Fréttablaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 28
Hollusta rauðrófna er óumdeild enda komnar í flokk með svoköll- uðum ofurfæðutegundum. Þær eru mjög ódýrar og hægt að elda á ýmsa vegu, t.d. sjóða og baka. Hér er skemmtileg uppskrift að kart- öflu- og rauðrófusalati sem hæfir flestu kjöti og fiski. Fyrir 4-6 750 g nýjar kartöflur, skornar í helminga 3 egg 2 msk. af góðu majónesi 2 msk. grísk jógúrt (eða sýrður rjómi) 1 msk. piparrótarmauk Salt og svartur pipar 4 vorlaukar, smátt saxaðir 250 g eldaðar rauðrófur, skornar í litla teninga Sjóðið kartöflurnar í léttsöltu vatni í 10-12 mín. eða þar til þær eru mjúkar (þó ekki of mjúkar). Sigtið mesta vökvann af og kælið. Sjóðið eggin í átta mínútur. Kælið og skerið hvert egg í litla bita. Blandið saman majónesi, jógúrt og piparrót í stóra skál. Kryddið með salti og pipar og bætið stórum hluta af vorlauknum út í. Setjið kartöflurnar og rauð- rófurnar út í majónesið og blandið varlega saman. Setjið eggjabitana yfir salatið ásamt afganginum af vorlauknum. Berið fram. Kartöflu- og rauðrófusalat Kál og sellerípinnar 1 bolli vatn 2½ bolli grænkál 2 græn epli 1 bolli ananas skorinn í bita ½ bolli steinselja 1 agúrka skorin í bita 2 sellerístilkar 2 msk. sítrónusafi 2 msk. hunang (má sleppa) Dembið öllu í blandarann og þeytið þar til allt er orðið mjúkt. Hellið blöndunni í íspinnamót og frystið. Grænt ofan í grislingana  Lárperupinnar 1 lárpera afhýdd og skorin í bita 2 kíví afhýdd og skorin í bita 400 ml kókosvatn Safi úr einni límónu Dembið öllu í blandarann og þeytið þar til allt er orðið mjúkt. Hellið blöndunni í íspinnamót og frystið. Grunnur að góðri máltíð www.holta.is 100% kjúklingur Allur Holta kjúklingur er 100% náttúrulegur. Þú getur verið viss um að þegar þú kaupir Holta kjúkling ertu að fá vöru sem nýtur virðingar hjá meistarakokkum, hvar sem þá er að finna. HO LTA KJÚKLINGUR 8 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . áG ú S t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RHoLLt oG BRAGÐGott Vel kryddað blómkál í tortillu eða pítubrauði er afskaplega góður réttur sem á uppruna sinn í Marokkó. Uppskriftin er miðuðu við einn. ½ lítill blómkálshaus ½ tsk. cumin ½ tsk. túrmerik ½ tsk. þurrkað engifer ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar 4 kirsuberjatómatar ¼ laukur 1 msk. möndluflögur Góð ólífuolía 1 pítabrauð eða tortillukaka Ferskt kóríander Hitið ofninn í 200°C. Skolið blóm- kálið og skerið niður. Blandið öllu kryddi saman og veltið blóm- kálinu upp úr því. Skerið tómatana í tvennt. Setjið allt í eldfast mót og dreifið möndlunum yfir. Vætið með ólífuolíu. Bakið í ofni í 20 mín. Hitið brauðið og setjið blómkál, tómata og lauk í það. Skreytið með fersku kóríander. Með þessu má hafa jógúrtsósu eða aðra sósu eftir smekk en það þarf ekki. Kryddað blómkál Vel kryddað blómkál í brauði. 3 1 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 5 -C A E C 2 0 B 5 -C 9 B 0 2 0 B 5 -C 8 7 4 2 0 B 5 -C 7 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.