Fréttablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 80
tekur hann fram en viðurkennir að stofnunin sé undirmönnuð. „Við eigum lausar stöður á Patreksfirði fyrir hjúkrunarfræðinga og þar er enginn starfandi sjúkraþjálfari núna sem er mjög alvarlegt. Okkur vantar sjúkraliða líka, við erum með lausa stöðu sálfræðings hér á Ísafirði og vorum að auglýsa stöður mannauðsstjóra og fjármálastjóra fyrir stofnunina, svo það eru mörg spennandi störf laus.“ Viðtalið er að snúast upp í atvinnuauglýsingu og Guðmundur bætir um betur með því að fullyrða að makar ættu líka að geta fundið störf við hæfi því víða fyrir vestan sé þörf á góðri fagþekkingu, reynslu og menntun. Gylfi bendir á að stjórnvöld séu meðmælt því að flytja störf út á land en jákvæðast sé að fólkið sjálft hafi frumkvæðið. „Konan mín, til dæmis, hún tók með sér helminginn af starfinu sínu hingað vestur. Hún er textasmiður á auglýsingastofu.“ Guðmundur segir í tísku að tala um að vinnan sé meira en vegg- irnir í kringum hana og þá fái fólk rómantískar hugmyndir um París og New York. „En af hverju ekki að vinna allt árið eða hluta þess í bæj- arfélagi þar sem er örlítið hægari taktur en í borginni og meiri nánd við fjölskylduna og náttúruna? Það væri líka alveg gott að störf sem hægt er að vinna hvar sem er væru auglýst þannig, án staðsetningar. Bara eins og oft er tekið fram að fólk af báðum kynjum sé hvatt til að sækja um.“ Nú langar mig að vita hvað konan hans Guðmundar heitir og hvað hún gerir. „Hún heitir Krist- jana Milla Snorradóttir og vinnur hjá ferðaskrifstofu sem heitir Nordic Visitor. Milla er Ísfirðingur og hefur sterkar taugar hingað eins og við Gylfi.” En er ekkert mál að fá húsnæði hér á Ísafirði? „Jú, það er reyndar talsvert mál. Það kom okkur eiginlega á óvart,“ svarar Guðmundur. „Gylfi og Tinna eru búin að finna leiguíbúð, ég er bara að skoða enn þá en það er ekk- ert ofboðslega mikið framboð. Fyrir mig sem bæjarstjóra eru það frábær teikn að ekki sé mikið af tómum húsum, heldur eftirspurn meiri en framboð.“ Er það samt ekki eitthvað sem bærinn þarf að bregðast við? „Jú, það er verið að byggja fjöl- býlishús niðri í bæ. Það sem vantar núna er að endurtaka leikinn frá Norðurtanganum sem var breytt úr fiskvinnsluhúsi í íbúðir, þær hent- uðu fólki úr stórum einbýlishúsum sem var að minnka við sig. Svo er verið að byggja lítil raðhús inni í Tunguhverfi og á teikniborðinu er uppbygging blandaðrar byggðar við hafnarsvæðið að Suðurtanga, sem er dásamlega fallegur staður. Þann- ig að það er verið að bregðast við stöðunni,“ upplýsir Guðmundur. „Bolungarvík, Hnífsdalur, Flat- eyri, Þingeyri, Suðureyri og Súðavík eru í seilingarfjarlægð frá Ísafirði. Það má líka hugsa þangað,“ bendir Gylfi á. Hlaupa og hjóla Guðmundur er fyrri til svars þegar þeir félagar eru inntir eftir áhuga- málum og nefnir strax útivist. „Við Milla kona mín erum bæði í utan- vegahlaupum og tilheyrum félags- skap sem heitir Náttúruhlaup. Komum hingað og tókum þátt í Vesturgötunni um það leyti sem var verið að auglýsa bæjarstjórastöðuna og ætli ég hafi ekki verið