Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 66
Up p á h a l d s s t a ð u r inn minn á þess-ari jörðu er Ísland. Ég er algjörlega heilluð af landinu og íslenskri nátt-
úru,“ segir Sierra Blair-Coyle,
atvinnumaður í klifri. Sierra er ein
sú færasta í greininni og ferðast um
heiminn allt árið um kring til þess
að taka þátt á mótum og upplifa
fjölbreytni klifurmenningarinnar.
Hún kom hingað til lands með
móður sinni í lok síðasta mánaðar
eftir að hafa tekið þátt á heims-
meistaramótinu í klifri í München.
„Ég kom fyrst til Íslands fyrir
þremur árum en var þá ekki í nema
fimm daga. Þá æfði ég innanhúss og
áttaði mig ekki á að það væri hægt
að klifra utandyra, fyrr en undir
rest. Þannig að þessi ferð hefur
verið í bígerð um nokkurt skeið,“
segir Sierra. Hnappavellir í Öræfum
og Vestrahorn á Stokksnesi urðu
fyrir valinu hjá þeim mæðgum en
það eru afar vinsæl útivistar- og
klifursvæði.
„Þessi svæði eru talsvert frá-
brugðin því sem ég hef áður kynnst,
en það er fyrst og fremst vegna
stórbrotinnar náttúrunnar. Veðrið
stríddi okkur aðeins en fyrsta dag-
inn var sól og logn, sem var æðis-
legt.“
Vildi strax verða atvinnumaður
Sierra er 24 ára, frá Arizona í Banda-
ríkjunum og þrátt fyrir ungan aldur
hefur hún klifrað nánast sleitulaust
í sextán ár.
„Ég var átta ára þegar ég prófaði
fyrst að klifra og varð ástfangin af
þessari íþrótt þannig að ég ákvað
strax að ég ætlaði að fara í atvinnu-
mennsku. Foreldrar mínir voru
óvissir í upphafi en það leið ekki á
löngu þar til þeir ákváðu að skrá mig
á námskeið,“ segir hún. „Við höfðum
varla val um neitt annað,“ skýtur
Lisa Blair, móðir Sierru, hlæjandi
inn í. Hún segist hins vegar ekkert
sjá eftir þessari ákvörðun því hún
klifrar sjálf mikið og flakkar heims-
horna á milli með dóttur sinni.
„Við ferðumst mjög mikið. Bara í
ár höfum við farið til sjö landa – og
sumra landa oftar en einu sinni. Ég
held við höfum ekki verið heima í
nema sex vikur á þessu ári,“ segir
Sierra. „Sem betur fer höfum við
báðar mjög gaman af ferðalögum,
og ég er svo heppin að mamma er
til í að fara með mér út um allt. Ég er
ekki viss um að ég hefði eins gaman
af þessu ef ekki væri fyrir hana.“
Aðspurð segir Sierra að sér þyki
íþróttin alltaf jafn skemmtileg, þó
allir dagar snúist um æfingar og
rútínu.
„Nei, þetta verður aldrei leiðin-
legt. Nema kannski þegar flugi
er seinkað,“ segir hún brosandi.
„Týpískur dagur er að vakna, borða
morgunmat, æfa, borða hádegis-
mat, fara á klifuræfingu og borða
meira. Þannig að þetta snýst fyrst
og fremst um að borða rétt og vel
og æfa. Ég æfi í um þrjár klukku-
stundir á dag en á móti tek ég mér
frí þriðja hvern dag.“
Þrautseigja og dugnaður lykillinn
Sierra hefur klifrið að lifibrauði og
stundar hún því klifurmót af kappi
og situr mikið fyrir. Hún kemur
sjálfri sér á framfæri í gegnum sam-
félagsmiðla en tæplega 150 þúsund
manns fylgjast með Instagram-síðu
hennar daglega. „Samfélagsmiðl-
arnir hafa hjálpað mér mikið en
það er auðvitað að ýmsu að huga
þegar fylgjendurnir eru orðnir
svona margir. En allt sem ég set inn
sýnir mig í réttu ljósi.“
Sierra vill setja fordæmi fyrir
aðrar konur í greininni. „Það eru
álíka margar konur og karlar í
íþróttinni, þó konur í atvinnu-
mennsku séu talsvert færri en karl-
arnir. Þetta virðist samt vera að
breytast og ég reyni alltaf að hvetja
alla, bæði konur og karla, til þess að
láta á þetta reyna.“
Þrautseigja og dugnaður er það
sem þarf til þess að ná langt í klifri,
að sögn Sierru. Hins vegar sé þetta
íþrótt sem allir geti tekið þátt í.
„Mitt líf snýst auðvitað fyrst og
fremst um klifrið, þar sem ég hugsa
mikið um æfingar, mat og heilbrigt
líferni – og það er í raun það sem
þarf til þess að komast í atvinnu-
mennskuna.“
Draumastaður klifrarans
Sierra klifraði meðal annars á Hnappavöllum og á Vestrahorni á Stokksnesi. Hún er einn færasti klifrari heims og segir að Ísland hafi komið sér mjög á óvart, sérstaklega landslagið. Myndir/Garpur
Sierra Blair-Coyle hefur klifrað í sextán ár. Hún ákvað átta ára gömul að gerast atvinnuklifrari. FréttaBlaðið/SiGtryGGur ari
Sierra Blair-Coyle
er einn færasti klifr-
ari heims. Hún kom
nýverið til Íslands og
segir landið drauma-
stað klifrarans.
Hvað þarf til þess
að byrja að klifra?
• Mæta á staðinn og kaupa
stakan tíma eða kort.
• Þægileg föt og klifurskór. Hægt
er að leigja klifurskó í flestum
klifurhúsum.
• Byrja rólega og vinna sig upp.
Erfiðleikastigin eru nokkur.
• Kalk, kalk, kalk. Gott viðnám er
lykilatriði.
• Aldur er afstæður og líka í klifri.
Íþróttin hentar öllum aldurs-
hópum.
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunnak@frettabladid.is
7 . j ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R26 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
6
-3
4
A
C
2
0
5
6
-3
3
7
0
2
0
5
6
-3
2
3
4
2
0
5
6
-3
0
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K