Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 68
KOMDU
Í
– dásamleg deild samfélagsins
OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17
K
V
IK
A
Kristinn Már Pálmason myndlistarmaður er á leið út en snýr við á punktinum þegar ég mæti í Listamenn Gallerí við Skúlagöt
una, degi áður en hann og kollegi
hans, Halldór Ragnarsson, opna þar
sýninguna Útskýringar. Halldór er
að byrja að mála þar einn vegg gulan
en snarhættir því og báðir vinda þeir
sér í að útskýra það sem við blasir í
sýningarrýminu.
Halldór byrjar. „Ég fór á sýningu
hjá Kristni Má fyrir nokkrum árum
og tók eftir að hann var farinn að
gera öðruvísi verk en áður. Þá stakk
ég upp á að við færum út í samstarf,
það dróst svo þar til fyrir hálfu öðru
ári að við byrjuðum. En við vinnum
samt aldrei á sama stað, heldur
sendum verkin á milli okkar. Sókra
tes lagði mikla áherslu á samræðuna
og við spjöllum saman en vinnum í
einrúmi. Það sem við fáum hvor frá
öðrum á striganum er það sem gefur
okkur innblástur í málverkinu.
Þannig að þetta er samtal í einrúmi.“
Kristinn Már tekur undir það.
„Við opnum verkin hvor fyrir ann
ars áhrifum. Halldór sendir mér fyrst
það sem hann er búinn að gera, svo
geri ég eitthvað og sumar myndirnar
fara nokkrum sinnum á milli okkar,
áður en við verðum ánægðir.“
Halldór vinnur mikið með tungu
málið. Setningin „á bara ekki orð“ er
til dæmis letruð á strigann aftur og
aftur og aftur og aftur. Hvað skyldi
Kristinn Már hugsa þegar hann fær
stóran fleka alsettan texta eins og
þessum?
„Það er svo margt sem kemur upp
í hugann. Ég leyfi verkunum alltaf að
vera hjá mér dálítinn tíma áður en ég
byrja, og kynnist þeim.
Þú lítur þá ekki á þau sem auðan
striga?
„Jú, öðrum þræði. En svo er líka
öðruvísi hugsun bak við þau. Yfir
leitt geri ég verk sem eru ofhlaðin af
formum en hér er búið að slá dálítið
vopnin úr höndunum á mér og ég
finn að það form eða tákn sem ég
nota verður rosalega mikilvægt. Það
eru einleikarar sem fá að stíga hér á
svið – úr fjöldanum mínum. Þetta er
svoleiðis tilfinning.“
Í framhaldinu kveðst Kristinn
Már fara að skoða einstök form, af
hverju þau séu eins og þau eru, en
ekki öðruvísi. „Ég er bæði með form
og tákn sem ég hef fundið einhvers
staðar og búið til sjálfur. Sum eru í
raun afklippur sem féllu til þegar ég
var að klippa annað út. Mér fannst
þau fígúratív og skemmtileg, snyrti
þau til og hér eru þau komin.“
Sýning þeirra félaga stendur til 22.
júlí.
Vinna saman
en aldrei á
sama stað
Myndlistarmennirnir Halldór Ragnars-
son og Kristinn Már Pálmason opnuðu
málverkasýninguna Útskýringar í gær
í Listamönnum Galleríi að Skúlagötu
32. Hér útskýra þeir hvernig samstarfi
þeirra við gerð myndanna var háttað.
Kristinn Már og Halldór að koma verkum sínum fyrir á veggjunum. Þau eru sjö og heita einfaldlega Samræður 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 7. Fréttablaðið/ÞórSteinn
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Það seM við fáuM HvoR
fRá öðRuM á stRiganuM
eR Það seM gefuR oKKuR
innblástuR í MálveRK-
inu.
Halldór
Sýningin Staðir verður opnuð á
morgun. Hún teygir sig um sunnan
verða Vestfirði og þar leggja þrjár
listakonur verk sín í dóm. Gamanið
hefst á hinum víðfræga viðkomustað
ferðalanga, Flakkaranum við bryggj
una á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi.
Þaðan verður haldið í ferðalag.
Eva Ísleifs er sýningarstjóri. „Við
Þorgerður Ólafsdóttir komum verk
efninu Stöðum á laggirnar árið 2014
og það er tvíæringur, svo þetta er
þriðja sýningin. Við höfum báðar
taugar til Vestfjarða og Þorgerður er
hluti af sýningarteyminu þetta árið.
Útilistaverk eftir hana er í hlíðinni
við prestssetrið á Brjánslæk og
eftir göngu í Surtarbrandsgil fá allir
myndskreytt vottorð eftir hana um
að þeir hafi þreytt gönguna. Þannig
verður það út sumarið.“
Gunndís Ýr er ættuð að vestan og
bókverkið hennar 1,1111% fjallar
um fjölskyldulandið í Bakkadal í
Arnarfirði. Það er til sýnis og sölu
á bensínstöðinni á Bíldudal þar
sem verður staldrað við á leið út í
Bakkadal þar sem Gunndís Ýr býður
gestum í stutta göngu á morgun.
Hildigunnur hefur unnið með
leikskólabörnum í Vesturbyggð.
Hún segir mér fyrst frá verki fyrir
staðbundna nagla í Flakkaranum
á Brjánslæk sem ferðalangar geta
átt afrifu af. „En aðalsýningin er
i hinum panelklædda fundarsal
Vesturbyggðar þar sem listaverk
barnanna hanga milli verka eftir
Jón Stefánsson og fleiri kanónur í
íslenskri myndlist,“ segir hún. „Enda
eru krakkarnir að búa til heims
klassa myndir.“ – gun
Staðir teygja sig frá Brjánslæk í Bakkadal
listakonurnar sem sýna á Stöðum í ár, Þorgerður, Hildigunnur Ýr og Gunndís.
7 . j ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R28 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
6
-2
0
E
C
2
0
5
6
-1
F
B
0
2
0
5
6
-1
E
7
4
2
0
5
6
-1
D
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K