Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2018, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 16.08.2018, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Hlauparar: Arnar Pétursson og Hulda Guðný Kjartansdóttir. 25% afsláttur af hlaupa- og sport- gleraugum til 18. ágúst Þar sem úrvalið er af sólgleraugum Stjórnmál Miðflokkurinn skilaði 15,9 milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt nýbirtum útdrætti Ríkisendurskoðunar úr ársreikn- ingi flokksins. Flokkurinn fékk tæpar sjö milljónir króna í framlög frá lögaðilum í fyrra, þrjár milljónir fékk flokkurinn í ríkisframlög og tæpar tvær milljónir frá einstakl- ingum. Alls rúmar 11,8 milljónir. Rekstrargjöld flokksins námu hins vegar ríflega 27,5 milljónum. Átta fyrirtæki og félög styrktu Miðflokkinn um 400 þúsund króna hámarkið á síðasta ári. Þar á meðal útgerðarfélögin Brim hf., HB Grandi hf. og Þorbjörn hf. Kvika banki lagði Miðflokknum einnig til 400 þúsund krónur, sem og Síminn hf. og félagið Tandraberg ehf. sem er í eigu Einars Birgis Kristjáns- sonar, yfirlýsts stuðningsmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, formanns og stofnanda Mið- flokksins. Þá verður ekki sagt að fjölskyld- an styðji ekki við bakið á Sigmundi Davíð, en Óshöfði slf., félag í eigu bróður hans, Sigurbjörns Magn- úsar, styrkti flokkinn einnig um leyfilega hámarksfjárhæð líkt og Hafblik ehf. sem er í eigu Gunn- laugs M. Sigmundssonar, föður Sigmundar Davíðs. Alls styrktu 33 lögaðilar flokkinn um 200 þúsund krónur eða meira. – smj Miðflokkurinn tapaði tæpum 16 milljónum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir VIÐSKIPtI Toyota á Íslandi hagnaðist um ríflega 1.133 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 64 prósent frá fyrra ári þegar hann var um 692 milljónir króna, samkvæmt nýbirtum ársreikningi bílaumboðsins. Leggur stjórnin til að greiddur verði arður upp á 300 milljónir króna vegna síðasta árs. Rekstrartekjur Toyota á Íslandi námu 15,4 milljörðum króna í fyrra en til samanburðar voru tekj- urnar um 12,6 milljarðar árið 2016. Rekstrargjöldin voru 13,7 milljarðar króna í fyrra og hækkuðu um 2,1 milljarð króna á milli ára. EBITDA bílaumboðsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var rúmlega 1,7 milljarðar króna í fyrra og batnaði um 76 prósent frá fyrra ári þegar EBITDA var 982 milljónir. Toyota á Íslandi átti eignir upp á 5,9 milljarða króna í lok síðasta árs en eigið fé þess var á sama tíma 1,6 milljarðar og eiginfjárhlutfallið um 27 prósent. Félagið er alfarið í eigu UK fjár- festinga sem er aftur í jafnri eigu Úlfars Steindórssonar forstjóra og Kristjáns Þorbergssonar fjármála- stjóra. – kij Toyota á Íslandi jók hagnað sinn um 64 prósent Úlfar Steindórsson, forstjóri toyota á Íslandi. Fréttablaðið/GVa SKólAmál „Vinnubrögð borgarinn- ar í leikskólamálunum eru stein- aldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leik- skóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frí- stundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldr- unum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðli- legum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvu- póst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upp- lýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá ein- hver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgar- innar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknar- frestur gæti verið liðinn í einhverj- um tilfellum. Fimm leikskólar aug- lýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum. sighvatur@frettabladid.is Tveggja og hálfs árs stúlka bíður þess enn að byrja á leikskóla Foreldrar tveggja og hálfs árs stúlku sem búa í Vogahverfi í Reykjavík eru orðnir langþreyttir á ástandinu í leikskólamálum borgarinnar. Dóttir þeirra bíður þess enn að geta hafið aðlögun á leikskóla í hverfinu. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að öllum börnum 18 mánaða og eldri sé tryggt leikskólapláss. Það skýrist í næstu viku hvernig mun ganga að tryggja mönnun á leikskólum reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/VilHElM 34 starfsmenn að meðal- tali störfuðu hjá félaginu í fyrra 1 6 . á g ú S t 2 0 1 8 F I m m t U D A g U r4 F r é t t I r ∙ F r é t t A B l A Ð I Ð 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 6 -2 6 F 4 2 0 9 6 -2 5 B 8 2 0 9 6 -2 4 7 C 2 0 9 6 -2 3 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.