Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 16

Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 16
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Ef kjósendur láta hesta- hvíslara plata sig og kjósa án nokkurrar yfirlegu getur það haft vo- veifleg áhrif á líf okkar frá degi til dags. Ég var á leiðinni út í sjoppu að kaupa mér dagblað þegar ég rakst á auglýsingaplakat sem hékk á ljósa-staur. „Við megum aldrei gleyma“ er heiti dans- sýningar Enska listdansflokksins sem sýnd er í hverfis- leikhúsinu mínu hér í London. Sýningin fjallar um þjáningar hermanna og óbreyttra borgara í fyrri heims- styrjöldinni en Bretar minnast þess nú með ýmsum hætti að hundrað ár eru liðin frá lokum stríðsátakanna sem kostuðu sautján milljónir manna lífið – tíu milljónir hermanna og sjö milljónir óbreyttra borgara sem létust vegna átaka, hungursneyðar og sjúkdóma. „Lest we forget“ eða „við megum aldrei gleyma“ eru einkunnarorð sem höfð hafa verið um hin ýmsu voða- verk í mannkynssögunni. Varnaðarorðin komust í almenna notkun í Bretlandi að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni – stríðinu sem átti að binda enda á öll stríð. Í dag eru þau ekki síður notuð sem móralskt ákall til áminn- ingar um Helförina og óhæfuverk nasista í seinni heims- styrjöldinni. Þegar ég gekk inn í sjoppuna blasti hins vegar við mér á forsíðum blaðanna hve máttlítil fögur fyrirheit geta verið. Gorbatsjov og Clancy Í vikunni nafngreindu bresk lögregluyfirvöld tvo rúss- neska ríkisborgara sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á taugaeiturárás í mars síðastliðnum gegn Sergei Skrípal og dóttur hans, Júlíu Skrípal. Theresa May, forsætis- ráðherra Bretlands, sagðist hafa fyrir því sannanir að mennirnir væru njósnarar og að rússnesk stjórnvöld hefðu fyrirskipað árásina. Hét hún því að „beita öllum úrræðum til að tryggja öryggi þegna sinna“. Segja heim- ildarmenn að breska leyniþjónustan undirbúi meðal annars nethernað á hendur Rússum. Fjöldi þekktra tilvitnana um mátt minnisins sýnir hve útbreidd sú trú er að leiðin að betrun sé að gleyma ekki misgjörðum okkar og göllum og læra af reynslunni. „Þeir sem kjósa að gleyma fortíðinni eru dæmdir til að endurtaka hana.“ „Sagan endurtekur sig kannski ekki en hún rímar.“ En er máttur minnisins svo mikill að hann geti komið í veg fyrir sjálfskapaðar hörmungar? Árið 2014 var því fagnað að aldarfjórðungur var liðinn frá falli Berlínarmúrsins. Skugga bar á hátíðarhöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjov, fyrr- verandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Gorbatsjov reyndist sannspár. Að lesa bresk dagblöð þessa dagana er eins og að lesa kaldastríðsspennutrylli eftir meistara njósnaskáldsagnanna, Tom Clancy. Hið nýja kalda stríð sem nú geisar er þó ekki eina forsíðufréttin í Bretlandi sem rennir stoðum undir máttleysi minnisins. Bresk kaldhæðni „Ég er sannfærð um að Helförin geti gerst aftur,“ sagði Miep Gies, ein þeirra sem aðstoðuðu fjölskyldu Önnu Frank við að fela sig fyrir nasistum í Amsterdam í síðari heimsstyrjöldinni. „Hún er nú þegar búin að gerast aftur: Kambódía, Rúanda, Bosnía.“ Það hriktir í stoðum breska Verkamannaflokksins vegna ásakana um að gyðingahat- ur fái að þrífast innan hans. Gyðingum innan flokksins hefur fundist að sér vegið síðustu mánuði. Í lok sumars sauð rækilega upp úr þegar breska dagblaðið Daily Mail birti myndband af Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, þar sem hann gagnrýndi „breska síonista“ fyrir að skilja ekki breska kaldhæðni þrátt fyrir að hafa alist upp í landinu. „Gyðingar hafa búið í Bretlandi frá árinu 1656,“ sagði Jonathan Sacks, fyrrverandi rabbíni, í sjónvarps- viðtali um síðustu helgi. „Í fyrsta sinn í þessi 326 ár spyr stór hluti gyðinga sig eftirfarandi spurningar: Er okkur óhætt að ala börnin okkar upp í þessu landi?