Fréttablaðið - 07.07.2018, Side 28

Fréttablaðið - 07.07.2018, Side 28
Tryggvi var spurður hvaðan hugmyndin hafi komið í upphafi að bjóða umhverfis­ væn og einföld tölvuský. „Á árunum eftir hrun var talsverð umræða um að Ísland ætti möguleika á að vera kjörland fyrir gagnaver og upp úr þeim jarðvegi spratt hugmyndin um Greenqloud sem ég og Eiríkur meðstofnandi minn stofnuðum árið 2010. Þaðan kom líka nafnið og hugmyndin að nýta sérstöðu Íslands varðandi græna orku og góða stað­ setningu fyrir gagnaver til að bjóða skýjaþjónustur. Úti í heimi var líka áhyggjuefni margra sífellt vaxandi orkunotkun gagnavera og skýja­ þjónusta og í flestum tilfellum voru þessir aðilar á þeim tíma að nota óhreina orku eða orku framleidda úr jarðefnaeldsneytum. Það hefur sem betur fer breyst talsvert þannig að nú hafa stóru skýjaþjónusturnar á vegum Amazon, Microsoft og Google allar lagt áherslu á að auka hlutdeild hreinnar orku í sínum gagnaverum og sum hafa sett sér markmið um að nota eingöngu hreina orku, þannig má segja að við höfum verið talsvert á undan okkar samtíð á sínum tíma. Í öðru lagi þegar við stofnuðum Greenqloud þá voru skýjaþjónustur á sínum upphafsárum og voru yfir­ leitt tæknilega flóknar í notkun. Þannig lögðum við frá upphafi mikla áherslu á að einfalda notkun tölvuskýja og gera notendaviðmót eins einfalt og þægilegt og hægt er og höfum búið að því alla tíð síðan,“ segir Tryggvi og bætir við: „Við vissum frá upphafi að það var við stóra risa að keppa á skýjamark­ aðnum eins og Amazon og fleiri þannig að það var við ramman reip að draga. Við áttuðum okkur svo á því að það voru meiri tækifæri fólgin í hugbúnaðinum sem slíkum en að reka sjálft tölvuskýið þannig að við ákváðum að taka stefnubreytingu árið 2014 og færa okkur alfarið yfir í hugbúnaðarsmíðina. Við höfðum í raun haft þá hugmynd alveg frá upphafi að við gætum líka selt skýjahugbúnaðinn okkar sem vöru og litum alltaf á okkur sem hug­ búnaðarfyrirtæki þannig að stýri­ hugbúnaðurinn sem við höfðum smíðað undir Greenqloud skýið varð svo að vörunni Qstack. Sú vara og þekkingin sem við vorum búin að byggja upp kringum hana var svo meginástæða þess að NetApp keypti okkur í fyrra. Vinna með stærstu tæknifyrirtækjum heims Tryggvi Lárusson er einn stofnenda Greenqloud og starfar nú sem Technical Director hjá NetApp. Hann segist vera afar ánægður með þróun fyrirtækisins og það eigi bjarta framtíð. Tryggvi Lárusson er einn af frum- kvöðlum fyrir- tækisins. Skeggi lauk B.S. prófi í stærð­fræði með eðlisfræði sem aukagrein frá H.Í. Síðan fór hann í framhaldsnám við UC Berkeley í stærðfræðilegri rökfræði, en hún er ein sterkasta grein stærð­ fræðideildar Berkeley, allar götur síðan 1931 þegar pólski stærð­ fræðingurinn Alfred Tarski kom þangað. „Hann var enn prófessor emeritus og ég náði að hitta hann nokkrum sinnum, m.a. í áttræðis­ afmæli hans.“ Hvert lá leiðin eftir nám? Ég hafði lengi tengst forritun og var byrjaður á henni áður en ég fór til Bandaríkjanna, aðallega hjá Raunvísindastofnun H.Í. Því miður er háskólakennsla erfitt og illa launað starf. Því má segja að það hafi verið kjarkleysi að ég hóf störf hjá litlu hugbúnaðarfyrir­ tæki. Fljótlega skipti ég um, til þess heimsfræga fyrirtækis Pixar. Þar var ég í tæpan áratug. Pixar var hlaðið af hæfileikum og metnaði, en einn­ ig frábærlega samstæður hópur starfsfólks eins og við höfum í dag hjá okkur, þó bakgrunnurinn væri ólíkur. Litróf, allt frá rithöfundum, listamönnum og yfir í tæknimenn. Ég vann þar við margvíslega hug­ búnaðargerð, m.a. tölvuleiki. Síðast var ég