Fréttablaðið - 31.08.2018, Side 22

Fréttablaðið - 31.08.2018, Side 22
Botn 2½ dl döðlur 2½ dl hnetur – t.d. möndlur eða pekanhnetur ¼ tsk. salt Fylling 1–1½ dl kasjúhnetur 1½ dl vatn Rúmlega 1 dl kókosolía 1 dl hunang ½ þroskað avókadó – má sleppa 1 tsk. vanilluduft (fæst lífrænt í glerkrukkum) 2 döðlur safi úr ½ sítrónu 3 dl af frystum hindberjum Allt hráefnið maukað saman í mat­ vinnsluvél og sett í 20 cm form. Kasjúhnetur og vatn sett í skál og látið liggja í u.þ.b eina klukku­ stund. Vatni hellt af. Kókosolía og hunang hitað í litlum potti. Allt hráefni nema frosnu hindberin sett í matvinnsluvél eða öflugan blandara – maukað saman. Rúmlega helmingur settur ofan á botninn – fer í frysti. Hindberjum bætt við afganginn í blandaranum – maukað saman. Hindberjamaukið sett ofan á. Sett í frysti og tekin út u.þ.b. einni klukkustund áður en bjóða á upp á hana. Fallegt að skreyta með hind­ berjum eða kókosflögum. Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442 Fæst í apótekum og heilsuverslunum, Hagkaup, Melabúðinni Fræinu, Fjarðarkaupum auk valdra útsölustaða um land allt. Græni hummusinn er girnilegur. Blómkálspitsan hentar mjög vel þeim sem aðhyllast kol- vetnasnautt mataræði. Mynd/ HAnnA ÞóRA Hrákaka með hindberjum sem er bæði frískandi og falleg á að líta. Frábær blómkálspitsa – fljótleg og sérstaklega góð Sá þessa uppskrift að blómkáls­ pitsu í erlendu tímariti. Fannst hún spennandi en hún er svo miklu meira en það – þessi pitsa er sér­ staklega bragðgóð, fljótleg og það kom skemmtilega á óvart að hún er líka barnvæn. Unga fólkinu fannst hún mjög góð. 2 Pitsubotnar 500–600 g ferskt blómkál 1 tsk. gróft salt 1 dl rifinn ostur 1 msk. husk (má einnig nota innihald úr 2 hylkjum – þessu má sleppa) 1 egg 1 tsk. oregano 1 tsk. Italian seasoning Svartur pipar 1 msk. olía – til penslunar (má sleppa) Ofan á – frjálst val – hugmyndir Rifinn ostur 1–1½ dl pitsusósa Mozzarellaostur – skorinn í sneiðar Salamísneiðar Kapris Grænt pestó Rjómaostur/geitaostur Fíkjur – skornar í sneiðar (á sér- staklega vel við geitaost) Skraut eftir bakstur: t.d. ferskir, litlir tómatar, rifinn parmesanost­ ur og/eða klettasalat Blómkál maukað mjög smátt í mat­ vinnsluvél. Salti blandað saman við og látið standa í 10 mínútur. Maukið sett í sigti, sigtipoka eða látið síast í gegn um grisju. Vökvinn undinn úr (annars verður botninn of blautur). Ofninn hit­ aður í 225°C. Allt hráefni sett í skál og blandað saman. Maukinu skipt á tvær bök­ unarpappírsarkir (penslað með olíu á pappírinn – ekki nauðsyn­ legt) og flatt út með kökukefli eða fingrunum (best að nota bökunar­ pappír á milli svo að klístrist sem minnst.) Pitsurnar bakaðar í ofninum í u.þ.b. 15 mínútur – látnar kólna. Áleggið sett ofan á og bakað áfram í ofninum í 9 til 11 mínútur. Best er að baka pitsurnar á grind þannig að vel lofti undir þær. Grænn og vænn hummus Þessi hummus passar alveg sér­ staklega vel með hrökkbrauði eða nýbökuðu brauði og súpu. Upplagt að útbúa hann daginn áður en hann geymist vel í lokuðu íláti í kæli. 2 hvítlauksrif 3 dl grænar baunir – t.d. frosnar Tæplega 2 dl kjúklingabaunir – soðnar 2 msk. olía 1 tsk. tahini Salt og pipar Allt hráefni sett í matvinnsluvél og maukað saman. Gott hrökkbrauð – einfalt og gott Þessi uppskrift er mín útgáfa af mjög einföldu en hollu hrökk­ brauði. Það er mjög auðvelt að búa hrökkbrauðið til og sérstak­ lega gott að eiga það til að narta í. Passar vel með alls konar áleggi eða bara eitt sér. Mér finnst gott að gera tvöfalda uppskrift og setja á tvær bökunarplötur/ofnskúffur – þar sem hrökkbrauðið er bakað á blásturstillingu má setja báðar bökunarplöturnar í einu í ofninn. Hráefni ½ dl sólblómafræ ½ dl sesamfræ Framhald af forsíðu ➛ ½ dl graskersfræ ½ tsk. saltflögur ½ dl dökk birkifræ 1 dl hörfræ 1 dl maísenamjöl ¼–½ dl repjuolía eða ólífuolía 1½–2 dl sjóðandi vatn Saltflögum stráð yfir í lokin – má sleppa Ofninn hitaður í 150°C (blástur­ stilling. Öllum þurrefnum blandað saman í skál. Repjuolíu og sjóðandi heitu vatni hellt yfir og hrært saman – ágætt að láta standa í nokkrar mínútur. Bökunarpappír settur í ofnskúffu og deiginu hellt yfir. Dreift vel úr deiginu með sleikju eða kökukefli (ef notað er köku­ kefli verður að vera bökunarpappír á milli þar sem deigið er blautt). Bakað í eina klukkustund. Tekið úr ofninum, látið kólna og brotið í mismunandi stóra bita. Frískandi hrákaka með hindberjum Ég fékk hugmyndina frá erlendri heimasíðu en gerði síðan mína eigin útfærslu. Kakan er bæði frískandi og falleg. Kakan þarf að vera í frysti yfir nótt. Einfalt, gott og hollt hrökkbrauð sem gott er að eiga til að narta í. 2 KynnInGARBLAÐ 3 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RHOLLT OG BRAGÐGOTT 3 1 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 5 -C 5 F C 2 0 B 5 -C 4 C 0 2 0 B 5 -C 3 8 4 2 0 B 5 -C 2 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.