Fréttablaðið - 16.08.2018, Síða 18

Fréttablaðið - 16.08.2018, Síða 18
Bráðum eru 100 ár síðan athafnamaðurinn Thor Jen­sen setti upp myndarlegt mjólkurbú á Korpúlfsstöðum. Starf­ semin stóð frá 1929 til 1934 með um 300 kýr í fjósinu. Mjólkin var unnin á býlinu af stakri fagmennsku og dreift beint til viðskiptavina í Reykjavík á glerflöskum, það er „beint frá býli“ og sá meirihluta bæjarbúa fyrir mjólk. Útlendingar og landsbyggð Sumarið hefur verið skrýtið. Rigningarmet var slegið í Reykjavík og Evrópa er að stikna. Ástralía hefur aldrei verið þurrari og víða geisa illviðráðan­ legir skógareldar. Þetta eru loftslags­ breytingar. Mættar í dag, en ekki í einhverri óskilgreindri, fjarlægri framtíð. Fyrr í vikunni birtist svo vísinda­ grein sem hefur skekið marga. Í henni eru færð rök fyrir því að við færumst sífellt nær vendipunktum sem hleypa af stað hamslausum loftslagsbreytingum og tíminn til aðgerða er sagður naumur. Ég hef orðið vör við það að margir í kringum mig virðast nýbúnir að átta sig á umfangi vandans og hafa strax misst móðinn. En það er ekki fyrr en við ákveðum fyrirfram að baráttan sé töpuð sem við inn­ siglum örlög okkar. Og mannkynið er seigt. Sagan hefur sýnt að sam­ hent getum við áorkað ótrúlegustu hlutum. Þegar ég er svartsýn þá hugga ég mig við að það er yfirleitt ómögulegt að sjá fyrir byltingar. Og ég vona svo innilega að bylting í loftslagsmálum sé á næsta leiti. Nokkur einföld skref Ég er í grunninn á móti því að ábyrgðinni á því að kljást við lofts­ lagsvandann sé velt yfir á einstakl­ inginn. Ég tel að ríki, sveitarfélög og atvinnulíf eigi að draga vagninn og skapa leikreglur og viðskipta­ umhverfi sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. En það er erfið tilhugsun að þurfa að bíða næstu kosninga til að reyna að hafa áhrif. Og ekkert er eins lam­ andi og að upplifa sig valdalausa/n. Því hef ég tekið saman nokkur skref sem einstaklingar geta tekið til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Því það er, engu að síður, fullt sem við getum gert og allt leggst það í púkkið. l Draga úr neyslu. Endurvinna, endurnýta og kaupa notað þegar kostur er. Það er gott að spyrja sig fyrir kaup: Þarf ég á þessu að halda? Mun varan endast eða er hún svo gott sem einnota? Mat­ arsóun er líka mikill mengunar­ valdur og það er árangursríkt og auðvelt að minnka hana. l Nota almenningssamgöngur, hjóla eða labba. Rannsóknir hafa líka sýnt að fyrir þeim sem keyra er ferðin til og frá vinnustað versti hluti dagsins. En þeir sem labba, hjóla eða nota almenningssam­ göngur segja að ferðir í og úr vinnu séu besti hluti dagsins. Win/win! l Draga úr eða hætta alveg neyslu á dýraafurðum. Kjöt­ og mjólkur­ iðnaður mengar gríðarlega. Þar er líka oft farið hræðilega með skynugar skepnur, svo þetta skref dregur líka úr þjáningum heims­ ins. Annað win/win! l Fljúga eins lítið og hægt er og kolefnisjafna þær ferðir sem eru nauðsynlegar. Það er til fullt af þægilegum síðum á netinu. Ég hef til dæmis notað atmosfair.de, svo er www.kolvidur.is íslensk síða. l Styrkja umhverfis­ og baráttusam­ tök. Ég styrki t.d. bæði innlend og erlend samtök mánaðarlega. Svo hefur verið reiknað út að ein áhrifaríkasta loftslagsaðgerðin sé að mennta konur í þróunarlönd­ um, því menntaðar konur eignast færri börn, sem þýðir minni fólks­ fjölgun, sem þýðir minna álag á umhverfið. Og það er fullt af sam­ tökum sem beita sér fyrir því og bæta um leið líf kvenna víða um heim. Win/win! l Og síðast en ekki síst: Nota hvert tækifæri sem gefst til að þrýsta á stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnu­ líf og eigin vinnustaði til aðgerða. Það er hægt að gera á milli kosn­ inga. Meira að segja oft í viku, sé maður í stuði. Loftslagsbreytingar: Baráttan er ekki töpuð og hvað getur þú gert? Hildur Knútsdóttir