Fréttablaðið - 31.08.2018, Side 2

Fréttablaðið - 31.08.2018, Side 2
Veður Í dag mun rigna töluvert á SA-landi en seinnipartinn léttir til bæði N- og A-lands. Á S- og V-landi mun ganga á með skúrum allan daginn. sjá síðu 16 PÁSKATILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu Niðurfellanleg hliðarborð Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 • Afl 10,5 KW Grillbúðin 4 litir 59.925 Verð áður 79.900 25% afsláttur Grill - Húsgögn Eldstæði - Útiljós Hitarar - Aukahlutir Skoðið venn okkar www.grillbudin.is ÚTSÖ LUNN I LÝKU R Á LAUG ARDA G Sendum frítt með Flytjanda Nánari upplýsingar á www. grillbudin.is Fjölmiðlar „Þetta er mjög óæski- legt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guð- mundsson, formaður Foreldrasam- taka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabba bari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýja st a þ æ tt i Rabba bara er rappar- inn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér raf- rettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali. Baldvin Þór Bergsson, dagskrár- stjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengis- neysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldr- ei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabba baraþáttunum fjallar tón- listarfólk á opinskáan hátt um lífs- reynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfu- tónleikum á stað með vínveitinga- leyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft. „Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttar- stjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ung- menna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð mark- aðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórn- andans viðurkennir Baldvin að mis- tök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábend- ingum um okkar dagskrárefni.“ mikael@frettabladid.is Vín kneyfað og veipað í unglingaþætti RÚV Dagskrárstjóri segir að mistök hafi átt sér stað þegar þáttarstjórnandi sást reykja í þættinum Rabbabara á RÚV núll. Í sama þætti sést viðmælandinn drekka áfengi sem RÚV segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá að sýna. Baldvin Bergs- son, dagskrár- stjóri hjá RÚV. Árni Guðmunds- son, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisaug- lýsingum. Vín og veip á RÚV. Dagskrárstjóri segir þetta hafa verið mistök. SkjÁSkot/RÚV.iS Kafað ofan í málin Rússneskur dvergkafbátur er nú látinn rannsaka innra byrði á vatnslögnum borgarinnar, eins og hér nærri Árbæjarstíflu. Rússneskir sérfræðingar frá norska fyrirtækinu Breivoll skima nokkrar af aðalæðum hitaveitukerfisins. „Við erum engar niðurstöður búin að fá enn þá. Það eru teknar myndir og það sem við höfum séð af þeim lítur þokkalega út,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, í gærkvöldi. FRéttaBlaðið/SiGtRyGGuR aRi Kjaramál Gerðardómur í kjara- deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins úrskurðaði í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samn- inganefndar ljósmæðra, segir sín viðbrögð fyrst og fremst vonbrigði. Katrín Sif segir ljósmæður hafa bundið vonir við að gerðardómur myndi hækka grunnlaun stéttar- innar en að það hafi ekki gerst. Hún segir að í úrskurðinum sé vissulega að finna „leiðréttingar á gífurlegum réttlætismálum“, eins og að nemum verði borgað fyrir unna vinnu og að einstaklingur lækki ekki í launum fyrir að bæta við sig háskólanámi, en að yfir þeim ákvörðunum sé engin sigurvíma heldur finnist ljós- mæðrum biturt að hafa yfir höfuð þurft að berjast fyrir því. Katrín Sif segist hafa verið hrædd við að treysta á að gerðardómur leiddi málið til lykta. „Maður er alltaf hræddur við það þegar gerðardómur er skipaður af ríkinu og fær sína vinnutilhögun og launin frá ríkinu. Manni finnst að í gegnum tíðina hafi gerðardómur verið svolítið í úrskurðum sínum vilhallur ríkinu,“ segir Katrín Sif. Helsta undantekningin frá því hafi verið í máli BHM og hjúkrunar- fræðinga um árið. Enn fremur segist Katrín Sif ótt- ast um framtíð stéttarinnar. Hún sjái mikla reiði á spjallþráðum á netinu. „Ég sé ekki að þetta verði til þess að þær ljósmæður sem ekki hafa dregið uppsagnir sínar til baka geri það núna.“ – þea Telur gerðardóm vilhallan ríkinu katrín Sif Sigurgeirsdóttir. FRéttaBlaðið/EyþóR sveitarFélög Rekstur samstæðu Reykjavíkurborgar var jákvæður um 9,1 milljarð króna á fyrri hluta ársins. Áætlanir gerðu ráð fyrir 9,2 milljarða afgangi. Niðurstaða A-hluta, það er þeirr- ar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti byggir á skatttekjum, var jákvæð um rúma 3,7 milljarða sem var betri afkoma en áætlað var. Er það einkum vegna hærri tekna af sölu byggingarréttar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Rekstur samstæðu Kópavogsbæj- ar var jákvæður um 502 milljónir króna á fyrri hluta ársins, miðað við átta milljóna króna áætlun. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að helstu ástæður mismun- arins séu þær að skatttekjur voru umfram áætlun, verðbólga lægri en ráð var fyrir gert og söluhagnaður vegna lóðaúthlutana og sölu á fast- eignum í Fannborg. – gar Stór sveitarfélög í ágætum plús 3 1 . á g ú s t 2 0 1 8 F ö s t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 3 1 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 5 -A D 4 C 2 0 B 5 -A C 1 0 2 0 B 5 -A A D 4 2 0 B 5 -A 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.