Fréttablaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 20
Húðlæknastöðin hefur verið leiðandi í lasermeðferðum í tuttugu ár og leitast við
að vera með öflugustu laserana
hverju sinni. Við erum þannig
með öflugan háreyðingarlaser,
æða slits- og rósroðalaser,“ segir
Jenna Huld Eysteinsdóttir, doktor í
húðsjúkdómalækningum við Húð-
læknastöðina. „Við ákváðum fyrir
mörgum árum að hætta að bjóða
upp á fjarlægingu tattúa þar sem
okkur þótti tæknin ekki fullnægj-
andi. Þeir laserar sem verið er að
nota til að fjarlægja tattú á Íslandi
í dag, svokallaðir nanó-laserar,
eru byggðir á nærri þrjátíu ára
gamalli tækni. Þeir hafa ekki sýnt
nægilega góðan árangur því skuggi
getur orðið eftir af tattúinu og ör
myndast. Þeir kalla á margar með-
ferðir auk þess sem meðferðin sjálf
getur verið verulega óþægileg.“
Úr nanó í pico
En nú verður breyting á því Húð-
læknastöðin á von á nýju laser-
tæki, pico-laser „Með þessum
pico-laser getum við boðið upp á
byltingarkennda meðferð í fjar-
lægingu tattúa,“ segir Anton Örn
Bjarnason húðsjúkdómalæknir og
lýsir nánar hvernig hin nýja tækni
virkar.
„Þegar laser er notaður til að
fjarlægja tattú er verið að skjóta
ljósorku inn í litarefnið, það hitað
upp og brotið í smærri einingar
sem líkaminn getur hreinsað
upp. Tíminn sem það tekur ljós-
orkuna að hita upp og brjóta niður
litarefnið hefur hingað til verið
talinn í nanósekúndum en með
nýja lasernum er tíminn talinn í
picosekúndum. Litarefnið er því
hitað upp mörghundruðfalt hraðar
sem leiðir til að það brotnar niður
í mun smærri einingar sem auð-
veldar líkamanum enn betur að
hreinsa þær upp,“ lýsir hann og
tekur dæmi um stein sem er mul-
inn í smærri steinvölur. Með nýju
tækninni mætti segja að steininum
sé breytt í duft.
Minni sársauki og færri
skipti
„Með þessari aðferð fást mun öfl-
ugri áhrif en notuð til þess minni
orka. Þannig verður bólgumyndun
minni og lítil hætta á öramyndun
eftir sjálfa meðferðina. Sársaukinn
er líka mun minni en mestu máli
skiptir að færri meðferðarskipta
er þörf,“ lýsir Jenna og bendir á
að rannsóknir sýni að með pico-
lasernum þurfi fólk þriðjung til
helmingi færri meðferðarskipti
miðað við nano-lasera.
Innt eftir því hve mörg skipti
þurfi til að fjarlægja tattú segja
þau Anton og Jenna að meta verði
hvert tilvik fyrir sig. „Litir í tattúum
bregðast misvel við laserum
en tattúlitir eru mjög ólíkir og
engin stöðlun á þeim. Meðferðar-
tíminn er því breytilegur, fer eftir
gæðum lita, magni þeirra, dýpt og
blöndun,“ útskýrir Anton.
„Svarti liturinn svarar lang-
Jenna Huld Eysteinsdóttir og Anton Örn Bjarnason húðsjúkdómalæknar á Húðlæknastöðinni. Mynd/Ernir
Bylting í fjarlægingu tattúa
Húðlæknastöðin
fær til landsins
á næstu vikum
nýtt pico-laser-
tæki sem fjar-
lægir tattú mun
hraðar og betur
en þau laser-
tæki sem til eru á
landinu í dag.
best en sýnt hefur verið fram á
að pico-laserinn fjarlægi bláan,
grænan og gulan lit mun betur en
eldri tæknin. Með gömlu tækninni
vildi það líka oft gerast að ljós
upphleyptur skuggi og ör varð til
eftir meðferðina. Rannsóknir hafa
sýnt að pico-laserinn getur oftast
fjarlægt þessa skugga. Innbyggt í
tækið er sterkur fractional-laser
sem virkar vel á ör,“ segir Jenna.
En má tattúvera yfir húð sem búið
er að fjarlægja gamalt tattú af?
„Já, það mælir ekkert gegn því þar
sem ekki verða húðskemmdir eftir
meðferðina.“
Ódýrara þegar upp er staðið
Hvert meðferðarskipti verður
dýrara í pico-lasernum en nanó-
lasernum. „En þar sem fólk þarf að
koma í færri skipti verður heildar-
kostnaðurinn minni og árangurinn
betri,“ segir Anton.
Húðlæknastöðin hefur fengið
fjölda fyrirspurna um fjarlægingu
tattúa í gegnum tíðina. „Við erum
því að bregðast við eftirspurn,“
segir Jenna en nú þegar er kominn
biðlisti í laserinn nýja sem von er á
til landsins eftir um átta vikur.
nýtt fitukælingartæki
Húðlæknastöðin á von á fleiri
nýjum tækjum. „Við erum að taka
inn fitukælingartæki og töluverð
eftirvænting eftir því. Með tækinu
er hægt að eyða fitu með kæliað-
ferð, en kælingin er notuð til að
brjóta niður fitufrumur. Það hefur
sýnt sig að af því magni sem kælt er
niður í hvert sinn eyðast 25 til 30%
af fitu upp á um það bil tveimur
mánuðum eftir hverja meðferð,“
lýsir Jenna.
Anton tekur fram að fag-
mennskan sé í fyrirrúmi á Húð-
læknastöðinni. „Hér eru allar
meðferðir framkvæmdar af heil-
brigðismenntuðu starfsfólki undir
faglegri handleiðslu sérfræðilækna
í húðsjúkdómum.“
Nánari upplýsingar:
Húðlæknastöðin
Smáratorgi 1
S 520 4407 & 520 4412
www.hudlaeknastodin.is
laser@hls.is
Eftir 2 meðferðir með pico-laser. Myndir/nicolA ZErBinAti Md
Eftir 5 meðferðir með pico-laser. Eftir 4 meðferðir með pico-laser.
Eftir 4 meðferðir með pico-laser.
niðurbrots litarefnis með
Q-Switch laser
litarefni brotið niður í mun smærri
einingar með pico-laser.
Kostir Pico lasers:
n Betri árangur n Færri meðferðir n Minni aukaverkanir n Minni óþægindi n Lægri heildarkostnaður
6 KynninGArBlAÐ FÓlK 3 1 . áG Ú s t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
5
-D
9
B
C
2
0
B
5
-D
8
8
0
2
0
B
5
-D
7
4
4
2
0
B
5
-D
6
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K