Fréttablaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 10
ÍR - Fram 2-3
0-1 Frederico Saraiva (6.), 1-1 Jón G, Ström
(víti) (45.), 1-2 Már Ægisson (49.), 2-2 Andri
Jónasson (72.), Jökull S. Ólafsson (90.).
Selfoss - Leiknir R. 1-2
0-1 Ólafur H. Kristjánsson (13.), 1-1 Hrvoje
Tokic (79.), Sólon B. Leifsson (90.).
Nýjast
Inkasso-deild karla
Haukar - Fjölnir 2-4
Inkasso-deild kvenna
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Ódýr blekhylki
og tónerar!
Fótbolti Svava Rós Guðmundsdótt-
ir, leikmaður íslenska kvennalands-
liðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega
spennt fyrir verkefnum landsliðsins
á næstu dögum. Fram undan er einn
stærsti leikur íslenska kvennalands-
liðsins frá upphafi þegar þær mæta
áttföldum Evrópumeisturum og tvö-
földum heimsmeisturum Þýskalands
en með sigri kemst kvennalandsliðið
í fyrsta sinn í lokakeppni HM.
„Stemmingin er mjög góð, við
erum allar mjög spenntar að takast
á við þetta verkefni og við stefnum
allar í sömu átt. Við förum í leikinn
til að vinna hann og taka þrjú stig en
við sjáum hvað verður,“ sagði Svava,
aðspurð hvort það myndi trufla
stelpurnar að jafntefli gæti dugað í
aðdraganda leiksins.
Þær munu fara vel yfir leikinn
enda eru þær búnar að vera með
augastað á þessum leik í langan
tíma.
„Þetta er búið að vera löng bið
sem hefur þó liðið ágætlega hratt
sem betur fer. Við vorum farin að
undirbúa þennan leik fyrir síðasta
leikinn (innsk. gegn Slóveníu í
sömu undankeppni) og við erum
vel undir búin. Við vitum að þær
eru með gríðarlega sterkt lið,“ sagði
Svava en búast má við að Ísland
verjist af krafti.
„Þetta mun krefjast einbeitingar,
við vitum að við þurfum að verjast
mikið og að við þurfum að nýta
okkur styrkleika okkar. Leikurinn
í Þýskalandi er gott fordæmi, þar
gekk leikplanið vel upp og við
fórum heim með þrjú stig.“
Svava hefur verið iðin fyrir fram-
an markið í undanförnum leikjum
hjá félagi sínu í Noregi og vonaðist
að sjálfsögðu eftir því að fá tæki-
færið á laugardaginn.
„Það er undir mér komið að gera
tilkall til sætis, ég vonast auðvitað
eftir því að fá að spila á laugardag-
inn eins og allir leikmennirnir en
það verður að koma í ljós,“ sagði
Svava sem hefur skorað í fimm af
síðustu sex leikjum fyrir Röa.
„Það hefur gengið vel í Noregi, ég
er að finna mig vel í fremstu víglínu
fyrir framan markið. Ég hef yfirleitt
verið á köntunum að leggja upp
mörkin en þetta er annar möguleiki
sem ég get boðið upp á.“ – kpt
Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila
Leikurinn í Þýska-
landi er gott for-
dæmi, þar gekk leikplanið
vel upp og við fórum heim
með þrjú stig.
Svava Rós Guð-
mundsdóttir
Fótbolti Hallbera Guðný Gísladóttir
leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland
tekur á móti Þýskalandi í undan-
keppni HM á morgun. Leikir íslenska
kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef
aldrei verið af þessari stærðargráðu
en með sigri tryggja Íslendingar sér
farseðilinn til Frakklands þar sem
HM fer fram að ári.
„Andinn í hópnum er mjög góður
eins og vanalega. Þetta er mjög
skemmtilegur og samstilltur hópur
og maður finnur að það er kraftur
og trú í honum. Það stefna allir í
sömu átt og það er gott að koma inn
í þannig hóp,“ segir Hallbera í sam-
tali við Fréttablaðið.
Hún segist hafa beðið lengi eftir
leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að
við komum okkur í þá stöðu að þetta
yrði úrslitaleikur er maður búinn að
bíða eftir honum. Það er mikil til-
hlökkun og gaman að það sé komið
að þessu,“ segir Hallbera.