að æfa fyrir hlaupið þegar ákveðið var að láta slag standa og sækja um. Það var á miðri Óshlíðinni ef ég man rétt, sem er táknrænt. Svo söng ég – og við Gylfi báðir, talandi um þræði sem liggja saman – í Karlakórnum Esju. Menn þar eru dálítið fúlir út í okkur fyrir að stinga af. Eiginlega þeir einu sem ég hef hitt sem hafa eitthvað út á flutningana að setja. Mamma og pabbi eru mjög ánægð og okkar fólk hér fyrir vestan, við fáum ofboðslega hlýjar móttökur – en karlakórinn Esja er fúll.“ „Hér er hins vegar fjölbreytt kóra- „Skíðaganga er stærsta áhugamálið en svo er ég með tvö ung börn og hef ekki mikinn tíma fyrir annað,“ segir Gylfi. „Við fáum ofboðs- lega hlýjar mót- tökur – en karla- kórinn Esja er fúll,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið/SiG- tryGGur ari starf. Það er kirkjukórinn, Sunnu- kórinn og karlakórinn svo þú hefur úr mörgu að velja,“ segir Gylfi. „Já, en Esjumenn sjá ekkert þann kost,“ segir Guðmundur og við rifjum upp að Esja var í þáttunum Kórar Íslands og komst meira að segja í úrslit. Gylfi segir skíðagöngu í uppáhaldi hjá sér. „Ertu ekki Íslandsmeistari í skíðaskotfimi?“ spyr Guðmundur sposkur. „Jú, það er nú orðið dálítið síðan, sko.“ Hlær. „Ég var einhvern tíma Íslandsmeistari í skíðaskot- fimi 25 ára og yngri. Það er keppt í því einu sinni á ári. En mér hefur alltaf þótt gaman að koma hingað í heimsókn til tengdó og fara á skíði. Skíðaganga er stærsta einstaka áhugamálið mitt, en svo er ég með tvö ung börn og hef ekki mikinn tíma fyrir annað.“ Þeir virðast samtaka í barneign- um sem öðru, félagarnir, því Guð- mundur segir þau Millu líka vera með tvö börn. Eins og fram kom í upphafi er hinn nýi bæjarstjóri Ísfirðinga Bolvíkingur og hann segir það skemmtilega tilviljun að bæjar- stjórinn í Bolungarvík sé Ísfirðingur. „Þetta finnst fólki hér dálítið áhuga- vert því eitt sinn var rígur á milli þessara kaupstaða en er orðinn miklu minni en hann var. Ég man alveg þá tíma þegar hann var raun- verulegur. Þegar slegist var eftir böll. Maður þurfti bara að vera fljótur upp í rútuna hjá lúlla ef Maður ætlaði ekki að verða fyrir barðinu á einhverjuM ísfirðingi. Guðmundur Ekki vegna þess að það kastaðist í kekki heldur bara vegna upprunans. Maður þurfti bara að vera fljótur upp í rútuna hjá Lúlla ef maður ætlaði ekki að verða fyrir barðinu á einhverjum Ísfirðingi. En í dag er rígurinn undir miklu jákvæðari formerkjum. Það mætti líkja honum við samband systkina, þegar þau eru að vaxa úr grasi þola þau ekki hvort annað en á fullorðinsárum kemur kærleikurinn fram en samt pínu metingur. Ég held að breytingin standi líka í sambandi við íþrótta- félögin. Það var svo mikill rígur í fót- boltanum og sundfélögunum, alltaf verið að takast á, á vellinum eða í lauginni. Það er búið. Núna er þetta allt eitt íþróttasvæði og krakkarnir eru allir í sama félagi. Þeir eru bók- staflega í sama liði. Það hefur heil- mikið að segja. Þá er samkenndin fyrir hendi.