Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 34

Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 34
Þeir sitja  að spjalli í stórri skrifstofu í hús-næði Sjúkrahúss Ísa-fjarðar, Guðmundur Gunnarsson viðskipta-fræðingur og Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur. Hurðin er opin í hálfa gátt og Gylfi býður okkur Sigtrygg Ara velkomin í „tennishöllina“ sína! Báðir eru þeir kumpánar nýráðnir í stórar stöður á svæðinu,  Guðmundur tekur við sem bæjarstjóri Ísafjarðar í dag, 1. september, og Gylfi hóf störf sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða (HVEST) fyrir mánuði. Guðmundur er Bolvíkingur og Gylfi frá Ísafirði en þeir kynntust á Akureyri. „Við vorum samtíða í Háskólanum á Akureyri, báðir í hópi aðkomufólks,“ rifjar Guð- mundur upp. „Já, og höfum verið dálítið samstiga síðan, ég tók við af honum sem afleysingamaður á fréttastofu RÚV á Ísafirði og báðir höfum við unnið fyrir skiptinema- samtökin AFS, ég í stjórn og hann framkvæmdastjóri,“ segir Gylfi. „Auk þess eru konan mín og Gylfi systkinabörn svo við hittumst líka í fjölskylduboðum,“ bætir Guð- mundur við, „og nú erum við báðir komnir hingað.“ Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til segir í fornu kvæði. Var það taugin ramma sem togaði ykkur vestur? „Ég hef alltaf talið mig Ísfirðing hvar sem ég hef verið og það var alltaf einn af kostunum að flytja alfarið vestur,“ segir Gylfi. „Ég sótti um stöðu framkvæmdastjóra Vest- fjarðastofu fyrr á þessu ári og þá fórum við Tinna kona mín í gegnum umræðuna. Hún er frá Flateyri og fjölskylda hennar býr hér. Ég fékk ekki þá stöðu en þegar þessi hjá HVEST var auglýst, sem hentaði mínum lærdómi algerlega, þá sótti ég um.“ Guðmundur segir þá báða eiga margt kunningjafólk syðra með rætur fyrir vestan sem hittist gjarn- an á æskuslóðunum um páska eða í sumarfríum. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hvenær á svo að flytja heim? enda blossar þá upp tilfinn- ingin: oh, það er svo þægilegt að búa hér.“ Þeir félagar segja þó ekki aðal- atriðið að telja hausa úr gamla skólaárganginum sem enn séu fyrir vestan eða komnir þangað aftur, samfélagið sé fjölbreyttara en svo. „Þegar maður kemur hingað reglu- lega, eins og við Gummi höfum gert, þá kynnist maður líka nýja fólkinu og það er bara heilmikill fjöldi,“ segir Gylfi. „Já,“ segir Guðmundur. „Ég hitti væntanlegt samstarfsfólk á bæjar- skrifstofunum í gær, helmingurinn af þeim sem sátu við borðið á sviðs- stjórafundi hafði engar tengingar vestur þegar þeir réðu sig, en sá tækifæri í störfum sem hentuðu og líka í fjölskylduvænu umhverfi. Þetta er kannski útivistarfólk sem vill vera nær náttúrunni en í borg- inni og sér líka kosti þess að ala börnin upp á stað þar sem ekki fara tveir klukkutímar á dag í að skutla og sækja.“ Nýir burðarásar í atvinnulífinu Gylfi telur bæði samfélag og atvinnu- líf fyrir vestan mun fjölbreyttara nú en fyrir nokkrum árum, þó ekki vilji hann segja að það hafi verið leiðinlegt og einsleitt áður. „Það eru komnir nýir burðarásar í atvinnu- lífið. Hér eru fyrirtæki sem byggja á nýsköpun og auðvitað líka ferða- þjónusta þó hún sé ekki í eins mikl- um mæli og af eins miklum þunga og á öðrum svæðum, sem getur líka verið gott og þýtt sóknarfæri. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fiskeldið dregið margt fólk vestur, enda hafa fyrirtækin borið gæfu til að vera með höfuðstöðvar sínar á staðnum. Sama má segja um Keresis hér á Ísafirði, það er með mörg störf fyrir vel menntað fólk. Í Þróunar- setrinu eru margar stofnanir ríkis og bæja með fólk í sérfræðistörfum og Háskólasetrið er fullt af nemendum og kennurum víða að, að ógleymd- um náttúrustofunum sem eru með ýmsa sérfræðinga í vinnu.