Fréttablaðið - 16.08.2018, Síða 34
Kristján Jóhannsson syngur á Berjadögum á Ólafsfirði, en þeir hefjast í dag, fimmtu-daginn 16. ágúst, og þeim lýkur sunnu-
daginn 19. ágúst. Berjadagar eru nú
haldnir í tuttugasta sinn og afmælis-
þemað er íslenska sönglagið. Krist-
ján kemur fram á hátíðartónleikum
í Ólafsfjarðarkirkju föstudagskvöld-
ið 17. ágúst ásamt Bjarna Frímanni
Bjarnasyni sem leikur á píanó, Ólöfu
Sigursveinsdóttur sellóleikara, Eyj-
ólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara og
Veru Panitch fiðluleikara.
Gleðin við völd
„Ég held að ég hafi ekki sungið kons-
ert í kirkjunni í ein fjörutíu ár. Nú
er komið að því og það er yndislegt.
Þetta er eins og heimkoma eftir öll
þessi ár að fá að syngja þarna aftur.
Nú verður gleðin við völd. Ég er
alltaf hamingjusamur þegar ég fæ
ástæðu til að fara norður,“ segir
Kristján. „Ég mun syngja nánast
alfarið íslensk lög en ætla kannski
að gefa þeim eina ítalska aríu eða
svo. Það eru ansi mörg ár síðan
ég hef gert prógramm bara með
íslenskum lögum. Ég hef sennilega
ekki sinnt íslenskum sönglögum
nægilega í þessi fjörutíu ár. Ég mun
syngja mestmegnis einsöng en síðan
er þarna einn dúett, Sólsetursljóð
eftir séra Bjarna Þorsteinsson prest
á Siglufirði, sem ég syng með ungum
söngvara, Eyjólfi Eyjólfssyni.“
Vinnur með amerísku kompaníi
Það er ýmislegt annað á dagskrá
hjá Kristjáni. „Í tvö ár hef ég verið
að vinna í amerísku kompaníi, La
Musica Lirica, og Brygida Bziukie-
wicz, söngkona og prófessor við
háskólann í Michigan, er þar í for-
svari. La Musica Lirica heldur árlega
sumarnámskeið fyrir unga óperu-
söngvara á Norður-Ítalíu. Ég hef
að hluta til umsjón með áheyrnar-
prufum fyrir söngvara og vel þá í
verkefni og síðan undirbý ég aðal-
söngvarana sönglega fyrir sviðið.
Við fluttum þrjár óperur á Ítalíu í
sumar og verðum með þrjár næsta
sumar, Rigoletto, Gianni Schicchi
og Ástardrykkinn. Þetta eru óperur
sem ég þekki auðvitað mjög vel. Ég
vona að ég fái leyfi til að vera með
áheyrnarpróf fyrir íslenska söngv-
ara í vetur hér á landi, þannig að
þeir þurfi ekki að fljúga út til að fara
í þessi próf. Tveir af mínum bestu
nemendum, Gunnar Björn Jónsson
og Aðalsteinn Már Ólafsson, tóku
þátt í námskeiðinu í sumar og ég
var afskaplega stoltur af þeim. Þeir
stóðu sig frábærlega vel. Mér væri
ánægja af að fara með fleiri íslenska
söngvara þangað næsta sumar. Ég
hef unun af að vinna með ungu
fólki, það viðheldur lífsgleði minni.“
Í félagsskap með Callas og
Pavarotti
Þess má að lokum geta að geisla-
diskur með upptöku á óperunni
Aidu frá árinu 1992 þar sem Kristján
syngur ásamt Mariu Chiara og Juan
Pons, og fleirum, hefur selst í rúm-
lega fimm milljónum eintaka. „Þetta
er óskaplega gaman þótt ég fái ekki
krónu fyrir þetta!“ segir Kristján.
Á safndiskum The Best Opera
Arias sem Halidon gefur út er að
finna upptöku á söng Kristjáns
á aríunni Celeste Aida. Söngvar-
arnir á disknum eru meðal þeirra
frægustu í óperusögunni og má þar
nefna Mariu Callas, Renötu Tebaldi,
Luciano Pavarotti og Guiseppe di
Stefano. „Það kitlaði mig mikið að
frétta að ég væri í svo góðum félags-
skap,“ segir Kristján.
Schubert og Haydn
Auk söngs Kristjáns á tónleik-
unum í Ólafsfjarðarkirkju á
föstudagskvöld verður spiluð
„Arpeggi one” sónata eftir Schu-
bert í flutningi Ólafar Sigursveins-
dóttur og Bjarna Frímanns Bjarna-
sonar. Eyjólfur Eyjólfsson tenór
syngur þjóðlög úr ranni Haydns
við undirleik Veru Panitch, Ólafar
og Bjarna Frímanns. Bjarni Frí-
mann leikur síðan einleik á slag-
hörpuna í Ólafsfjarðarkirkju.
Upplýsingar um viðburði og
listamenn á hátíðinni er að finna
á heimasíðunni berjadagar-art-
fest.com.
Ég vona að Ég fái
leyfi til að vera
með áheyrnarpróf fyrir
íslenska söngvara í vetur
hÉr á landi, þannig að þeir
þurfi ekki að fljúga út til
að fara í þessi próf.
Eins og heimkoma
eftir öll þessi ár
kristján jóhannsson syngur á Berjadög-
um á ólafsfirði. heldur sig aðallega við ís-
lensk lög. sér um námskeið hjá amerísku
kompaníi. geisladiskar rokseljast.
