Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 94

Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 94
Lestrarhestur vikunnar Ava Mehrarad 8 ára Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bóka- safnið í ykkar hverfi, veljið eitt pappírsdýr sem þið finnið á safninu, skrifið nafn, símanúmer, aldur og nafn á áhugaverðri bók sem þið hafið lesið og takið þannig þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Guðrún Margrét og Nanna Dóra voru á Silfurtorginu á Ísa-firði með mömmu sinni. Þær höfðu verið að kaupa smá skóladót í Pennanum þegar blaða- maður sveif á þær til að forvitnast um hvað þær hefðu keypt. Fleira vildi hann líka vita. Guðrún Margrét: Ég var að kaupa pennaveski og strokleður. En þú, Nanna Dóra? Ég fékk bitabox undir nestið því ég fer með nesti í skólann. Svo keypti ég líka pennaveski, svona bleikt. Nanna Dóra er einmitt að byrja í grunnskóla daginn eftir og auðvitað í fyrsta bekk. Leikskólagangan er að baki. Hlakkar þú til að byrja í stóra skólanum? Nanna Dóra (svolítið hikandi): Jaaá. Hvar eigið þið heima? Nanna Dóra: Við eigum heima í Hnífsdal. Og er skólinn ykkar þar? Guðrún Margrét: Nei, við komum hingað til Ísafjarðar í skóla. Skutlar mamma ykkur? Guðrún Margrét: Nei, við komum í skólabíl. En í hvaða bekk ferð þú, Guðrún Margrét? Ég fer í sjöunda bekk og verð hjá sama kennara og í fyrra en áður var ég með annan. Eruð þið eitthvað í íþróttum? Guðrún Margrét: Já, við verðum í alls konar íþróttum í skólanum. Nanna Dóra: Ég er líka í handbolta. Guðrún Margrét? Og ég í fótbolta. En hver er uppáhaldsmaturinn ykkar? Nanna Dóra: Grjónagrautur og slátur. Guðrún Margrét: Hakk og spag- ettí. Hafið þið farið eitthvað í ferðalag í sumar? Nanna Dóra: Við fórum á Tálkna- fjörð og vorum þar í nokkra daga, það var mjög gaman. Guðrún Margrét: Ég fór líka í Borgarnes til ömmu Möggu og svo í bústað með Kristjáni afa og Ebbu ömmu. Það var líka gaman. Þær eru sammála um að besti staðurinn á Íslandi sé Hnífsdalur. Guðrún Margrét: Svo búa Gunna amma og Dóri afi á Ísafirði og við förum oft til þeirra. Hnífsdalur besti staður á Íslandi Systurnar Guðrún Margrét Hólm og Nanna Dóra Ólafsdóttir voru nýkomnar úr bóka- búðinni á Ísafirði með sitthvað fyrir skólann. Guðrún Margrét og Nanna Dóra voru á Ísafirði að kaupa nauðsynjar fyrir skólann sem átti að byrja daginn eftir. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari Hvað er skemmtilegast við bækur? Það er svo gaman að lesa þær, sumar eru mjög þykkar og þær eru skemmtilegar því í þeim er svo mikil saga. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Síðasta bókin sem ég las var bók um Huldu Völu (höf. Diana Kimpton) sem heitir Týndi fjársjóðurinn. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Fyrstu uppáhaldsbækurnar mínar voru Huldu Völu-bækurnar og bækurnar um Binnu B (höf. Sally Rippin). Hvers lags bækur þykir þér skemmtilegastar? Mér finnst ævin- týri skemmtileg og líka seríubækur. Í hvaða skóla gengur þú? Ég er í Vogaskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, ég fer oft á bókasafnið og í hvert sinn sem ég kem, tek ég nýjar bækur. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst badminton skemmtilegt og svo er fótbolti dálítið skemmtilegur líka. Ef þú ætlaðir að skrifa bók, um hvað ætti hún að vera og hvað myndi hún heita? Mér finnst mjög gaman að skrifa sögur og er búin að skrifa margar. Ein heitir Töfrahnetur og er um íkorna sem býr til töfrahnetur, en svo kemur vond dís og stelur hnetunum og íkorninn reynir að finna þær aftur. Önnur heitir Strákurinn í skóginum og er um strák sem er úti í skógi. Refur tekur hann og reynir strákurinn allt sem hann getur til að komast burt frá honum. ava var hæstánægð með Harry Potter. Lausn á gátunni Þetta er Tjaldur? Konráð á ferð og ugi og félagar 316 Veist þú hvaða fugl þ etta er? Er þetta, sva rtbakur, teista eða tj aldur? ? ? ? „Það verður nú að viðurkennast,“ sagði Kata full aðdáunar, „að þessi fugl er mjög ottur á litinn.“ „Svartur og hvítur eru nú varla litir,“ sagði Lísaloppa. „Það er þessi skæri appelsínuguli litur sem gerir svarta og hvíta litinn svo ottan,“ sagði Kata. Lísaloppa hafði sjaldan heyrt Kötu lýsa svona mikilli aðdáun á nokkrum hlut. En rétt var það, þessi fugl var fallegur. En hvaða fugl skyldi þetta vera? ? 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r50 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð krakkar 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 7 -6 8 7 0 2 0 B 7 -6 7 3 4 2 0 B 7 -6 5 F 8 2 0 B 7 -6 4 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.