Fréttablaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 14
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hiltrud Hildur
Guðmundsdóttir
sem lést á dvalarheimilinu Höfða
á Akranesi hinn 28. ágúst, verður
jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn
4. september kl. 13.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Rauða krossinn.
Guðmundur Guðmundsson
Kristján Guðmundsson Sigurveig Runólfsd.
Sigrún Guðmundsdóttir Ævar Örn Jósepsson
Lilja Guðmundsdóttir Säuberlich Uwe Säuberlich
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Ragna Ólöf Wolfram
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
sunnudaginn 5. ágúst 2018. Útförin fór
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ása Pálsdóttir
Anna Wolfram Gunnar Örn Ólafsson
Jenný Wolfram Ágúst Sigurbjörnsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Steinunn Jóna Sveinsdóttir
lífeindafræðingur,
andaðist þriðjudaginn 28. ágúst sl. á
líknardeild Landspítalans. Jarðarförin fer
fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
7. september kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega
afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Barnaheill og Líf styrktarfélag.
Reynir Tómas Geirsson
Ásta Kristín Reynisdóttir Parker Justin Allen Parker
María Reynisdóttir Brynjólfur Borgar Jónsson
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Halldór Hörður Arason
Njarðarvöllum 2, Njarðvík,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum,
miðvikudaginn 22. ágúst.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
þriðjudaginn 4. september kl. 13. Sendum starfsfólki
Hrafnistu, Nesvöllum, innilegar þakkir fyrir einstaka
umönnun og frábæra þjónustu.
Stefán Halldórsson
Jón Rúnar Halldórsson Signý Elíasdóttir
Jóhanna Halldórsdóttir Sigtryggur Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Þrúður Finnbogadóttir
(Dúa)
Kleppsvegi 38,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
mánudaginn 20. ágúst. Útför hennar
fer fram frá Laugarneskirkju
mánudaginn 3. september klukkan 13.
Finnbogi Þór Baldvinsson Bóthildur Friðþjófsdóttir
Jóhanna H. Baldvinsdóttir Sölvi Jónasson
Þórunn Baldvinsdóttir Arnar Hólm Sigmundsson
Hrönn Baldvinsdóttir Bjarni Þ. Halldórsson
Þrúður Finnbogadóttir Gunnar Ó. Kristleifsson
Bergdís Finnbogadóttir Árni Guðmundsson
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Reykjavíkurborg veitti viðurkenn-ingar nú í vikunni fyrir vel heppn-aðar endurbætur gamalla húsa
og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og
fjölbýlishúsalóðir. Þrjú hús urðu fyrir
valinu: að Fríkirkjuvegi 3, Nýlendugötu
24 og Selvogsgrunni 23. Tvö þau fyrr-
nefndu eru frá upphafi 20. aldar og til-
heyra stíl sem kallaður hefur verið hinn
íslenski bárujárnssveitserstíll. Það þriðja
er teiknað 1957 af Sigvalda Thordarson
og er í módernískum stíl. Öll teljast þau
góð dæmi um byggingarlist síns tíma
og endurbætur á þeim þykja gerðar
af virðingu og kostgæfni.
Fjölbýlishúsalóðirnar að Brautarholti
7 og Einholti 8-12 fengu viðurkenn-
ingar fyrir snyrtilegan frágang og fleira
og lóðin að Laugavegi 120, Center Hótel
Miðgarður, fyrir aðlaðandi útisvæði þar
sem klöppin í holtinu skipar sérstakan
sess. – gun
Fegrunarverðlaun borgarinnar veitt
Fremst: Svanfríður Jónsdóttir, Bjarni Þór Þórólfsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sigurborg
Ósk Haraldsdóttir, Guðrún Björnsdóttir. Miðröð: Kristófer Oliversson, Heiða Magnús-
dóttir, Þórhallur Gunnarsson, Magnea Árnadóttir, Kristín Einarsdóttir, Ágústa Guð-
mundsdóttir. Efst: Sigurbjörn Thorkelsson, Margrét Þormar og Hákon Guðbjartsson.
Það er óþyrmileg áminning um að maður sé að verða aldurhniginn að fá svona símtal,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona, þegar ég slæ á þráðinn og falast
eftir viðtali vegna fimmtugsafmælisins
í dag. „Nei, ég er bara að grínast,“ bætir
hún svo við hlæjandi. „Mér finnast þetta
skemmtileg tímamót og tek þeim bara
fagnandi. Ég er að ferðast um með fólki
frá Bandaríkjunum og konurnar í hópn-
um keppast við að sannfæra mig um að
tímabilið milli 50 og 60 sé skemmtilegasti
áratugur lífsins. Ég tek mark á þeim þann-
ig að ég hlakka bara til.“
Sigrún kveðst vera stödd í Efstadal í
Bláskógabyggð. Hún er sem sagt leiðsögu-
maður meðal annars.
„Ég er með marga hatta,“ segir hún. „Er
leiðsögumaður og svo vinn ég við leikara-
val í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar,
er með eigið fyrirtæki sem heitir Iceland
Casting og held námskeið fyrir leikara
líka sem vilja endurmennta sig og halda
áfram að byggja ofan á þekkinguna.“
Þannig að þú hefur nóg að gera.
„Já, ég er mikið á faraldsfæti og það er
mjög gaman. Er aðallega að ferðast með
Bandaríkjamenn og Þjóðverja hér um
landið og svo fer ég líka með þá og aðra
hópa til Grænlands og Íslendinga til
Þýskalands.“
Ertu fjölskyldumanneskja?
„Já, ég er einstæð móðir með þrjá
stráka, sá elsti að verða tvítugur. Ég er að
koma í bæinn á afmælinu og þeir ætla að
fagna með mér.“
Heldurðu að þeir baki skúffuköku?
„Nei, ég held að við förum út að borða.
En fyrst ætla vinir mínir að fara með mig
að Kleifarvatni að synda. Það verður spes.
Ég hef ánetjast sjósundinu á þessu ári og
nú er komið að ferskvatnssundi í nátt-
úrunni á fimmtugsafmælinu. Svo er Afr-
íkuferð í tilefni þess fram undan í vetur.
Tímasetning er ekki alveg komin en það
er Tansanía sem er í sigti.“
gun@frettabladid.is
Skemmtilegasti áratugur
lífsins er framundan
Sigrún er leiðsögumaður og vinnur einnig við að velja leikara í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar. FréTTaBlaðið/Ernir
Ég hef ánetjast sjósund
inu á þessu ári og nú
er komið að ferskvatnssundi
í náttúrunni á fimmtugs
afmælinu.
Sigrún Sól Ólafsdóttir, leik-
kona og leiðsögumaður, er
fimmtug í dag. Hún heldur
upp á það með sundspretti
í Kleifarvatni og gæðastund
með strákunum sínum.
3 1 . á g ú s t 2 0 1 8 F Ö s t U D A g U R14 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð
tímamót
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
5
-B
7
2
C
2
0
B
5
-B
5
F
0
2
0
B
5
-B
4
B
4
2
0
B
5
-B
3
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K