Fréttablaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 6
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is mánudaginn 3. september, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold L is tm un au pp bo ð nr . 1 1 1 Forsýning á verkunum föstud. kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. kl. 12–16 og mánud.10–17 Landbúnaður Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyja- firði hefur skilað því að rafmagns- reikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raf- orkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðar- samband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforku- kaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samning- um og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orku- sölunni. „Það er hörkusamkeppni á raf- orkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasam- tökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dóttur- félag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyr- irtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum. sveinn@frettabladid.is Bændur hyggja á fleiri útboð um raforkukaup Bændur í Eyjafirði ætla að ganga til viðræðna við Orkusöluna eftir að þeir stóðu fyrir útboði á raforkukaupum. Formaður Bændasamtakanna segir eðlilegt að skoða hvort safna þurfi öllum bændum saman til að fá hagstæðara raforkuverð. Bændur í Eyjafirði náðu lægra raforkuverði í útboði. FréttaBlaðið/auðunn Einboðið að Bænda- samtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna. Sindri Sigurgeirs- son, formaður Bændasamtaka Íslands Goðsögn á heimavelli Bæjarlistamaðurinn og goðsögnin Björgvin Halldórsson kom fram í fullum sal Bæjarbíós í Hafnarfirði í gærkvöldi. Tónleikarnir voru liður í fimm daga tónlistar- og bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar. Fjölmargir hafa komið þar fram. Hátíðinni lýkur á sunndag. FréttaBlaðið/Sigtryggur ari dómsmáL Landsréttur hefur stað- fest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra Þór Stef- ánssyni. Héraðsdómur kvað upp úrskurðinn á föstudag en hann var kærður til Landsréttar. Sindri verður í farbanni þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október 2018. Sindri var ákærður í júlíbyrjun, ásamt sex öðrum, fyrir þjófnað á um 600 tölvum úr þremur gagnaverum í desember og janúar. Tölvurnar eru metnar á um 200 milljónir króna en um er að ræða tölvur sem framleiða Bitcoin og aðra rafmynt. Þær hafa ekki komið í leitirnar. Í apríl fór Sindri af landi brott eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi að Sogni. Hann flaug til Svíþjóðar en lögregla hafði uppi á honum í Amst- erdam, fimm dögum síðar. – smj Enn í farbanni Sindri Þór Stefánsson mætir í dómsal. FréttaBlaðið/Ernir FrakkLand Leikarinn Gérard Depar- dieu er sakaður um nauðgun og kyn- ferðisofbeldi. Franskir miðlar greina frá þessu. Ung leikkona segist fórnar- lamb leikarans. Lögmaður Depar- dieus sagði við fréttastofu AFP að hann neitaði alfarið sök. „Ég átti langan fund með Gérard Depardieu og er algjörlega viss um að sakleysi hans verður sannað,“ sagði lögmaðurinn svo við France Info. Leikkonan kærði Depardieu til lög- reglu á mánudaginn en Depardieu er einn af þekktustu leikurum Frakk- lands. Hefur hann leikið í myndum á borð við Cyrano de Bergerac og Jean de Florette. Glæpurinn sem Depardieu er sak- aður um á að hafa átt sér stað fyrr í mánuðinum á einu heimila hans í París. Umboðsmaður leikkonunnar sagði meinta árás hafa haft afar slæm áhrif á hana. – þea Viss um sakleysi Depardieu gerard Depardieu. EVróPumáL Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að vinna skýrslu um aðild Íslands að EES-samningnum. Segir í tilkynn- ingu að tímabært sé að gera ítar- lega úttekt á þessu. Liðin séu 25 ár frá gildistöku EES-samningsins og fram undan séu þáttaskil í Evrópu- samrunanum vegna Brexit. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra og alþingismaður, verður for- maður starfshópsins. Auk hans sitja í hópnum Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og Bergþóra Heimis- dóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Með skýrslunni á að koma til móts við samþykkt á Alþingi fyrr á árinu um að kostir og gallar aðildar Íslands að EES-samningnum yrðu skoðaðir. Starfshópurinn fær tólf mánuði til verksins. – sar Björn formaður EES-starfshóps Fleiri myndir frá bæjarhátíðinni í Hafnarfirði er að finna á Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS 3 1 . á g ú s t 2 0 1 8 F Ö s t u d a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 3 1 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 5 -D 4 C C 2 0 B 5 -D 3 9 0 2 0 B 5 -D 2 5 4 2 0 B 5 -D 1 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.