Öll athyglin hefur beinst að Þýska-
landsleiknum en þremur dögum
síðar mætir Ísland Tékklandi á Laug-
ardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst
mikilvægur vinni Íslendingar ekki
Þjóðverja á morgun. En er hættulegt
að einblína svona mikið á annan
leikinn frekar en hinn?
„Við vitum alveg að við erum að
fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn
gæti líka orðið úrslitaleikur en eins
og staðan er núna gætum við komist
á HM í næsta leik. Það er alveg eðli-
legt að einbeitingin fari á hann. Við
tökum bara einn leik fyrir í einu,
þessi klassíska setning.“
Leikmenn og þjálfarar íslenska
liðsins hafa ítrekað að liðið muni
spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafnt-
efli yrðu hins vegar góð úrslit en þá
þyrfti Ísland að vinna Tékkland á
þriðjudaginn til að tryggja sér sæti
á HM.
„Við búumst ekki við því að
stjórna ferðinni og það liggur á okkur
og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur
tökum við jafntefli. Að sama skapi
verða þær ekki sáttar með það. Jafn-
tefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði
Hallbera.
Sem kunnugt er vann Ísland fyrri
leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan
þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara
og náð vopnum sínum á nýjan leik.
Hallbera segir erfitt að meta það
hvort þýska liðið sé sterkara núna
en það var fyrir ári.
„Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt
það vanti einhverja lykilmenn hjá
þeim eru þær með það sterkan hóp
að annar mjög góður leikmaður
kemur inn. Breiddin hjá Þýska-
landi er fáránlega mikil. Þjóðverjar
eru alltaf með eitt af bestu liðum í
heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska
liðið betra en fyrir ári?
„Það er góð spurning. Við erum
á góðri vegferð. Við höfum fengið
nýja leikmenn inn á meðan aðrir
hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að
samstilla sig og slípa sig saman. Við
erum allar klárar í verkefnið.“
Uppselt er á leikinn á laugardag-
inn og það er því ljóst að áhorfenda-
metið á kvennalandsleik á Laugar-
dalsvelli verður slegið.
„Það er ótrúlega gaman,“ sagði
Hallbera. „Það er miklu skemmti-
legra að spila þegar það er stemming
á vellinum. Þetta gefur okkur auka
kraft þótt aðaleinbeitingin verði á
leiknum og hvað við ætlum að gera
inni á vellinum.“
ingvithor@frettabladid.is
Við erum á góðri vegferð
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera
Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið.
Íslenska kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Þýskalandi á morgun. Sigur kemur Íslandi á HM. FRéttabLaðIð/EyÞóR
Hallbera Guðný
Gísladóttir.
Hörður mætir
meisturunum
Fótbolti Hörður Björgvin Magnús-
son og félagar í CSKA Moskvu dróg-
ust í riðil með Evrópumeisturum síð-
ustu þriggja ára, Real Madrid, þegar
dregið var í riðlakeppni Meistara-
deildar Evrópu í gær.
Cristiano Ronaldo fer aftur á Old
Trafford en Juventus lenti í riðli með
Manchester United, Valencia og
Young Boys. Liverpool, silfurliðið
frá síðasta tímabili, er í snúnum riðli
með Paris Saint-Germain, Napoli
og Rauðu stjörnunni. Tottenham er
sömuleiðis í erfiðum riðli en Man-
chester City slapp vel. – iþs
Hörður björgvin og félagar eru í
erfiðum riðli. FRéttabLaðIð/EyÞóR
Riðlarnir í
Meistaradeildinni:
a-riðill: Atlético Madrid, Dort-
mund, Monaco, Club Brugge
b-riðill: Barcelona, Tottenham,
PSV, Inter
C-riðill: PSG, Napoli, Liverpool,
Rauða stjarnan
D-riðill: Lokomotiv Moskva,
Porto, Schalke, Galatasary
E-riðill: Bayern München, Ben-
fica, Ajax, AEK Aþena
F-riðill: Man. City, Shakhtar Don-
etsk, Lyon, Hoffenheim
G-riðill: Real Madrid, Roma, CSKA
Moskva, Viktoria Plzen
H-riðill: Juventus, Man. Utd.,
Valencia, Young Boys
3 1 . á g ú s t 2 0 1 8 F Ö s t U D A g U R10 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
sport
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
5
-B
C
1
C
2
0
B
5
-B
A
E
0
2
0
B
5
-B
9
A
4
2
0
B
5
-B
8
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K