einn af „Technical Directors“ á Toy Story II, skrifaði m.a. eitt­ hvað af rúmfræði (e. models) fyrir myndina. Hvernig var Steve Jobs? Hann reyndist mér mjög vel og öll okkar samskipti voru frábær. En ég er ekki sérstaklega hrifinn af bókum og kvikmyndum um hann. Þar finnst mér helst til mikil áhersla á ágalla og ávirðingar, eins og oft gengur í umræðu um frægt fólk. Ég er ekki endilega að segja þar með að þetta séu rangfærslur. En þetta er Starfaði með Steve Jobs Skeggi Þormar stærðfræðingur hefur áratuga reynslu í hugbúnaðargerð. Hann hóf störf hjá Greenqloud, nú NetApp, árið 2014 og hefur leitt mörg verkefni hjá fyrirtækinu. Skeggi Þormar hefur víða komið við á farsælum ferli. einfaldlega ekki það sem er áhuga­ verðast við feril hans. Það sem er áhugavert, er hvernig honum tókst aftur og aftur að búa til vörur og tækni sem allir vildu eignast um leið og þeir sáu þær. Hann hafði metnað, ófrávíkjanlegar kröfur um gæði og hæfileika til að setja saman öflug teymi. En það geta einnig fjöl­ margir aðrir. Jobs hafði að auki ein­ hverja snilligáfu sem setti hann skör hærra. Eitthvað sem ég get ekki að fullu útskýrt. Til gamans má geta að fyrstu hugmyndir að tölvuskýjum heyrði ég frá Jobs, strax um miðbik tíunda áratugarins. Ég man það mjög vel því ég furðaði mig á því að hann sem einn helsti hvatamaður þess að færa tölvur úr vinnsluher­ bergjum til einstaklinganna vildi færa þær þangað aftur. Af hverju komstu heim til Íslands? Ég fékk gott atvinnutilboð frá DeCode Genetics. Þá var einnig spurning hvort börnin yrðu íslensk eða bandarísk. Hjá DeCode starfaði ég í tæpan áratug og líkaði afar vel. Það má fullyrða að með DeCode hafi orðið bylting í atvinnuum­ hverfi háskólamenntaðs fólks á Íslandi, sem og rannsóknum. Þar næst vann ég hjá Landsbanka Íslands, og síðar sem sjálfstæður verktaki. Hvernig lágu leiðir til Green­ qloud? Ég sá að fyrirtækið var að gera afar athyglisverða hluti. Síðasta við­ talið var við framkvæmdastjórann, Jónsa. Ég áttaði mig strax á að hann væri að leika til vinnings. Það vilja jú allir vera í liði með sigur­ vegurunum. Vinningur kom líka á daginn þegar að NetApp keypti Greenqloud. Hvað hefur breyst eftir að NetApp tók yfir? Fyrst og fremst ný verkefni og meiri umsvif. Starfsandi og menn­ ing hafa ekki breyst verulega, enda hefur NetApp fullan hug á því að við höldum þeim einkennum. Alþjóðleiki er ekki nýr fyrir okkur. Mín reynsla er að fjölbreytt sam­ setning starfsfólks gefur besta raun í hugbúnaðargerð. Við höfum fólk með áratuga reynslu. Við höfum líka ráðið fólk beint úr skóla, sem hefur vaxið í að verða lykil­ starfsmenn. Nokkuð sem er alltaf jafn frábært að sjá, og alltaf jafn ánægjulegt að hjálpa til við fyrstu sporin. Er NetApp/Greenqloud á leiðinni til Bandaríkjanna? Við höfum staðið okkur mjög vel hingað til sem eining og engin ástæða til að hrófla við því að sinni. Þá höfum við fengið mikil­ væg verkefni við þróun á nýjum vörum byggða á tækni sem er að ryðja sér til rúms í heiminum og nefnist Kubernetes. Það er til marks um það álit sem við höfum þegar áunnið okkur innan fyrirtækisins. Hvernig er að vinna fyrir Banda­ rískt fyrirtæki? Mín reynsla er mjög góð. NetApp hefur reynst afar vel þann stutta tíma sem ég hef verið þar. Þegar maður fer af stað með nýtt fyrirtæki er mjög erfitt að spá fyrir um hvernig vegferðin á eftir að verða. Við gerðum okkar mistök á leiðinni sem við höfum lært af en það er mikilvægast að hafa styrk til að bregðast við þegar það á við. Í því samhengi er tvennt sem er allra mikilvægast fyrir sprotafyrirtæki að búa yfir, það er að hafa gott teymi og öflugt bakland. Við vorum svo heppnir að hafa fengið með okkur gríðarlega öflugt teymi frá upphafi sem við höfum haldið í og stækkað og styrkt gegnum tíðina og ekki síður trygga fjárfesta sem studdu dyggilega við bakið á okkur alla leið. