Fréttablaðið - 31.08.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 0 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 3 1 . á g ú s t 2 0 1 8
Stækkaðu heiminn og tryggðu þér besta verðið með áskriftarkorti
borgarleikhus.is
Byggingin á Hlemmi er fjörutíu ára í dag og verður athöfn af því tilefni klukkan 16. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur ávarp og Unnur María Máney Bergsveinsdóttir segir frá menn-
ingunni í kringum Hlemm um borð í gömlum strætisvagni. Gunnar Hansson teiknaði Hlemm sem hefur verið ein af aðalskiptistöðvum Strætós. Nú er þar Mathöll. Fréttablaðið/Eyþór
Viðskipti Fjárfestar sem taka þátt í
skuldabréfaútboði WOW air, sem
gert er ráð fyrir að klárist innan
tveggja vikna, munu einnig fá kaup-
rétt að hlutafé í flugfélaginu þegar
það verður skráð á hlutabréfamark-
að sem nemur helmingi af höfuðstól
skuldabréfanna.
Þeir sem kjósa að nýta umræddan
kauprétt munu jafnframt fá að eign-
ast hlutabréfin á gengi sem verður
20 prósentum lægra en skráningar-
gengi félagsins. Nokkrir erlendir
fjárfestar hafa nú þegar skráð sig
til þess að kaupa verulegan hluta
útboðsins.
Þetta staðfestir Skúli Mogensen,
forstjóri og eini hluthafi WOW air, í
samtali við Fréttablaðið. Hann segir
skuldabréfaútboðið núna formlega
hafið eftir að félaginu hafi tekist að
fá breiðan hóp erlendra fagfjárfesta
til þess að skrá sig fyrir stórum hluta
útboðsins á umræddum kjörum.
Ekki liggur fyrir hver endanleg
stærð útboðsins verður en ráðgert
er að það verði allt að tólf milljarðar
króna.
Vextir á skuldabréfunum verða
í kringum níu prósent og að sögn
Skúla eru kjörin „ásættanleg miðað
við markaðsaðstæður“. Skúli segir
„jákvætt“ ef fjárfestar vilji með þessu
móti taka þátt í fyrirhugaðri hluta-
fjáraukningu WOW air þegar félagið
verður skráð á markað á næstu 18 til
24 mánuðum. Aðspurður telur hann
að flugfélagið verði fullfjármagnað
fram að þeim tíma eftir að skulda-
bréfaútboðinu lýkur.
Skúli hefur síðustu tvær vikur,
ásamt stjórnendum og ráðgjöfum
norska verðbréfafyrirtækisins
Pareto Securities, fundað með fjöl-
mörgum fjárfestum í tengslum við
skuldabréfaútgáfuna, einkum í
Norður-Evrópu. Þá voru haldnar
kynningar fyrir íslenska fjárfesta í
lok síðustu viku, meðal annars líf-
eyrissjóði, sjóðastýringarfélög og
einkafjárfesta, en ekki er búist við
því að þeir taki þátt í útboðinu.
Í drögum að fjárfestakynningu
Pareto vegna skuldabréfaútboðsins
var ekki gert ráð fyrir útgáfu skulda-
bréfa með kauprétti en þó var ljóst
að skilmálar útboðsins gætu breyst í
samræmi við viðbrögð og ábending-
ar fjárfesta á fundunum með stjórn-
endum WOW og Pareto. – hae, kij
Skúli tryggt sér milljarða króna
Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlend-
ir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent.
45
milljóna dala rekstrartap var
á síðustu tólf mánuðum.
Fréttablaðið í dag
skOðun Skömmin er notuð til
þess að halda fólki í skefjum,
segir Þórlindur Kjartansson. 9
spOrt Það styttist óðfluga
í leikinn mikilvæga á móti
Þýskalandi. 12
Menning Bára Kristinsdóttir
sýnir ljósmyndir frá nælonhúð-
unarverkstæði. 18
lÍFið Júníus
Meyvant
gefur út nýtt
og ferskt lag í
dag. 26
plús 2 sérblöð
l Fólk l HOllt Og bragðgOtt
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
B
5
-A
8
5
C
2
0
B
5
-A
7
2
0
2
0
B
5
-A
5
E
4
2
0
B
5
-A
4
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K