Fréttablaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 39
Laugardaginn 1. september er víða um heim haldið upp á 60 ára útgáfuafmæli Allt sundrast
eftir nígeríska rithöfundinn Chinua
Achebe (1930-2013). Bókin kom
fyrst út árið 1958 og markaði tíma-
mót í bókmenntasögu álfunnar,
þegar afrískir rithöfundar hófu að
rita um sinn eigin samfélagsveru-
leika. Bókin hefur verið þýdd á 58
tungumál og selst í yfir 20 milljónum
eintaka. Fyrr á þessu ári kom Allt
sundrast út í íslenskri þýðingu Elísu
Bjargar Þorsteinsdóttur.
Málstofa um Allt sundrast fer fram
í Veröld – húsi Vigdísar, laugardag-
inn 1. september kl. 13-15.
Kristín Loftsdóttir, mannfræð-
ingur og rithöfundur, fjallar um þá
fordóma sem Achebe skrifaði bókina
inn í og þá afmennsku í garð Afríku
sem Achebe talar gegn, og enn sér
víða stað í umræðu um álfuna.
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfund-
ur og dósent í ritlist, skoðar erindi
bókarinnar í því nýlendusamhengi
sem hún varð til í og spyr meðal ann-
ars hvort skáldsaga sem skrifuð er á
máli herraþjóðar frekar en þeirrar
þjóðar sem hún fjallar um geti verið
fyllilega raunsönn.
Giti Chandra, bókmenntafræð-
ingur og rithöfundur, flytur erindið
‘Things Fall Apart: A Modern Epic’,
um það hvernig bókin vísar bæði í
gömul hetjuljóð og form nútíma-
skáldsögunnar.
Auk þeirra munu Gauti Krist-
mannsson, þýðandi og þýðingafræð-
ingur, og Elísa Björg Þorsteinsdóttir,
þýðandi bókarinnar, ræða saman
um verk Achebes.
Málþing um tímamótaskáldsögu
Chinua Achebe, höfundur skáldsögu sem sannarlega markaði tímamót.
Bækur
Syndaflóð
HHHHH
Höfundur: Kristina Ohlsson
Þýðandi: Nanna B. Þórsdóttir
Útgefandi: JPV útgáfa
Blaðsíður: 447
Það á ekki að
vanmeta góða
afþreyingu og
því ástæðulaust
að gera lítið úr
glæpasögum sem
margar hverjar
eru hugvitsam-
l e g a s a m a n
settar, spenn-
andi og með
eftirminnilegum
persónum. Þetta
á því miður ekki við um Syndaflóð
eftir Kristinu Ohlsson, sem er sjötta
bók hennar um lögreglumennina
Fredriku Bergman og Alex Recht.
Framan af er þó ástæða til vissrar
bjartsýni. Dularfull morð eru framin,
að því er virðist í hefndarskyni, og
hjón eru innilokuð ásamt börnum
sínum og fyllast örvæntingu. Þarna
er spenna vissulega fyrir hendi,
sérstaklega þegar kemur að þætti
móðurinnar sem fer að gruna að
eiginmaðurinn muni missa vitið
í einangruninni og skaða hana og
börnin. Smá Shining-taktar þar.
Þegar líða fer á verkið verður sögu-
þráður bókarinnar verulega þvælu-
kenndur og afar ótrúverðugur. Við
það bætist að sagan er ekki vel skrifuð.
Unnendum norrænna glæpasagna er
vel kunnugt um það hversu miklar
þjáningar aðalpersónur þessarar bók-
menntagreinar verða að þola. Hér er
ólánið hreinlega svo yfirgengilegt að
hætt er við að það ofbjóði skynsemi
einhverra lesenda.
Snemma liggur ljóst fyrir hverjir
eru hinir seku, þótt lögguteymið sé
ansi lengi að átta sig á því. Ástæð-
urnar fyrir morðunum og glæpunum
eru síðan næsta fáránlegar og vart
boðlegar, nema þá gagnrýnislaus-
ustu lesendum.
Í sjálfsánægjulegum eftirmála
segir Ohlsson að mjög líklega verði
þetta síðasta bók hennar um Fred-
riku Bergman. Það er leitt að Ohlsson
hafi ekki getað lokað ritröð sinni á
sómasamlegri hátt, en sjálfri virðist
henni þykja þetta afskaplega gott
hjá sér. Íslenskir lesendur virðast
margir hverjir hafa áhuga á þessari
bók Ohlsson sem hefur verið á met-
sölulista síðustu vikurnar, sem er
reyndar engin trygging fyrir gæðum.
Kolbrún Bergþórsdóttir
NiðurStaða: Glæpasaga sem
byrjar ágætlega en verður síðan
þvælukennd og langdregin.
Þvælukennd
glæpasaga
Ástæðurnar fyrir
morðunum og glæp-
unum eru síðan næsta
fÁrÁnlegar og vart boð-
legar, nema þÁ gagnrýnis-
lausustu lesendum.
LjóSa
DaGaR
20–50% LæKkUn
Okkar árlegu ljósadagar hefjast föstudaginn
31. ágúst með frábærum tilboðum á ljósum.
Fáðu sérmenntaðan lýsingarhönnuð Pfaff
í heimsókn án endurgjalds. Pantaðu tíma!
PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ðN N N r t t a a 19F Ö S t u D a g u r 3 1 . á g ú S t 2 0 1 8
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
5
-B
C
1
C
2
0
B
5
-B
A
E
0
2
0
B
5
-B
9
A
4
2
0
B
5
-B
8
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K