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hve hátt hlutfall sprota­ fyrirtækja lifir ekki af en það hlutfall er um 9 af 10 þannig að það eru vissulega ákveðin forréttindi að fá að upplifa að fyrirtækið sé keypt upp af Fortune 500 fyrirtæki eins og NetApp.“ Tryggvi segir að færra hafi breyst í fyrirtækinu eftir að NetApp keypti það en hann hefði getað búist við. „Eftir kaupin bjóst ég við að það yrði ákveðin áskorun að aðlagast stórfyrirtæki eins og NetApp en það hefur komið mér á óvart hversu lítið hefur breyst hér á Íslandi fyrir og eftir kaup. Við héldum til dæmis nánast öllu teyminu og skrifstofunni og við njótum talsverðs sjálfstæðis í hvernig við vinnum, þannig að það er mjög jákvætt að starfsum­ hverfið og kúltúrinn hefur fengið að halda sér þannig að við höldum enn þá talsvert í frumkvöðlaandann. Það sem er spennandi við að verða partur af NetApp núna er að hafa styrk móðurfyrirtækisins á bak við sig, þannig að við höfum núna bolmagn til að gera hluti sem okkur hafði ekki dreymt um að geta gert sem lítið sprotafyrirtæki,“ útskýrir Tryggvi og upplýsir að það hafi alltaf verið takmark þeirra að gera fyrir­ tækið alþjóðlegt. „Ísland er lítill markaður, það verður að sækja út en getur í sumum tilfellum nýst sem vettvangur til að prófa eða sannreyna ákveðnar lausnir með hraðari hætti. Við höfum frá upphafi haft stærstan hluta okkar viðskiptavina erlendis,“ segir hann. Þegar Tryggvi er spurður um dagleg störf, svarar hann: „Ég ein­ beiti mér sem mest að því að sinna hönnun og þróun nýrra hugbún­ aðarlausna hjá okkur. Við erum með á teikniborðinu og erum að hefja vinnu við nýtt kerfi sem snýst um að auðvelda vinnslu og umsýslu með gámalausnir (e. containers) og verður smíðað kringum undir­ stöðukerfi sem heitir Kubernetes og nýtur sívaxandi vinsælda í hugbún­ aðargeiranum. Kubernetes kemur upphaflega frá Google og er má segja eins konar stýrikerfi fyrir skýja­ eða gámalausnir sem tryggir að kerfi sem keyra ofan á því skalist og séu áreiðanleg. Í þessari vinnu munum við skrifa kerfiseiningar aðallega í forritunarmálinu Golang sem nýtur vaxandi vinsælda á þessu sviði og erum að leita að hugbúnaðarfólki til að taka þátt í þessari vinnu. Að auki þá erum við að vinna verkefni með öllum þrem stærstu skýjaþjónustum heims, þ.e. Amazon Web Services, Microsoft Azure og Google Cloud Platform, þar sem við erum að aðlaga þann hugbúnað sem NetApp hefur þróað í tvo áratugi að skýinu til að bjóða gagnageymslu­ lausnir í þeirra skýjaveitum um allan heim á nýstárlegan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að okkar teymi hefur gríðarleg áhrif innan NetApp,“ segir hann. „NetApp er aðallega þekkt sem fyrirtæki sem framleiðir og selur vélbúnað, en er í kjarnann hug­ búnaðarfyrirtæki þar sem allt helsta virði lausna fyrirtækisins er falið í hugbúnaði. Við hér á Íslandi erum í lykilstöðu innan fyrirtækisins á heimsvísu, sem telur um 12.000 starfsmenn, við að snúa fyrirtækinu í auknum mæli í átt að skýjalausn­ um þar sem framtíðin liggur.“ 4 KYNNINGARBLAÐ 7 . J ú L í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R NeTApp á íSLANdI 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 6 -2 0 E C 2 0 5 6 -1 F B 0 2 0 5 6 -1 E 7 4 2 0 5 6 -1 D 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.