Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2018, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 07.07.2018, Qupperneq 31
Sterkur hringvöðvi við efra magaop virkar eins og loka í aðra áttina þar sem hann hleypir fæðu niður en varnar því svo að hún leki til baka. Ef það gerist er talað um vélindabak- flæði og er það orsök þess að við fáum brjóstsviða eða nábít. Brjóstsviði eða nábítur getur komið í kjölfar máltíða ef við meltum ekki rétt, þegar við borðum illa samsetta fæðu eða drekkum eitthvað sem maginn er ekki að ráða við. Hvað er brjóstsviði? Þegar við borðum fer fæðan frá munni og niður vélindað á leið sinni í magann. Þar sem vélindað opnast inn í magann er kallað efra magaop. Þar er sterkur hringvöðvi sem virkar eins og loka í aðra áttina þar sem hann hleypir fæðu niður en varnar því svo að hún leki til baka. Þegar það gerist er talað um vélindabakflæði og er það orsök þess að við fáum brjóstsviða eða nábít. Einkenni bakflæðis Þegar maturinn er kominn í magann bætast meltingarhvatar (ensím) og saltsýra við hann sem gerir innihald magans mjög súrt og ertandi. Ef hringvöðvinn við vélindað er slakur er hætta á því að magainnihaldið leki til baka og ef það gerist finnum við oft verulega fyrir því þar sem innra byrði vélindans er ekki gert fyrir svona mikla sýru. Einkennin geta verið fleiri en bara brjóstsviði, það getur verið: l Nábítur (súrt óbragð í munni eða koki) l Brjóstsviði (bruna- eða sviða- óþægindi undir bringubeini) l Uppþemba l Hæsi / ræskingarþörf l Næturhósti l Kyngingarörðugleikar Acid Soothe gegn brjóstsviða Acid Soothe er náttúruleg lausn gegn brjóstsviða og áþekkum vandamálum en í hverju hylki er að finna ensím, blöð papaya plönt- unnar og aðrar jurtir sem auðvelda meltinguna og hjálpa líkamanum að halda réttu sýrustigi ( pH-gildi). Að auki er afar öflug tegund af sinki, zinc carnosine, sem reynist afar vel gegn ýmsum magavanda- málum; bólgum, gróanda og í þessu tilfelli er það sérstaklega hugsað til þess að styrkja slímhúð magans. Brjóstsviði og bakflæði er einnig algengur fylgikvilli gallblöðru- vandamála og hefur þessi tegund sinks reynst afar vel til að draga úr þeim einkennum. Orskök brjóstsviða Eins og áður sagði er algengast að slakur hringvöðvi við efra magaop valdi bakflæði (brjóstsviða) en það getur líka gerst ef um þindarslit er að ræða. Þungun, offita og harðlífi eru vel þekktir orsakavaldar þar sem þessir þættir valda þrýstingi á magann. Með bættu heilsufari og einnig með því að huga að því hvað við látum ofan í okkur, hvernig við gerum það og hvenær, getur haft góð áhrif en ákveðinn matur er talinn geta stuðlað að brjóstsviða eða a.m.k. aukið líkurnar á honum. Mikið kryddaður og brasaður matur eykur sýrumyndun í maga á meðan feitur matur hægir á magatæmingu og situr innihaldið þá lengur í mag- anum og líkur á bakflæði aukast. Það sem getur aukið líkur á óþægindum (veikt hringvöðvann) er t.d.: l Kaffi l Áfengi l Súkkulaði l Piparminta l Nikótín (úr tóbaki eða nikótín- lyfjum) Góð regla er svo að borða ekki eftir kl. 19 á kvöldin eða í a.m.k. 3 klukkustundir fyrir svefn og á það við almennt hvað varðar heilsufar og heilbrigði. Svo getur alltaf verið einstaklingsbundið hvaða fæða það er sem veldur óþægindum hjá okkur en önnur góð regla er að borða aldrei yfir sig. Yfirfullur magi veldur almennt vanlíðan og eykur líka lík- urnar á því að hringvöðvinn haldist ekki alveg lokaður. Gegn brjóstsviða og nábít Bakflæði, brjóstsviði eða nábítur getur valdið fólki miklum óþægindum. Acid Soothe frá Enzymedica er náttúruleg lausn sem er skjótvirk og styrkir slímhúð magans. Brjóstsviði, nábítur eða bakflæði í kjölfar máltíða getur verið sársaukafullt. Acid Soothe getur komið í veg fyrir það. Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumarkþjálfi. Líkami okkar getur verið of súr eða of basískur og eru fjölmargar ástæður fyrir því af hverju það gerist. Ýmsa sjúkdóma má tengja of lágu pH-gildi í líkamanum og geta pH-strimlarnir frá Enzymedica gefið vísbendingu um hvort allt sé í lagi. Sýrustig og sjúkdómar Öll efnaskiptaferli líkamans eru háð því að sýrustig líkamans sé rétt og haldist í jafnvægi. Sýrustig í þvagi sveiflast aðeins upp og niður milli daga og einnig innan dagsins en þó er það yfirleitt innan ákveðinna marka. Líkaminn er í raun að halda sýrustiginu í jafnvægi með því að skila frá sér mis súru eða basísku þvagi. Langvarandi súrt (og stundum mjög basískt) ástand getur gefið til kynna undirliggjandi sjúkdóm. pH-strimlar auðveldir í notkun Með pH-strimlunum frá Enzyme- dica er auðveldlega hægt að fylgjast með sýrustigi þvagsins til að sjá hvort líkamsstarfsemin sé í jafnvægi hvað þetta varðar. Í pakkanum eru u.þ.b. 132 prufur þannig að hann nýtist vel og lengi. Til viðmiðunar þá er hreint vatn gildið 7 (pH 7), sem er alveg hlutlaust. Þvagið okkar er oft örlítið súrara og þá séstaklega á morgnana. Þegar sýrustigið er mælt er annaðhvort að pissa á strimilinn eða dýfa honum í hreint þvag í 3 sekúndur. Liturinn kemur strax í ljós en hann segir til um sýrustigið. Æskilegast er að það sé á bilinu 6,5-7,5. Meðaltalið gefur góða mynd Ef þú vilt fylgjast með sýrustigi líkamans er best að mæla það þrisvar sinnum yfir daginn, að morgni (fyrsta þvag), um miðjan dag og að kvöldi. Meðaltalið gefur bestu niðurstöðuna þar sem sýru- stig líkamans er breytilegt yfir daginn. Þar sem það getur breyst lítillega milli daga er gott að gera þetta í einhvern tíma til að sjá hvort hlutirnir séu ekki í jafnvægi og innan æskilegra marka. Maturinn hefur áhrif Það sem við nærumst á telst ýmist basískt eða súrt og góð regla er að reyna að borða sem mest af basískum mat. Við erum það sem við borðum og það skiptir alltaf máli að næra sig vel til að halda góðri heilsu. Muna að borða sem mest af hreinni fæðu og þá mikið úr jurtaríkinu, forðast unna mat- vöru og óhollustu en auðvitað á að gera sér dagamun. 80/20 reglan er alltaf góð en þá nærumst við 80% á hollustu og svo leyfum við okkur aðeins líka. Ef líkami okkar er að jafnaði frekar súr gæti verið ráð að auka hlut hollustu í mataræðinu og borða mikið af ávöxtum og græn- meti en þess háttar hollusta hefur alltaf góð áhrif á heilsufar okkar. Strimlarnir eru ekki lækningatæki Athugið að pH-strimlarnir eru einungis til að gefa vísbendingu um ástand líkamans en ekki til þess gerðir að greina, meðhöndla eða fyrirbyggja sjúkóma. Leitið ávallt læknis til að greina eða meðhöndla sjúkdóma/heilsufar. Acid Soothe: Sölustaðir: Flest apótek og Fjarðarkaupv Strips: Flest apótek og Fjarðarkaup Veistu hvort þú ert súr ? Ef pH-gildi líkamans er ekki rétt eru meiri líkur á að við þjáumst af ýmiss konar kvillum. pH-strimlarnir frá Enzymedica hjálpa fólki að finna út hvert sýrustig líkamans er. Tekur einungis nokkrar sekúndur að fá niðurstöðu. Til gamans er hægt að mæla sýrustig í munnvatni til að sjá hvort maturinn okkar er súr eða basískur. Hægt er að breyta sýru- stigi í munninum með 1-2 munn- bitum af mat. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 7 . j ú l í 2 0 1 8 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 5 -F E 5 C 2 0 5 5 -F D 2 0 2 0 5 5 -F B E 4 2 0 5 5 -F A A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.