„Ég er alltaf hamingjusamur þegar ég fæ ástæðu til að fara norður,“ segir Kristján. FrÉttABlAðið/SiGtryGGUr Ari
TónlisT
lord of the Rings: Two Towers
HHHHH
Kvikmyndatónleikar
Eldborg í Hörpu
Sunnudagur 12. ágúst
Lord of the Rings: Two Towers sýnd
við lifandi tónlistarflutning.
tónlist: Howard Shore.
Flytjendur: SinfoniaNord lék, Söng-
sveitin Fílharmónía og Barnakór
Kársnesskóla söng.
Aðrir: Emilíana Torrini, Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson, Þórunn
Geirsdóttir, Magnús Ragnarsson,
Álfheiður Björgvinsdóttir og Sjöfn
Finnbjörnsdóttir.
Í annarri myndinni í Hringadrótt-
inssögu á Frodo virkilega bágt. Hann
ber máttarhringinn í keðju um háls-
inn. Hringurinn verður þyngri og
þyngri eftir því sem þeir Sam nálgast
Mordor. Það reynir á hálsvöðvana.
Mér leið líka illa í hálsinum á mynd-
inni, sem sýnd var við lifandi tón-
listarflutning í Eldborginni í Hörpu
á sunnudagskvöldið. Ég bar þó ekki
máttarhring í keðju, heldur sat ég
mjög framarlega í Eldborginni, á
ellefta bekk. Sýningartjaldið var svo
hátt uppi fyrir ofan sviðið að maður
var kominn með hálsríg eftir korter.
Og myndin tekur þrjá tíma, takk
fyrir.
Ekki bætti að hljóðfæraleikararnir
á sviðinu voru með lesljós. Þessi ljós
voru afar skær og voru í beinni sjón-
línu. Þau skáru óneitanlega í augun
og drógu töluvert úr hinni sjónrænu
upplifun.
En hvaða hljóðfæraleikarar?
Þarna var líka stór kór og barnakór.
Hvaða kórar voru það? Og hver var
hljómsveitarstjórinn? Það var ekki
á hreinu. Engin tónleikaskrá var til
að glöggva sig á, og í textanum sem
birtur var á heimasíðu Hörpu var
ekki orð um flytjendur. Emilíana
Torrini var þar ein á blaði, en samt
var hún í pínulitlu hlutverki, söng
bara Gollum’s Song þegar kredit-
listinn rúllaði yfir tjaldið í lok
myndarinnar. Það er örstutt lag. Á
heimasíðu Hörpu var sagt að hún
hefði samið það. Eftir því sem næst
verður komist er það ekki rétt,
a.m.k. er hún aðeins titlaður flytj-
andi í kreditlista myndarinnar.
Í uppklappinu birtist loksins á
skjánum texti um flytjendur. Hann
var í skötulíki. SinfóníaNord var
nefnd, einnig Kór Söngsveitar Fíl-
harmóníu og Barnakór Kársnes-
skóla. Þarna voru líka örfá önnur
nöfn, en ekki orð um hvaða hlut-
verki fólkið gegndi. Og hvergi var
nafn hljómsveitarstjórans.
Þetta verður að kallast klúður,
því flytjendur, og ekki síst hljóm-
sveitarstjórinn, sem hér verður fram-
vegis kallaður „Einhver“, stóðu sig öll
prýðilega. Þau áttu betra skilið.
„Einhver“ var frábær. Allar tíma-
setningar voru fullkomnar, bæði inn-
komur og takturinn. Hljómsveitin
spilaði af miklu öryggi og það var
gríðarleg stemning í leiknum. Kór-
arnir voru líka magnaðir. Söngurinn
var þéttur og fókuseraður, og ágæt-
lega samtaka.
Tónlistin, sem er eftir Howard
Shore, er dásamleg. Í lok fyrstu
myndarinnar tvístrast föruneyti
hringsins í þrennt, og í næstu mynd
er sagan þríþætt. Hver hluti hefur
sína tónlist, en kaflarnir skarast
aftur og aftur. Stefin eru ávallt gríp-
andi, hljómarnir safaríkir; tónlistin
er afar mikilvægur hluti myndarinn-
ar. Á svona viðburði er hljóðblönd-
unin hins vegar öll vitlaus, talið á
það til að drukkna. Það er hægt að
fyrirgefa, músíkin er svo falleg að
hún á skilið slíka framsetningu af og
til. Þrátt fyrir skort á upplýsingum,
og slæma staðsetningu sýningar-
tjaldsins, var þetta því skemmtilegt
kvöld. Það var ekki síst að þakka
glæsilegri frammistöðu „Einhvers“
við stjórnvölinn, sem ég uppgötvaði
á endanum eftir krókaleiðum að hét
Shih-Hung Young. Jónas Sen
niðuRsTaða: Flottur flutningur, en
sýningartjaldið var óþægilega hátt uppi
sem gerði sjónræna upplifun erfiða.
Upplýsingar um flytjendur hefðu mátt
vera ítarlegri.
Tveir turnar í Hörpu – hver stjórnaði?
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
1 6 . á g ú s T 2 0 1 8 F i M M T u D a g u R26 M e n n i n g ∙ F R É T T a B l a ð i ð
menning
1
6
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
9
6
-2
B
E
4
2
0
9
6
-2
A
A
8
2
0
9
6
-2
9
6
C
2
0
9
6
-2
8
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K