Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 124
Lífið í
vikunni
16.09.18-
22.09.18
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar
Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Ég ætlaði alltaf að bæta bónus-lögum við hina plötuna en svo leið tím-inn þannig að það „meik-aði“ minni og minni „sens“ því að platan kom
út í maí, þannig að ég ákvað bara að
gefa út „standalone“ plötu. Það eru
auðvitað engar reglur – ég gef út tvö
lög en það er kannski ekkert algengt
nú til dags,“ segir tónlistarmaðurinn
Logi Pedro sem gaf út plötuna Fagri
Blakkur aðfaranótt föstudags. Á
henni eru tvö lög: Fuðri upp (GOGO)
og Reykjavík en bæði eru þau pop-
plög í anda þess sem má finna á sóló-
plötunni Litlir svartir strákar sem
kom út í vor við gífurlegar vinsældir.
„Ég er dálítið að spila á gítar í þess-
um lögum. Við vorum að gera stúd-
íóið okkar allt upp og rýmið er núna
svo vel sett upp að það er þægilegt
að grípa í gítarinn. Ég byrjaði í fram-
haldinu að semja svolítið á hann – en
á sama tíma er þetta í stíl við það sem
ég hef verið að gera.“
Blaðamaður spyr hvort Loga hafi
fundist vanta smá rokkara í músík-
ina og þess vegna hafi hann skutlað
nokkrum rokkuðum riffum inn í
þessi nýju lög.
„Það er mjög mikilvægt að geta
rokkað – það vantaði algjörlega smá
rokk og ról í þetta. Svo er líka mikill
gítar til að mynda í nýju Kanye West-
lögunum, sérstaklega í lögunum
hans með Kid Cudi – þetta er rosa
mikið rokk.“
Logi var löngu byrjaður að semja
á gítarinn þegar hann heyrði að
Kanye, sá þekkti „trendsetter“, væri
kominn á svipaðar slóðir og fann þá
að hann var á góðri leið – enda Logi
stundum kallaður Kanye Íslands,
að minnsta kosti af undirrituðum.
Litlir svartir strákar varð
eins og fyrr segir gífurlega vin-
sæl og má alveg segja að hún
sé ein stærsta poppplata sem
komið hefur út á þessu
ári. Logi hefur auð-
vitað getið sér orð
„bak við tjöldin“
– hann hefur
verið að semja
og pródúsera
fyrir aðra vin-
sæla poppara
þessa lands
en hvernig er
það núna að
stíga fram fyrir
tjöldin og standa
svona fremst á svið-
inu?
Menningarbylting
eftir poppsprengju
Logi Pedro gaf út plötu aðfaranótt föstudags sem nefnist Fagri
Blakkur. Þar eru svipuð þemu og á sólóplötunni Litlir svartir strákar.
Lagahöfundurinn er orðinn poppstjarna og líkar það vel.
ÁfraM byrjað Á að
syngja Á ísLensku
Erlendir lagahöfundar mega ekki
taka sjálfir þátt í forkeppni íslenska
Eurovision en þeir mega vinna lagið
með Íslendingum. Frá því að tungu
málareglan var tekin upp árið 2010
hefur Ísland skrapað botninn.
MiðasöLurisi sér uM
sónar-hÁtíðina
Erlendum gestum hefur fjölgað
jafnt og þétt á tónlistarhátíðinni
Sónar Reykjavík síðustu árin og
hefur nú verið gerður samningur
við StubHub til að mæta þessari
þróun. Erlendir gestir geta nú keypt
miða af traustum aðila í gríð og erg.
katrín tanja seLur
MiðbæjarsLotið
Afrekskonan Katrín Tanja
Davíðsdóttir hefur sett
íbúð sína á Lindargötu
39 á sölu. Hún segist vilja
kaupa hús við hliðina
á Annie Mist Þóris
dóttur. Ásett verð er
69,5 milljónir króna.
keLi er hinn uPPruna-
Legi harry Potter
Borgarbókasafnið
uppljóstraði
því á Facebook
að trommarinn
knái Keli í Agent
Fresco hefði
verið módelið
fyrir teikninguna
af Harry Potter
á fyrstu íslensku
útgáfunni af
bókinni Harry Potter og visku
steinninn. Lífið náði í skottið á
Kela en hann er um þessar mundir
að túra um Evrópu.
Á nýrri stuttskífu Loga Pedros, Fagri Blakkur, eru tvö lög. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kanye West og
Logi Pedro hafa
báðir verið að
nota rafmagns-
gítara upp á
síðkastið.
„Platan varð vinsæl og það var
ótrúlega gaman að fá að upplifa það
að gefa út plötu og verða „talk of the
town“. Ég er svo þakklátur fyrir að
það séu orðin 10 eða 11 ár síðan ég
spilaði fyrst á menntaskólaballi og
að krakkarnir nenni enn að hlusta á
mann.
Það gengur ekki að vera alltaf
aftast. Unnsteinn sagði einu sinni
við mig að ég yrði að hætta að semja
bara fyrir aðra, ég yrði að semja undir
eigin nafni. Þegar ég var að vinna
með Young Karin þá var það náttúr-
lega Young Karin, og sömuleiðis með
Sturlu Atlas. Þannig að það var mjög
nett að geta stigið fram og algjörlega
kominn tími á það.“
Það hlýtur að vera erfitt að fylgja
svona sprengju eins og Litlir svartir
strákar eftir og dugar ekkert minna
en eitthvað álíka eða meira til.
„Sko, það er svo ógeðslega mikið
í gangi hjá okkur núna sem á næstu
vikum á eftir að koma í ljós. Ég er
með verkefni í pípunum sem á eftir
að breyta íslensku samfélagi. Ég má
ekkert segja um það – en þetta er rosa
stórt. Þettta er menningarbylting.“
stefanthor@frettabladid.is
ég er svo þakk-
LÁtur fyrir að það
séu orðin 10 eða 11 Ár síðan
ég sPiLaði fyrst Á Mennta-
skóLabaLLi og að krakk-
arnir nenni enn að hLusta Á
Mann.
ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ TEMPUR ...
AÐ SOFA ER EIT T
AÐ HVÍL AST ER ANNAÐ
... MEÐ 25% AFSL ÆT TI Í BETRA BAKI Í SEPTEMBER
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
A F S L ÁT T U R
25%
KO M D U N Ú N A !
T E M P U R-D A G A R
Nýjar gerðir
og fjölbreytt úrval
heilsukodda
TEMPUR® Hybrid
Hönnuð fyrir sneggra viðbragð
TEMPUR® Original
Hönnuð fyrir meiri stuðning
TEMPUR® Cloud
Hönnuð fyrir meiri mýkt
2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r68 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
2
2
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
E
4
-9
4
1
0
2
0
E
4
-9
2
D
4
2
0
E
4
-9
1
9
8
2
0
E
4
-9
0
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
2
1
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K