Verslunartíðindi - 01.06.1931, Side 9
VERSLUNARTÍÐINÐÍ
51
al verð fyrir 1. fl. saltað rjómabússmjör
var hjá því fjelagi kr. 2.35 pr. kg.
Kvartanir hafa komið bæði frá Englandi
og Þýskalandi um smjörgæði, og var sjer-
staklega tekið fram, að það geymdist ekki
vel. Varð þetta til þess að smjörið fjell í
verði í október. Annars stafa þessar miklu
verðsveiflur aðallega af því að framleiðsla
er mismikil og misjafnt, sem selst heima
fyrir. Leiðir þetta til þess, að óvenju mikið
kemur á markaðinn og ekki nægir fastir
kaupendur, að verðið verður lægra en gert
var ráð fyrir.
Stjórn »Svenska Smörprovningarna« hafa
lagt þá tillögu fram fyrir landbúnaðarráðu-
neytið, að hert sje á eftirlitinu með smjör-
útflutningum. Er þar lagt til, að það sje
gert að skilyrði fyrir þvi að smjörbúin fái
að nota rúnamerkið, að þau sjeu undir reglu-
bundnu eftirliti. Er talið, að þetta sje þýð-
ingarmikíð ákvæði, þar sem reynslan hafi
sýnt, að þau rjómabú, sem ekki framleiða
smjör daglega, eða þar sem framleiðslan
er yfir höfuð ekki jöfn, veiti erfitt að hafa
smjörgæðin stöðugt þau sömu. Ennfremur
er lagt til, að rúnamerkt smjör sje aðeins
sett í ný og góð kvartil. Misbrúkun hefir
talsvert átt sjer stað með gömul kvartil og
hefir það spilt stórum fyrir sölunni. Þá er
einnig ákvæði um það, að þau rjómabú
sem ekki nota ný kvartil eða koma sjer
undan reglulegu eftirliti, skuli missa rjettinn
til þess að nota »rúnamerkið«.
Eggjaútflutningur frá Svíþjóð var 78,4 milj,
stk. árið 1930 á móts við 89,2 milj. stk 1929.
Innflutningur af þessari vöru var í þessi
tvö ár 7,6 milj. stk. og 4,0 milj. stk.
Skráningin á eggjum var þessi árið 1930:
aur. pr. kg.
Janúar.....................146,5
Febrúar....................131,5
Mars........................99,0
Apríl.......................90,0
Maí 92,5
aur. pr. kg.
Júní . . . 87,0
Júlí . . . 90,8
Ágúst .... . . . 110,5
September. . . . . . 111,5
Október . . . . . . 155,2
Nóvemder . . . . . . 200,0
Desember . . . . . . 169,2
Meðaltalið hefur því orðið 124,5 aur. pr.
kg. 1930 á móts við 153,1 eyr. 1920.
Landbúnaðarnefndin hefir lagt fram til-
lögu fyrir ráðuneytið viðvíkjandi alifugla-
ræktun. Árið 1929 var eggjaframleiðslan
talin ca. 37000 smál., að frádregnum þeim
eggjum, er ætluð voru til útungunar og ó-
nýtum eggjum, og nam þessi framleiðsla
57 milj. krónum. Slátraðir alifuglar voru
5000 smál., að verðmæti 7,5 milj. kr. Eggja-
framleiðsla hefir heldur farið vaxandi og
nam útflutnlngsmismunur á síðastliðnu ári
og árinu á undan 8,5 milj. kr., og var þó
heimaneytslan með meira móti. í áður-
nefndum tillögum er bent á ýmsa galla á
rekstrinun og að varan sje ekki nógu vönd-
uð. Er nefndin að vísu þeirrar skoðunar,
að með lögum mætti koma í veg fyrir að
útflutt sjeu ljeleg egg, en álítur samt hyggi-
legra að koma á skipulegri fræðslu um
alifuglaræktina, til þess að koma framleið-
endum í skilning um hvað þeim sjálfum er
fyrir bestu. Leggur nefndin því til að settir
sjeu ljensleiðbeinendur, og fái hver þeirra
að launum frá ríkinu 2000 krónur. Enn-
fremur vill nefndin láta stofna skóla, þar
sem meðferð á alifuglum sje kend og sjeu
þeir hafðir á þeim stöðum, sem vel eru
fallnir til alifuglaræktunar, og eiga þeir
skólar að vera í sambandi við landbún-
aðarskólana. Þá vill nefndin einnig koma
á námsskeiðum, er byrja sumarið 1932,
og sje lagt til þeirra frá ríkinu 7900 krón-
ur. Síðari árshelming 1931 vill nefndin
að sett sje á fót námsskeið fyrir leiðbein-
endur og til þess lagt 4200 krónur. Á það