Fréttablaðið - 07.07.2018, Qupperneq 74
Brandarar
Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til
sumarlesturs meðal barna. Á bókasafninu skrifa þau nafn á áhuga-
verðri bók sem þau hafa lesið á bókarkjöl ásamt nafni, aldri og síma-
númeri. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok
sumarsins er veittur einn veglegur vinningur.Lausn á gátunni
Þetta er Sendlingur?
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
309
Konráð og Lísaloppa
komu að fjallavatni. Þar
sáu þau kunnuglegan fugl
spígspora í flæðarmálinu.
„Ég held ég kannist við
þennan fugl,“ sagði
Konráð. „En hef ég ekki
bara séð hann í fjörum?“
Lísaloppa virti hann
betur fyrir sér. „Jú, þetta
er strandfugl, ég hef séð
hann vaða og leita sér að
æti í þangfjörum,“ sagði
hún. „Hann hlýtur að
hafa villst hingað,“ bætti
hún við. Fuglinn virtist
líka vera hálf ringlaður og
ekki alveg eins og heima
hjá sér.
„Hvað heitir hann aftur,“
sagði Konráð. „Byrjar það
ekki á S ?“ „Jú, mig minnir
það,“ sagði Lísaloppa.
Viti þið
hvað þessi fu
gl
heitir?
A. Sandlóa
B. Sendlingu
r
D. Spói
??
?
Tjörvi Brink er sex ára. Hann er
með svört strik á kinnunum þegar
ég hitti hann.
Hvers vegna? Af því að það var stríð
í leikskólanum.
Var stríð? Já, vatnsstríð.
Segðu mér meira. Hverjir voru í
vatnsstríði? Kennararnir.
Voru þeir með vatnsbyssur? Nei,
þeir voru með vatn í fötum og
skvettu hver á annan.
En þið krakkarnir, hvað gerðuð
þið? Við vorum bara í sandkass-
anum.
Er þetta svona á hverjum degi?
Nei, bara einu sinni á ári.
Hvað heitir þessi leikskóli? Laufás-
borg. Ég byrjaði þar þegar ég var
tveggja ára.
Ætlar þú að vera lengi enn? Ég
hætti eftir sex daga. Það var sumar-
hátíð í Laufásborg og þá sungum við
krakkarnir sem erum að hætta lagið
Þannig týnist tíminn. Lay Low kom
og söng með okkur. Svo sungum við
líka Viðlagið, við bjuggum það til
sjálf en það var kennari sem hjálp-
aði okkur.
Heldurðu að þú saknir leikskól-
ans? Já. Ég fékk kveðjugjöf í gær.
Það var óskasteinn sem heitir agat.
Hann er í litlum poka og líka miði
þar sem stendur allt um það sem
fylgir þessum steini, það er nefni-
lega gott að eiga hann.
En hvaða skóla ferðu í í haust?
Mýrarhúsaskóla því ég á heima á
Seltjarnarnesi.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt
í sumar? Ég ætla að kíkja í sumar-
bústað úti í skógi og örugglega fara
í sund.
Ertu góður að synda? Já, og kafa.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera. Allt. Kannski vera á hjóla-
bretti. Ég var á hjólabrettanám-
skeiði um daginn. Það var gaman.
Dastu oft? Ég hef dottið.
En þekkir þú einhverja fugla? Já,
ég þekki skógarþröst, steindepil,
starra, fálka, smyril, skúm og kríu.
Veistu hvaða fugl er hættulegast-
ur? Haförninn.
Fékk óskastein
í kveðjugjöf
Hann Tjörvi Brink Antonsson er að hætta í
leikskólanum og því fylgir bæði hasar og hátíð.
Tjörvi með óskasteininn um hálsinn og stríðsstrikin á kinnunum.
FréTTablaðið/anTon brink
Hvað er skemmtilegast við
bækur? Öll ævintýrin og þær eru
svo skemmtilegar.
Hvaða bók lastu síðast og um
hvað var hún? Bókin hét Fía Sól í
Hosiló og hún er um stelpuna Fíu
Sól sem er mikill prakkari.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem
var í uppáhaldi hjá þér? Já, hún
hét „Hjá afa og ömmu“.
Hvernig bækur finnst þér
skemmtilegastar? Disney-bækur
og spennubækur.
Í hvaða skóla gengur þú? Hóla-
brekkuskóla.
Ferðu oft á bókasafnið? Já,
það geri ég, bókasafnið er rétt
hjá heimilinu mínu og vinnunni
hennar mömmu minnar.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Hestar og fara á hestbak, sveitin
mín, kisan mín og bækur.
Lestrarhestur vikunnar:
Ágústa Ben
Davíðsdóttir
Ungur strákur fótbrotnaði í fót-
boltaleik og eftir að læknirinn hafði
gert að meiðslum hans og sett
hann í gifs spurði strákurinn: Þegar
þú tekur mig úr þessu gifsi, get ég
þá farið að leika á orgel?
Auðvitað getur þú það, sagði
læknirinn uppörvandi.
Það er skrítið, sagði strákurinn. Ég
gat það ekki áður en þú settir gifsið.
Fyrirgefðu þjálfari, að ég skoraði
ekki úr þessu gullna marktækifæri
sem ég fékk í leiknum, ég gæti
sparkaði í rassinn á sjálfum mér
fyrir þetta, sagði miðherjinn í knatt-
spyrnuliðinu að leik
loknum.
Blessaður
vertu ekki að
reyna það,
þú myndir
ekki hitta.
Maður
á aldrei að
gera í dag
það sem
maður getur
fengið einhvern
annan til að gera á morgun.
7 . j ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R34 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
krakkar
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
5
-F
4
7
C
2
0
5
5
-F
3
4
0
2
0
5
5
-F
2
0
4
2
0
5
5
-F
0
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K