“ Guðmundur kveðst vita mörg dæmi þess að útlendingum þyki gott að vera fyrir vestan og finnist auðvelt að fóta sig þar. „Nú er ég að koma úr starfi hjá skiptinemasam- tökunum sem snýst meðal annars um að ungt fólk komi til Íslands til ársdvalar og reyni að samlagast samfélaginu og læra tungumálið. Þar sá ég skarpar línur í því að þau ungmenni sem voru svo heppin að fá fjölskyldur úti á landi náðu miklu betur að kynnast fólkinu þar, gekk betur að læra málið og upplifa sig sem hluta af samfélaginu en þeim sem voru í borginni. Það helgast líka af því að krakkar sem koma til Reykjavíkur halda dálítið hópinn þar. Ég held þetta sé gott dæmi um að nándin er meiri í minni plássum og þar er hægara að mynda tengsl.“ Starfsmannamál í formlegu ferli Þeir Guðmundur og Gylfi virðast alveg með kosti þess að búa á lands- byggðinni á hreinu og fátt nefna þeir neikvætt við heimahagana, enn sem komið er. Enda telja þeir íbúum fyrir vestan þykja nóg komið af nei- kvæðum fréttum af svæðinu. „Fólki hér finnst fjölmiðlar engan áhuga hafa á Vestfjörðum nema þar séu frystihús að loka eða einhver að kvarta undan jarðgangaleysi. Við höfum báðir unnið sem fréttamenn og vitum að þetta er ekki svona ein- falt, heldur spurning um hvaðan röddin berst úr samfélaginu, hvern- ig hún berst og til hverra,“ segir Guð- mundur. Gylfi tekur undir það. „Ef stofn- unin mín er gúgluð þá eru fyrstu þrjátíu niðurstöðurnar fréttir af starfsmannaskiptum, yfirleitt í illu. Þetta eru vissulega fréttir en bara alls ekki einu fréttirnar. En auð- vitað hefur það hrein og bein áhrif á starfsemina ef stöðurnar sem við auglýsum fá ekki umsóknir af því að fólk heldur að hér sé allt í kalda koli.“ Heilbrigðisumdæmið sem Gylfi stjórnar nær yfir fimm sveitar- félög, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavík á norðursvæðinu og Vesturbyggð og Tálknafjörð á suðursvæðinu. „Við erum með tvö sjúkrahús, annað á Ísafirði og hitt á Patreksfirði og við erum með heilsu- gæslusel, þrjú hjúkrunarheimili og heimahjúkrun,“ lýsir Gylfi og kveðst vera svolítið á flandri. „Ég var á Pat- reksfirði í gær, þar eru 20% af starfs- fólkinu okkar enda sinnir það líka Tálknafirði og Bíldudal. Ísafjarðar- læknar sinna Þingeyri og Flateyri og fólk þaðan leitar hingað.“ En er búið að leysa þessi erfiðu starfsmannamál í stofnuninni sem hann minntist á? „Nei, það er ekki alveg búið að bíta úr nálinni með þau en starfs- andinn er mjög góður.“ „Ég spurði hann að þessu líka áður en þið komuð, hann er ekki bara að segja þetta við ykkur,“ skýt- ur Guðmundur inn í. „Leifar af málinu eru í formlegu ferli,“ heldur Gylfi áfram. „Það eru starfslokasamningar sem er verið að klára og þetta mál hefur engin áhrif á daglegan rekstur. Við erum með skemmtilegustu kaffistofurnar á svæðinu og frábært fagfólk,“ Guðmundur er frá Bolungarvík og Gylfi frá Ísafirði en þeir kynntust á Akureyri þegar þeir voru þar í hópi utanbæjarmanna í Háskólanum á Akureyri. FréttABlAðið/SiGtryGGur Ari Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Rígurinn milli bæja er á undanhaldi Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Ólafsson eru að flytja úr Reykjavík á Ísafjörð með konur og börn. Þar með snúa þeir aftur í heimahaga, eru hvor frá sínum bæ á Vestfjörðum og muna þá tíð þegar rígurinn milli þeirra bæja var áþreifanlegur. Mér hefur aldrei fund- ist neitt Mál að keyra vestur, þó það taki fiMM, sex klukkutíMa. en þekki fólk fyrir sunnan seM skilur ekki hvernig við getuM réttlætt það að keyra alla þessa vegalengd fyrir stuttan tíMa. þetta snýr öðru vísi við okkur seM eruM vön því. Gylfi ↣ 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -9 E C 0 2 0 B 7 -9 D 8 4 2 0 B 7 -9 C 4 8 2 0 B 7 -9 B 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.