Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2018, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.08.2018, Qupperneq 6
H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n nu n atvinnuleikhópa Umsóknarfrestur til 1. október Styrkir til Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 1. október 2018. Umsóknum skal skilað rafrænt á www.rannis.is. Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn. Athugið að umsókn um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef umsækjandi merkir við þar til gerðan reit í umsóknarformi. Samkvæmt leiklistarlögum nr. 138/1998 skilar leiklistarráð tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár til stuðnings atvinnuleikhópum. Nánari upplýsingar: atvinnuleikhopar@rannis.is, www.rannis.is Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík. Tengiliður: Ragnhildur Zoëga, sími: 515 5838. Rakaskemmdir og mygla Íslenski útveggurinn og reynsla Svía Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur málstofu um myglu og rakaskemmdir í mannvirkjum Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8, föstudaginn 17. ágúst frá kl. 10 -12 Fundurinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis Betri byggingar og Rb Prófessor Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rb á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, opnar fundinn og stýrir umræðum Reynsla Svía af raka og rakavandamálum Kjartan Guðmundsson, lektor við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi, allar um reynslu Svía af raka og rakavandamálum Íslenski útveggurinn í einangrun Jóhann Björn Jóhannsson og Jóhanna Eir Björnsdóttir, byggingarverkfræðingar, kynna nýjar aðferðir við að herma útveggi í tölvulíkani til að meta raka og mygluáhættu og niðurstöður úr nýjum rannsóknum Þátttakendur í pallborði Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri Björn Marteinsson, Háskóli Íslands Guðni Ingi Pálsson, Mannvit Indriði Níelsson, Verkís Kristmann Magnússon, Rb á Nýsköpunarmiðstöð Íslands Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, Efla skipulagsmál „Nú eru þeir búnir að neyða okkur til að fremja umferðar- lagabrot,“ segir Helga Árnadóttir, íbúi í Hleinahverfi í Garðabæ, um nýjustu vendingar í ágreiningsmáli hverfisbúanna við bæjaryfirvöld vegna umferðar um gamla Álfta- nesveginn. Bæjaryfirvöld ákváðu að loka fyrir umferð um gamla Álftanes- veginn vegna óska frá íbúum í svokölluðu Prýðahverfi sem er norðan við veginn. Íbúar í Hleina- hverfi nærri Hrafnistu og íbúar í norðurbæ Hafnarfjarðar mótmæltu þar sem lokunin myndi kosta þá óþægindi við að aka lengri leiðir út úr hverfum sínum. Málið er í kæru- ferli en nýlega settu bæjaryfirvöld upp hraðahindranir á veginum. „Þeir eru búnir að setja þrenging- ar á veginn með steypuklumpum svo við verðum að brjóta heila línu til að aka í gegn,“ segir Helga. „Mér finnst þetta hálfvitalegt. Ef löggan sér okkur og sektar okkur, hver á þá að borga það?“ spyr Helga sem kveður Hleinahverfis búa afar ósátta. „Bæjarstjórinn gekk hér í öll hús fyrir kosningar og lofaði öllu fögru; sagði að engu yrði breytt og veginum ekki lokað,“ segir Helga. Greinilega eigi ekki að standa við þau fyrirheit. Enda hafi bæjarstjór- inn sagt á fundi fyrir kosningar að minni hagsmunir yrðu að víkja fyrir meiri og þá átt við að loka þyrfti veginum á endanum. „Ég skil ekki það mat,“ segir Helga. „En fólkið í Prýðahverfinu vill ekki að við séum að aka þarna um, við erum eitthvað að trufla það. Þannig að við gamla fólkið megum bara éta það sem úti frýs.“ – gar Segist þvinguð til að brjóta umferðarlög Aka þarf yfir óbrotna línu á miðjum Álftanesvegi til að komast fram hjá nýjum hraðahindrunum. FréttAblAðið/SteFÁn Reykjavík Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt vilja- yfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkur- borgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Frið- bert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samn- ingaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýs- ingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saum- ana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við von- umst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“ sveinn@frettabladid.is Samningaviðræður um Heklureitinn strand Svo virðist sem erfiðlega gangi að klára samningaviðræður milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu og þéttingu byggðar við Laugaveg. „Gæt- um hagsmuna Reykjavíkurborgar,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs. Mér finnst þetta hálf- vitalegt. Ef löggan sér okkur og sektar okkur, hver á þá að borga það? Helga Árnadóttir í Hleinahverfi Heklureiturinn á að skila borginni um 350 íbúðum miðsvæðis. Samningaviðræður þokast hægt. FréttAblAðið/eyþór. 350 íbúðir átti að byggja á Heklu- reitnum. Sigurborg ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og sam- gönguráðs. 1 6 . á g ú s t 2 0 1 8 F i m m t u D a g u R6 F R é t t i R ∙ F R é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 6 -3 A B 4 2 0 9 6 -3 9 7 8 2 0 9 6 -3 8 3 C 2 0 9 6 -3 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.