Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 80
Katrín Alda Rafns-dóttir hefur náð inn á tískuvikuna í London, London Fas-hion Week, sem hefst 13. september nk. og fer fram í Summerset House. Katrín er hönnuðurinn á bak við íslenska skómerkið KALDA og segir hún áfangann hafa mikla þýðingu fyrir merkið. „Það er mjög skemmtilegt að vera samþykkt af British Fashion Council inn á tískuvikuna og mikil viður- kenning fyrir KALDA. Þetta er bara akkúrat tímapunkturinn fyrir okkur núna, við erum búin að taka tíma í að byggja innviðina vel upp og erum því tilbúin að stækka hratt,“ segir Katrín. KALDA verður því með sýn- ingu í beinni dagskrá tískuvikunnar ásamt öðrum virtum hönnuðum, en svo er mikið af minni merkjum sem sýna „off venue“ og er þar mikill munur á. Þessi viðurkenning er stór liður í því að gera KALDA að alþjóð- legu merki, sem Katrín stefnir að. KALDA hlaut nýverið styrk frá AVS, Rannsóknarsjóði í sjávar útvegi, við markaðssetningu erlendis og verður styrkurinn meðal annars nýttur í sýninguna. „Það eru um 30 manns sem koma að sýningunni og þetta er mjög kostnaðarsamt ferli svo það er ómetan legt að hafa þennan stuðn- ing. Við erum að nota laxaroð frá Sjávarleðri í skóna okkar sem hefur vakið mikla eftirtekt erlendis.“ Í anda áttunda áratugarins KALDA verður hluti af „Discovery Lab“ og verður með tveggja klukku- stunda opnun. „Þar sem við erum með skófatnað þá er ekki gengið á pöllum heldur verðum við með sýningarrými sem við erum núna að vinna að. Það er ótrúlega mikið sem þarf að huga að í svona ferli. Þetta er fyrsta sýningin sem við erum að gera og það verður gaman að geta sýnt fólki heilsteyptan KALDA-heim en ekki bara skó og myndir af þeim.“ Rýmið hannar Katrín í samvinnu við „set designer“ Hella Keck og Nat- asha Wray stíliserar. Auk þeirra eru margir sem koma að verkefninu og segist Katrín hafa vandað valið vel. „Við erum að hanna rýmið svolítið í anda áttunda áratugarins. Við ætlum að skapa stofustemningu þar sem fyrirsætur sitja á mublum og verður þar sterkur David Lynch bragur á, með allt svart inni í herberginu en ákveðin svæði upplýst.“ Katrín lærði „fashion manage- ment“ eða stjórnun í tísku í London College of Fashion. Námið er við- skiptahliðin á tískubransanum og var hún lærlingur hjá ýmsum hönn- uðum og tímaritum á borð við Dazed & Confused. „Það var ótrúlega gott að læra í London og einmitt einnig vegna tengslanetsins. Þessi heimur byggir mikið á tengslaneti,“ segir hún. Katrín hefur meira og minna verið á flakki síðustu tvö ár, eða frá því að hún hannaði fyrstu skólínu sína, og flakkað á milli Íslands, New York, London og Parísar. „Ég er búin að vera á mjög miklu flakki síðastliðin tvö ár, við sýnum fjórar línur á ári í London, New York og París og svo er verksmiðjan mín í Portúgal þann- ig að ferlið krefst mikilla ferðalaga. En ég er að færa vinnustofuna mína til London núna, það liggur beinast við. Þetta er orðið of stórt til að vera með þetta bara ein í ferðatöskum. Ég þarf líka að fara að ráða inn teymi, þar sem ég næ ekki að sinna þessu ein lengur.“ KALDA inn í frægar verslanir KALDA-skór eru seldir í Yeoman á Skólavörðustíg og fara í verslanir Geysis í nóvember. Þá eru KALDA- skórnir komnir inn í frægar verslanir á borð við Harvey Nichols og Browns í London en samtals eru verslanirnar sem selja skóna átta talsins. Að mati Katrínar er talsverður munur á skókaupum íslenskra kvenna og kvenna úti í heimi og segir hún að ástæðan sé líklega veðrið. Erlendis séu skókaup jafnvel tilfinn- ingalegri þar sem skór séu ákveðin persónuleg afhjúpun. „Mér finnst mjög gaman að velta fyrir mér sambandinu sem konur hafa við skó og ég hugsa mikið um tilfinninguna sem fylgir hverju pari fyrir kúnnann þegar ég er að hanna. Konur vita allar um þessa tilfinn- ingu, að fara í háa hæla eða strigaskó breytir því hvernig við göngum inn í daginn og í hvaða skapi við erum. Ég held að ekkert annað í fataskápnum okkur sé eins mótandi, og það er einmitt það skemmtilegasta við skó.“ KALDA er hægt að staðsetja í milliflokk hvað verðið varðar og vill Katrín halda því áfram. „Mig langar að halda verðinu aðgengilegu án þess að fórna neinu í gæðum. Það er mikilvægt fyrir mig að konur geti eignast KALDA par án þess að fara á hausinn,“ segir hún og hlær. „Þetta eru millidýrir skór og það var ákveð- ið pláss á markaðnum fyrir slíka teg- und af skóm. Miðað við hvað hefur gengið vel á okkar stutta líftíma þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt.“ gunnthorunn@frettabladid.is Katrín Alda er mjög ánægð með viðurkenninguna sem KALDA hefur fengið sem verður líklega til þess að fleiri dyr opnast. Skórnir frá merkinu hafa slegið í gegn. FréttAbLAðið/Anton brinK London kallar á KALDA Íslenska skómerkið KALDA hefur náð inn á tískuvikuna í London í fastri dagskrá. Þetta er stórt skref fyrir merkið, segir stofnandinn og hönnuðurinn Katrín Alda Rafnsdóttir. KALDA-skór eru nú einnig fáan- legir í frægum verslunum á borð við Harvey nichols og browns i London. ÞAð eR miKilvægt fyRiR mig Að KonuR geti eign- Ast KAlDA-pAR án Þess Að fARA á hAusinn. 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 4 -7 4 A 8 2 0 C 4 -7 3 6 C 2 0 C 4 -7 2 3 0 2 0 C 4 -7 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.