rithöfundur Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræð­ ingur í framboði til formanns Neytenda­ samtakanna Fæst í Olís um allt land. GLANSANDI HREINN BÍLL! Þegar þú vilt þvo bílinn að utan, bóna, pússa rúður, þrífa mælaborðið eða innréttinguna, jafnvel fríska upp á litinn á hjólbörðunum. Rekstrarland er hluti af OlísRekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Margir óttuðust afleiðingar þessa stórbúskapar í nágrenni þéttbýlis og 1934 stöðvaði Alþingi tilraunina með Mjólkursölulögum og lögfesti þar með smábúskap um allt land. Síðasta áratug hafa mjólkurbú aftur verið að stækka og þeim að fækka með tilkomu mjalta­ þjóna. Nokkur bú slaga nú orðið upp í Korpúlfsstaðabúið að stærð. Mjólkur sölulögin gerðu því ekki annað en tefja framþróunina í um 100 ár. Nú er komin ný ógn frá „ríkum útlendingum sem eru að kaupa upp heilu landshlutana“. Margir óttast nú að búskapur leggist af á stórum landsvæðum og heimta lög sem stöðva uppkaupin. Rökin eru vel þekkt, það er tryggja þarf: fullveldi þjóðarinnar; auðlindirnar áfram í eigu þjóðarinnar; næga matvæla­ framleiðslu í landinu; og byggða­ festu. Norður­Kórea hvað? Breytinga er þörf Á næstu árum mun mjólkurbúum fækka úr um 600 í um 200 með áframhaldandi mjaltaþjónavæð­ ingu. Sauðfjárbúum mun fækka úr um 2.000 í undir 1.000. Lambakjötsfram­ leiðslan er um 35% umfram innan­ landsþörf og mismunurinn seldur til útlanda á verðum sem ekki duga fyrir framleiðslukostnaði. Neysla lamba­ kjöts á mann fer minnkandi og lausa­ ganga búfjár veldur umhverfisskaða og slysahættu. Í sjávarútvegi verða einnig miklar breytingar á næstu árum kenndar við fjórðu iðnbyltinguna og störfum í greininni mun fækka. Störf í landbúnaði, sjávarútvegi og tengdum greinum nýttu fyrir 100 árum um 90% af vinnuaflinu en nú um 10%. Útlit er fyrir áfram­ haldandi fækkun næstu áratugi alla vega um helming, samhliða tækni­ væðingu. Hvað tekur þá við? Nýsköpun á landsbyggðinni Það sem tekur við eru störf sem byggja á menntun, hugkvæmni og kjarki til að gera það sem gera þarf. Uppfært landbúnaðarkerfi þarf að styðja virka bændur óháð búgreinum og magni framleiðslu, að vissum skilyrðum uppfylltum. Fyrirmyndin í Evrópu kallast CAP, Sameiginlega landbúnaðarstefnan. Nýja stefnan nýtir markaðsöflin bændum og neytendum í hag og er umhverfisvæn sem hljóta að vera meginmarkmið endurskoðunar búvörusamninga sem unnið er að. Svo undarlegt sem það nú er þá er matur eina varan sem tolluð er inn í landið! Niðurfelling matar­ tollanna mun lækka verð kjöts, eggja og mjólkurvara um 35% eða svo. Lækkunin nemur um 100.000 kr. á mann á ári eða 400.000 kr. á fjögurra manna fjölskyldu. Hátt matvælaverð er stóralvarlegt fyrir fátækt barnafólk og tekjulága bóta­ þega. Svo hamlar það vexti ferða­ þjónustunnar um land allt því ferða­ menn eru líka neytendur. Í Evrópu er almennt opinn markaður með matvæli og verð mikið lægra en hér. Lækkun vaxta með alþjóðlegum gjaldmiðli kæmi landsbyggðinni líka vel. Tökum vel á móti framtíðinni Síðustu 100 ár sýna að þeir sem standa gegn þróuninni tapa. Opinn markaður með jarðir stuðlar að sanngjörnu verði. Gott verð nýtist seljendum í nýjum verkefnum og stuðlar að greiðari þróun atvinnu­ lífs og mannlífs. Erlendir kaupendur færa með sér fleira en fjármagn og auðga flóruna sem kemur sér almennt vel. Verum hugrökk og tökum vel á móti framtíðinni. Tilvísanir: betrilandbunadur.word press.com/ grafarvogsbuar.is/korpulfsstadir/ Svo undarlegt sem það nú er þá er matur eina varan sem tolluð er inn í landið! Niðurfelling matartollanna mun lækka verð kjöts, eggja og mjólkurvara um 35% eða svo. 1 6 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R18 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 6 -4 4 9 4 2 0 9 6 -4 3 5 8 2 0 9 6 -4 2 1 C 2 0 9 6 -4 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.