegn samningnum sem var algerlega úr takti við þær aðstæður sem voru og eru. Dæmið á að snúast um framboð og eftirspurn innanlands og ef fólk vill framleiða til útflutnings, þá gerir það slíkt á eigin ábyrgð. Það er mitt álit. Birgðir sem sláturleyfishafar þóttust sitja uppi með í fyrra reyndust ekki vera fyrir hendi, en við komumst aldrei í þær tölur sem snúa að útflutn- ingnum. Þær virðast vera einkamál fyrirtækjanna.“ Guðrúnu er greinilega misboðið. Hún segir þessi verðlagsmál þó ekki snerta hana lengur efnahags- lega, heldur tilfinningalega. „Fólk allt í kringum landið er ofurselt sláturleyfishöfunum, á þeim veltur framtíð byggðar, bæði í sveitum og litlum þorpum, því þegar hún grisjast leggst þjónusta þar af. En Evrópuríkin sem við keppum við, þau styrkja sinn landbúnað ekki síður en við, þó veðurfarsleg og markaðsleg skilyrði séu mun betri.“ Hún segir þau Viðar hafa fengið sér að borða í Mjóddinni um daginn og valið það dýrasta á matseðlinum, úrbeinað kjöt af lambalæri. Þau hafi velt fyrir sér verðmynduninni. „Ja, ég er að kaupa kjötið á 3.000 krónur kílóið af sláturleyfishafa,“ var svarið sem vertinn gaf. Auð- vitað er búinn til sælkeramatur úr þessu góða hráefni og seldur hæsta verði, ærfille af ungri á er til dæmis algert hnossgæti, þó við fáum bara 120 krónur fyrir kílóið. Lambið er í raun villibráð og dýravelferð er mikil á Íslandi, hér viðgangast hvorki fúkkalyfja- né hormóna- Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. Guðrún á land upp í topp á Dímon sem hér sést út við sjóndeildarhringinn. Hún hefur unnið mikið að uppgræðslu á Markarfljótsaurunum, skógur heima við bæ ber iðni hennar líka vott. Fréttablaðið/Ernir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Fólk allt í krinGum landið er oFurSelt SláturleyFiShöFunum, á þeim veltur Framtíð byGGðar, bæði í Sveitum oG litlum þorpum, því þeGar hún GriSjaSt leGGSt þjónuSta þar aF. auðvitað er búinn til Sælkeramatur úr þeSSu Góða hráeFni oG Seldur hæSta verði, ærFille aF unGri á er til dæmiS al- Gert hnoSSGæti, þó við Fáum bara 120 krónur Fyrir kílóið. 7 . j ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R20 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 6 -1 2 1 C 2 0 5 6 -1 0 E 0 2 0 5 6 -0 F A 4 2 0 5 6 -0 E 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.