“ Þetta hefur auðvitað í för með sér að liðin þurfa að fara út fyrir svæðið til að keppa en Guðmundur telur það lítið mál, enda samgöngur orðnar mun auðveldari en þær voru. „Ég held líka að fólki sem hér býr finnist ekkert mál að ferðast,“ segir Gylfi. „Mér hefur aldrei fund- ist neitt mál að keyra vestur, þó það taki fimm, sex klukkutíma. En þekki fólk fyrir sunnan sem skilur ekki hvernig við getum réttlætt það að keyra alla þessa vegalengd fyrir stuttan tíma. Þetta snýr öðru vísi við okkur sem erum vön því.“ Guðmundur er sama sinnis. „Þetta var tveggja daga ferðalag fyrir fjölskylduna þegar ég var krakki. Þá var alltaf gist í Hrútafirðinum eða í Djúpinu, sem er ákveðin rómantík í minningunni, þó bíllinn væri fullur af ryki. Fyrir okkur sem eigum rætur hér þá er  núna bara skreppitúr í bæinn.“ „Maður getur líka keypt sér ansi mörg flugför fyrir muninn á hús- næðiskostnaði,“ bendir Gylfi á. „Já, það er einfalt reikningsdæmi. Margt sem hægt er að gera fyrir hann,“ tekur Guðmundur heils hugar undir. „Fyrir utan annan kostnað, til dæmis í eldsneytiskostnað. Ísa- fjarðarbær er fullkominn til að hjóla allra sinna ferða og það er búið að gera frábæra hluti í stígagerð.“ „Já,“ segir Gylfi stoltur. „Við erum ekkert að búa þetta til. Samkvæmt lýðheilsuvísindum landlæknis er ekkert umdæmi á landinu með hærra hlutfall af virkum fararmáta í vinnu og skóla en heilsuumdæmið mitt. Sem sagt hvergi fleiri sem hjóla eða ganga.“ „Og þetta byggir á langri hefð,“ segir Guðmundur. „Villi Valli var alltaf á hjólinu sínu og afi minn, sem margir þekkja hér á Ísafirði, var aldrei kallaður annað en Gummi á hjólinu. Hann vann í Norðurtang- anum og fór allra sinna ferða á hjóli, ævina út. Ég man eftir mér hér á Ísa- firði sitjandi á púða á hjólinu hjá afa, því sama allan tímann.“ „Þetta er einn af stóru kostunum við að vera hér,“ samsinnir Gylfi „Þið eruð búnir að selja mér þetta,“ heyrist í útivistarmann- inum Sigtryggi Ara ljósmyndara sem nú vill fara að mynda þá félaga. „Við þurfum líka portrett af ykkur, hvorum fyrir sig fyrir myndasafnið“ segir hann. „Já, auðvitað, út af skandölunum sem við eigum eftir að flækja okkur í. Strax farið að hugsa fyrir þeim,“ segir Guðmundur hlæjandi og þeir Gylfi eru ekki lengi að láta sér detta nokkrar góðar fyrirsagnir í hug. En þá er komið að lokaspurning- unni: Ætla þeir að vera í Útsvarinu á RÚV í vetur? „Ekki ég,“ svarar Guðmundur að bragði. „Ég hef ekki heila í það.“ „Við hjónin vorum í liðinu síðast og besti vinur minn, hann Greipur,“ segir Gylfi. „Við komumst meira að segja í úrslit og Gísli Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri bað okkur strax að vera aftur. En svo tapaði hann kosningunum í vor og nú er búið að skipta um bæjarstjóra þannig að þátttaka okkar er í lausu lofti.“ Guðmundur bæjarstjóri tekur sig á. „Heyrðu, ætli við verðum ekki bara núna, ég og konan mín, og ein- hver vinur okkar!“ þá var allt- af gist í hrútafirð- inuM eða í Djúpinu, seM er ákveðin róMantík í Minning- unni, þó bíllinn væri fullur af ryki. Guðmundur ↣ 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 7 -9 9 D 0 2 0 B 7 -9 8 9 4 2 0 B 7 -9 7 5 8 2 0 B 7 -9 6 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.