“ Lærdómur sögunnar Ekki liðu nema rétt rúm tuttugu ár á milli fyrri heims- styrjaldarinnar og þeirrar seinni. Tuttugu og fimm ár liðu frá falli Berlínarmúrsins uns hilla tók undir annað kalt stríð. Voðaverk endurtaka sig í hringrás tímans þegar sagan rímar; ekki vegna þess að við gleymum – heldur þrátt fyrir að við munum. Svo virðist sem það eina sem við getum lært af sögunni sé að við lærum ekkert af sögunni. Máttleysi minnisins Opinn félagsfundur um kjaramál og undirbúning kröfugerðar Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 13. september kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Eflingar, 4. hæð, Guðrúnartúni 1. Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál: 1. Kjaramál og undirbúningur kröfugerðar 2. Önnur mál Félagar fjölmennið. Stjórn Eflingar-stéttarfélags Enn einu sinni er allt á suðupunkti í Hvíta húsinu eftir röð atburða í síðustu viku. Fyrst bárust fregnir af væntanlegri bók Water-gate-blaðamannsins Bobs Woodward um forsetann Trump og síðan birtist grein eftir ónefndan háttsettan embættismann í Hvíta húsinu í stórblaðinu The New York Times. Rétt eins og bók Michaels Wolff, Fire and Fury, gerði fyrr á árinu sýna þeir útdrættir úr bók Woodwards sem ratað hafa í fjölmiðla forsetann í vægast sagt furðulegu ljósi. Bréfið sem birtist í The New York Times rímar svo ágætlega við bækurnar tvær. Í bréfinu segir huldumaðurinn að einhugur sé um það í Hvíta húsinu að forsetinn sé óhæfur til að gegna embættinu. Innan ríkisstjórnarinnar starfi hópur fólks sem stundi þögult andóf gegn forsetanum, hundsi eða leiði hjá sér verstu tilskipanir hans og reyni að tak- marka það tjón sem hann getur valdið. Hópinn segir hann þreyja þorrann þar til forsetinn neyðist loks til að segja af sér eða verður felldur í vantraustskosningu. Í bók Woodwards koma fram svipaðar bollalegg- ingar. Ráðgjafi hans í efnahagsmálum, Goldman Sachs- bankamaðurinn Gary Cohn, stundaði það víst að láta skjöl hverfa af skrifborði forsetans. Trump á einnig að hafa viljað standa fyrir stórkostlegum árásum á Sýrland. Embættismennirnir gripu hins vegar í taumana og aðgerðirnar urðu að endingu mun vægari. Stefið er alltaf það sama. Forsetinn er að því er virðist snarruglaður og gersamlega óhæfur til starfans. Her fagfólks er því í fullri vinnu við að draga úr þeim skaða sem hann veldur. Hvað Trump varðar er þó ekki laust við að kjósendur hafi fengið það sem þeir eiga skilið. Hann sýndi engin merki um það í kosningabaráttunni að hann myndi ráða við verkefnið. Því þarf þessi glundroði kannski ekki að koma á óvart. Bretland í kjölfar Brexit er svo önnur sorgarsaga. Nú rúmum tveimur árum eftir kosninguna erum við engu nær um hvernig Brexit mun líta út. Lýðskrumurunum og tækifærissinnunum sem voru í forsvari Brexit hefur gersamlega mistekist að vinna úr stöðunni. Skyldi engan undra. Þeir hugsuðu einungis um eigin hag, lugu að kjósendum og mátu stöðuna þannig að þeir myndu hvort sem er aldrei vinna Brexit-kosninguna. Svo fór hins vegar og fordæmalaus óstöðugleiki ríkir í breskum stjórnmálum. Þessi tvö mál bera vott um að sú mýta er ekki sönn að stjórnmál og kosningar skipti engu máli. Ef kjósendur láta hestahvíslara plata sig og kjósa án nokkurrar yfirlegu getur það haft voveifleg áhrif á líf okkar frá degi til dags. Vonandi mun Brexit og Trump duga sem lexía í þessum efnum. Við Íslendingar ættum að minnsta kosti að leggja við hlustir nú þegar í alvöru virðist sem til sé að verða hér hreyfing um útgöngu Íslands úr Evrópu- samstarfinu. Dýrkeyptar lexíur 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -2 5 A 8 2 0 C 4 -2 4 6 C 2 0 C 4 -2 3 3 0 2 0 C 4 -2 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.