Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 26

Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 26
formaður Afstöðu, á Akureyri. Við náðum mjög vel saman og hann sagði mér mikið um hvernig hlut- irnir eru í íslenskum fangelsum. Ég hef alltaf haft áhuga á mannrétt- indum og vildi vita hvernig hlutirnir virkuðu í þessu landi. Svo komst ég smám saman að því að þeir bara virka alls ekki.“ Mirjam lét sig réttindi samfanga sinna varða og þegar fangelsið á Hólmsheiði var tekið í notkun og kvenfangar voru fluttir suður frá Akureyri létu þær í sér heyra enda fangelsið alls ekki tilbúið til notkunar og aðstæður alls ekki viðunandi, sturturnar virkuðu ekki, dömubindi og sápur hafi ekki verið til og sængur föt vantað. Þá voru við- brigðin við flutning í svona öryggis- fangelsi gríðarleg enda hafi fangelsið á Akureyri einkennst af heimilislegri stemningu og vingjarnlegum sam- skiptum milli fanga og fangavarða. Þessi reynsla var ekki aðeins föng- unum erfið, segir Mirjam. „Fanga- verðirnir sem fylgdu okkur frá Akureyri tóku þetta líka nærri sér. Þeir grétu þegar þeir kvöddu okkur.“ Gift eftir þriggja mánaða kynni Mirjam var létt þegar kom að því að hún fengi að fara á Kvíabryggju sem er opið fangelsi. Og þar var Tómas. Hvernig kynntust þið Tommi? „Hann var á Kvíabryggju þegar ég kom, en var að bíða eftir að komast á Vernd. Hann segir alltaf að hann hafi orðið ástfanginn um leið og hann sá mig stíga út úr bílnum við Kvíabryggju. Ég fann líka strax að hann hafði áhuga á mér. Ég var samt alltaf hörð á því innra með mér að ég ætti ekkert erindi í samband, hvað þá hjónaband. Ekkert slíkt kom til greina af minni hálfu í upphafi. Svo man ég að Tommi átti dags- leyfi og ég gleymi aldrei hvað hann var klaufalegur þegar hann var að reyna að fá símanúmerið mitt. Hann ætlaði að útvega mér alþjóðlegt símkort svo ég gæti hringt til Hol- lands og var sem sagt á sinn klaufa- lega hátt að reyna að fá símanúm- erið mitt, undir því yfirskini að geta hringt í mig ef eitthvað kæmi upp í sambandi við það. Ég hló auðvitað að þessu innra með mér og vissi vel hvað klukkan sló. En lét hann svo hafa símanúmerið mitt. Hann var nefnilega í öðru húsi en ég á Kvía- bryggju en við fórum að tala saman á kvöldin. Þannig byrjaði þetta. Bara með vináttu og spjalli og við urðum mjög náin á mjög skömmum tíma. En ég merki alltaf þennan dag sem hann fór í dagsleyfið.“ Svo fór Tommi á Vernd en Mirjam varð eftir á Kvíabryggju. „Og svo bað hann mín bara. Ég veit ekki hvernig stóð á því en ég sagði strax já. Við höfðum bara þekkst í mánuð þann- ig að þetta bar mjög brátt að en ég bara vissi að þetta var rétt og hef aldrei séð eftir því. Við höfum verið gift í tvö ár.“ Og hvernig giftir maður sig í fang- elsi? „Tommi var náttúrulega kominn á Vernd en hafði samband við Kvía- bryggju og bað um leyfi fyrir okkur til að giftast. Þeirri beiðni var nú aldrei almennilega svarað. Við fundum bæði að það var allt gert til að fá okkur ofan af þessu. Ekki beint en við upplifðum það mjög sterkt. Svo var ég bara send með hraði aftur norður á Akureyri. Fékk ekki einu sinni að pakka niður. En við sáum við þeim og giftum okkur á Akureyri,“ segir Mirjam og glottir. „Ég verð vörðunum þar óendanlega þakklát fyrir hvað þeir gerðu athöfnina okkar fallega.“ Sýslumaðurinn á Akureyri gifti þau Mirjam og Tomma við styttuna af Helga magra rétt fyrir ofan fangelsið á Akureyri. Milli heims og helju Þótt Mirjam og Tommi hafi eflaust hlakkað til að Mirjam kæmist á Vernd og þaðan á ökklaband og þau gætu farið að huga að framtíð- inni saman, þurfti tilhugalífið enn að bíða. Mirjam er með meðfæddan hjartagalla og hefur verið undir eftirliti vegna þess alla ævi. Það var ekki fyrr en hún kom til Íslands að alvarleg veikindi fóru að láta á sér kræla. „Það tók mig ár að sannfæra þá um að ég væri hjartveik. Ég þurfti að fá sendar allar heilsufarsupplýs- ingar um mig frá Hollandi og jafnvel það dugði ekki til. Ég hætti að lokum að nenna að fara til læknisins, það er ekkert mark tekið á manni. Gott- skálk, hjartalæknirinn minn, sagði Tomma seinna að þeir hefðu ekki þurft að gera annað en hlusta mig til að sannfærast. Það ískraði í hjartanu á mér.