Verslunartíðindi - 01.05.1927, Síða 7

Verslunartíðindi - 01.05.1927, Síða 7
verslunartíðindi 55 V erslunarskólinn. Sú breyting varð á við Verslunarskóla Islands síðastl. haust, að einni deild var bætt við, og voru þá deildirnar 3 auk kvölddeildar. Námstíminn var með þessu lengdur um eitt ár. Rúml. 90 nemendur sóttu dagskólann og í kvölddeild voru um 30 nemendur. Skólanum var sagt upp 2. maí og út- skrifuðust eftirtaldir 23 nemendur. 1. Alfreð Andrjesson, Reykjavík, 2. Á-mundi Geirsson, Reykjavík, 3. Árni J. Björnsson, Borgarnesi, 4. Brynjólfur Jónsson, Reykjavík, 5. Einar Þorfinnsson, Baldurhaga, 6. Emil B. Magnússon, Eskifirði, 7. Engilfríður Sæmundsdóttir, Rvík, S. Friðrikka Sigfússon, Reykjavík, 9. Friðþjófur Johnson, Reykjavík, 10. Gestur Þórðarson, Reykjavík, 11. Gísli Sigurbjörnsson, Reykjavík, 12. Guðjón Einarsson, Reykjavík, 13. Gústaf Þórðarson, Laugabóli, 14. Halldór Jónsson, Ákranesi, 15. Helgi Þórarinsson, Rauðanesi, 16. Hugo Proppé, Reykjavík, 17. Jóhann G. Stefánsson, Reykjavík. 18. Jón Bergsson, Reykjavík, 19. Jón Sigurjónsson, Reykjavík, 20. Jón Þórðarson, Laugabóli, 21. Konráð Beck, Eskifirði, 22. Ólafur Jónsson, Akranesi, 23. Oluf Bang, Reykjavík. 48 tóku inntökupróf, og er aðsókn að skólanum ] >ví með mesta móti. Atvinnumálin í Bandaríkjunum. Árið 1925 var lítið um atvinnuskort í Landaríkjunum, og ]ió enn minna árið 1926. Kaupgjald hefir verið hátt og ekki útlit fyrir að það lækki að sinni. Hæst er kaupið við Kyrrahafsströndina, þar sem dagkaup er venjulega 50 cent um kl.tím- an. Lægst er það aftur á móti í Austur- ríkjunum, 27 cent. Að meðaltali er kaupið í Bandaríkjunum 39 cent. Verksmiðju- verkamenn með sjerfræðisþekkingu hafa fengið 31,25 doll. að meðaltali á viku, en aðrir verkamenn í verksmiðjum 23,88 doll. Við byggingar fá verkamenn tals- vert hærra kaup. — Þrátt fyrir þó hag- skýrslur sýni lækkun á heildsöluverði og verð á neysluvörum hafi eitthvað lækkað, verða menn þess lítið varir. Útgjöldin eru ennþá mikil, og er húsaleigan einkum til- finnanleg. Veldur því hátt lóðaverð og mikill kostnaður við byggingar. Skatt- arnir íþyngja þó ekki iðnaðarmönnum og verkamönnum, ef þeir eiga fyrir heimili að sjá, ]>ví þá hafa þeir skattfrjálsar tekj- ur alt að 3500 doll., en aftur á móti verða þeir að gjalda til ýmsra stofnana, sem víða annarsstaðar eru kostaðar af ríkinu eða sveitafjelögum, t. d. til sjúkrahúsa, barnaheimila, elliheimila o. s. frv. Verkamönnum með sjerfræðisþekkingu veitist auðveldara að fá atvinnu, og fá mun hærra kaup, en aðrir verkamenn. Má taka það sjerstaklega fram gagnvart erlendum innflytjendum að sjerfræðis- ])ekking er nauðsynleg að þessu leyti. Hvað skrifstofustörf og búðarstörf snert- ir eiga útlendingar erfitt með samkepni, því innfæddir Ameríkumenn hafa þar venjulega betri aðstöðu, sem bæði stafar af því, að auk málsins eru þeir kunnari öllum högum og háttum og hafa venjulega einhverja sjerfræðisþekkingu í þeirri at- vinnugrein, er ])eir stunda. — Eftir nýju innflytjendalögunum fá útlendingar venju lega sex mánaða landsvistarleyfi, og er þess stranglega gætt, að ])eim lögum sje hlýtt. Sjeu menn lengur án leyfis geta þeir búist við að verða sendir burt,

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.