Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 96
eru heimildir í fornum ritum þvert á trúarbrögð og menningarheima um notkun þeirra. Gyða nefnir til að mynda kínverska lækningabók sem var skrifuð 2700 fyrir Krist. The book of internal medcine eftir Shen Nung sem enn sé notuð í dag. „Erwin kenndi okkur í fjögur ár. Lokaritgerðin var hnausþykk og efnismikil. Upp úr henni er þessi bók unnin,“ segir hún. Gyða segir áhugann sér líklega í blóð borinn. Hún er alin upp á Súg- andafirði og móðir hennar, María Oddsdóttir, tíndi jurtir og ber til heimilishaldsins eins og margir á þeim tíma. „Já, þannig var það í þá daga. Mamma og amma voru miklar jurtakerlingar. Nú er þessi þekking aftur að færast nær okkur og er studd rannsóknum. Góð vinkona mín, Olga Sverrisdóttir, kenndi mér margt um jurtir. Uppskriftir á borð við þær sem er að finna í bókinni hafa ekki verið til nema á ensku. Bókin selst vel. Fólk hefur mikinn áhuga á þessu. Það er eins og að taka á móti drukknandi fólki að veita því upplýsingar um virkni þessara olía og aðgengi að þeim verður sífellt meira. Ég sá að það var hægt að kaupa nokkrar tegundir í matvöru- versluninni Krónunni,“ bendir hún á. Gyða notar sjálf ilmkjarnaolíur í daglegu lífi. „Ég nota langmest lavender, bergamot og piparmyntu fyrir mig og fjölskylduna. Þótt ég noti fjölmargar aðrar líka. Ég nota lavenderolíuna á sár. Barnabarnið mitt hefur notað þá olíu á hælana síðan hann var sex ára. Hann var alltaf að spila fótbolta á gervigrasi,“ segir Gyða og Vilberg tekur undir. „Þeir eru alltaf að skyrpa á grasið. Svo renna strákarnir á grasinu, brenna sig og fá sár og það kemur ígerð. En hann fór þá bara í vas- ann og náði í olíu og setti á sárið og fékk aldrei ígerð,“ segir Vilberg sem notaði sjálfur lavenderolíu í sinni vinnu. „Ég er bifvélavirki og því fylgir oft gróf húð og sár en ég notaði lavenderolíuna og húðin var silkimjúk og hrein,“ segir hann frá. „Við notum líka lavender og piparmyntu ef skordýr bíta okkur Bók Guðríðar Gyðu inniheldur fróð- leik og uppskriftir. úti. Það líða fimmtán sekúndur og þá finnur maður ekki til sársauka ef maður ber olíuna strax á,“ segir Vilberg. „Ég nota bergamotolíuna svolítið mikið, hún er góð fyrir konur og alla þá sem verður oft illt í maganum og eru að glíma við magabólgur. Þeir sem eru að glíma við slíkt geta borið olíuna á magann, strokið réttsælis yfir kviðinn. Það má líka setja nokkra dropa í brauðmola og borða. Það róar magann mikið,“ segir Gyða. „Og af því að ég er að baka. Allir ættu að hafa glas af piparmyntuolíu til reiðu í eldhúsinu. Ef þú setur olí- una á strax eftir að þú brennir þig, þá kemur ekki einu sinni roði. Ef þú brennir þig við bakstur eða elda- mennsku alls ekki setja undir vatn. Heldur skaltu grípa í olíuna,“ ráð- leggur Gyða. Þau eru sammála um að lífsgæði þeirra hafi batnað eftir að þau fluttu í húsbílinn. „Ég hef komið fleiru í verk. Ég skrifaði bókina, ég hef líka verið að mála og hef haldið nokkrar sýningar,“ segir hún og Vilberg tekur undir með henni. „Okkur finnst við sofa miklu betur í bílnum en í húsinu. Hvort það er vegna þess að við erum algjörlega skuldlaus eða hvort það er vegna þess að hluti eftirlaunanna fer beint á bankareikninginn. Það get ég ekki sagt til um. En nú erum við með sérinngang. Við getum verið með suðursvalir eða norður- svalir eftir því hvað hentar. Og getum alltaf haft útsýnið eins og við viljum,“ segir hann. „Og ef okkur leiðast nágrannarnir þá bara förum við,“ segir Gyða og brosir glettnislega. Kannski það hafi hent einu sinni eða tvisvar. „Svo þegar farið er í útilegur þá er nú ekki hægt að gleyma neinu Gyða var að baka lagtertu þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. FréttaBlaðið/anton Brink Gyða og Vilberg búa á Íslandi á sumrin og á veturna á Spáni. Barnabörnunum finnst spennandi að fara með þeim í ferðalög á ferðasvítunni eins og Vilberg vill kalla bílinn. FréttaBlaðið/anton Brink heima. Því þú ert auðvitað heima hjá þér,“ segir Vilberg og skellir upp úr. „Í stað þess að vera alltaf að streða og spara fyrir útgjöldum þá eigum við bara pening. Fólk á svo erfitt með að melta að þetta sé val. Þarna seldum við íbúð á góðan pening og við áttum góðan afgang eftir að við keyptum bílinn. Lífið er bara dásamlegt,“ segir Gyða og segir barnabörnin sérlega spennt fyrir því að fá að fara með ömmu og afa í spennandi ferðalög á bílnum. „Það er hollt að takast á við ný ævintýri þegar maður eldist. Ævin- týrin eru nú bara rétt að byrja þegar maður eldist. Síðasta æviskeiðið ætti að vera skemmtilegt,“ segir Vil- berg. „Ég hef reyndar verið ævintýra- manneskja allt mitt líf. Barnabörnin mín kalla mig ömmu norn og mér þykir vænt um það,“ segir Gyða. Allir ættu Að hAfA glAs Af pipArmyntuolíu til reiðu í eldhúsinu. ef þú setur olíunA á strAx eftir Að þú brennir þig, þá kemur ekki einu sinni roði. ef þú brennir þig við bAkstur eðA eldA- mennsku Alls ekki setjA undir vAtn. heldur skAltu grípA í olíunA. 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r40 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E 4 -B B 9 0 2 0 E 4 -B A 5 4 2 0 E 4 -B 9 1 8 2 0 E 4 -B 7 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.