“ Það var Tommi sem útvegaði Mirjam tíma hjá Gottskálk Gizurar- syni hjartalækni. „Þegar hann hafði skoðað mig sagði hann umyrða- laust: Þú þarft að fara í aðgerð.“ Og þegar tíminn kom, fór Mirjam undir hnífinn á Borgarspítalanum og gekkst undir hjartalokuskipti. Aðgerðin var erfið því ein ósæð- anna var ónýt og um hana þurfti að skipta. Aðgerðin tók 11 klukku- stundir og Mirjam lá á hjartadeild Landspítalans í mánuð eftir aðgerð- ina og var þungt haldin. Vegna þess hve veik hún var eftir aðgerðina gat hún ekki farið beint á Vernd. „Ég varð að fara heim því það gat enginn séð um mig á Vernd.“ Þeim tveimur mánuðum sem hún var heima að jafna sig eftir aðgerð- ina var bætt aftan við afplánunar- tímann. „Ég átti að losna af ökkla- bandinu í mars en afplánunin var lengd um tvo mánuði, af því að ég þurfti að fara í opna hjartaaðgerð,“ segir Mirjam og hristir hausinn yfir þessu landi sem hún á í einkenni- legu ástar-haturssambandi við. Hún tekur sem dæmi að til að fá að vera á Vernd og á ökklabandi þurfi hún að vera í vinnu. Það skipti engu þótt hún hafi vottorð frá Gott- skálk lækni um að hún þurfi hvíld og eigi ekki að vera í vinnu. „Þeim er alveg sama. Þetta eru reglurnar.“ Og Mirjam mætir til sinnar sjálfboða- vinnu hjá Hertex. Eftirlitið hringir á næturnar Mirjam er nú komin á ökklaband og þau hjónin búa saman í gömlu húsi á Akranesi. „Ég upplifði samt eigin- lega meira frelsi á Vernd en á ökkla- bandinu,“ segir Mirjam. En máttu ekki fara um allt og gera það sem þú vilt? „Jú, það er hugmyndin. Þegar maður er kominn á ökklaband á maður að vera að njóta frelsisins og aðlaga sig lífinu. En ég nýt einskis eins og staðan er og streitan sem þetta veldur hefur strax áhrif á hjartað,“ segir Mirjam og reynir að útskýra hversu erfitt það er að standa frammi fyrir því að vera svipt frelsinu aftur. „Enginn sagði mér hvaða áhrif það gæti haft fyrir mig að fá ákvörð- uninni um brottvísun breytt. Ef ég hefði átt val um að fara heim og koma ekki aftur í 20 ár eða vera hér og fara í fangelsi, þá er engin spurn- ing að ég hefði valið að fara heim. Ég get ekki hugsað mér að fara aftur í fangelsi. Þegar ég kærði ákvörðunina snerist það í rauninni ekki sérstak- lega um brottvísunina heldur var það 20 ára endurkomubannið sem við gátum ekki unað. Tommi á fjöl- skyldu hér og ef eitthvað kemur fyrir þá viljum við geta komið til Íslands.“ Þegar Mirjam er spurð um tengdaforeldra sína, glaðnar yfir henni. „Tengdamamma er frábær. Ég skil ekki orð af því sem hún segir en við eigum frábært samband og okkur þykir vænt hvorri um aðra.“ Sjálf er Mirjam einkabarn. „Ég á Mirjam hefur verið hestakona frá því hún var ung. Tómas gaf henni íslenskan hest skömmu eftir hjartaaðgerðina og nú hefur annar bæst við. Hér er Mirjam með Eldingu. FréTTablaðið/ErNir SýSlumanninum fannSt þetta bara æðiSlegt. þannig var andrúmSloftið fyrir norðan. Ég ber ómælda virðingu fyrir geSti davíðSSyni varð- Stjóra. Hann Sagði bara: það er Svo fallegur dagur, við förum bara HÉrna út á Hæð með at- Höfnina. Svo var bara öllum trillað út á Hæð. þetta var bara alveg dáSamlegur dagur. Tómas Ingi Þórarinsson Mirjam og eiginmaður hennar, Tómas Ingi Þórarinsson, kynntust á Kvíabryggju árið 2016. Þau giftu sig á Akureyri þremur mánuðum síðar. Tómas bað varðstjórann á Akureyri um leyfi meðan Mirjam var þar í afplánun og leyfið var fúslega veitt. Mirjam sækir mikinn styrk til eiginmanns síns og hann hefur verið henni ómetanlegur í baráttu við bæði veikindi og kerfið. Hann er hennar helsti túlkur og Mirjam til gremju er hann oft betur inni í hennar málum en hún sjálf. Tommi gaf Mirjam hest skömmu eftir erfiða hjartaaðgerð. Nú eiga þau tvo hesta og þeir eru orðnir helsta áhugamál þeirra hjóna. Tómas og ástin 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -8 F F 0 2 0 B 7 -8 E B 4 2 0 B 7 -8 D 7 8 2 0 B 7 -8 C 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.