Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 84
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Haustið kallar á bragðsterkan mat. Það er eins og manni hlýni með chilli-sósunni. Hver og einn getur þó alveg valið hversu sterkur maturinn á að vera. Hér eru tveir góðir réttir sem geta verið eins sterkir og fólk vill. Bragðmikill kjúklingur er alltaf vinsæll. Hér er réttur þar sem chilli- pipar og paprika eru í aðalhlutverki með kjúklingnum. Það er hægt að nota hvort sem er úrbeinuð kjúkl- ingalæri eða bringur í þennan rétt, eftir smekk hvers og eins. Sumum finnst kjötið af lærunum bragð- meira. Kjúklingur með papriku og chilli Fyrir fjóra til sex 600 g kjúklingur, læri eða bringa 3 msk. maizena 1 egg 1 tsk. salt ½ tsk. svartur pipar Sósa 2 msk. sojasósa ½ tsk. chilli-flögur 1 hvítlauksrif 2 msk. hunang 1 msk. chilli-mauk Grænmeti og hnetur 2 paprikur, skornar niður 1 rauður chilli-pipar, fræhreinsaður og skorinn smátt 1 lúka kasjú-hnetur 3 vorlaukar Skerið kjúklinginn í litla bita. Blandið saman í skál maizena, eggi, salti og pipar. Veltið bitunum upp úr blöndunni. Gerið chilli-sósuna með því að blanda sojasósu, chilli-flögum, hvítlauki, hunangi og chilli-mauki saman. Sósan verður sterkari eftir því sem meira er sett af chilli. Um að gera að smakka sig áfram til að finna rétta styrkleikann fyrir ykkar smekk. Skerið papriku og vorlauk. Steikið kjúklinginn í rapsolíu. Hann á að fá smá lit. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn af pönn- unni og settur í skál. Hellið chilli- sósunni yfir og hrærið. Setjið hnetur, chilli og papriku á heita pönnuna. Bætið við olíu ef þarf. Bætið síðan kjúklingnum og chilli-sósunni saman við. Stráið vorlauknum yfir. Blandið öllu vel saman og berið fram með hrís- grjónum. Mexíkóskt lasagna Þetta er einföld uppskrift sem gleður alla fjölskyldumeðlimi. Gott er að hafa allt hráefnið tilbúið og niður- skorið þegar eldamennskan hefst. Byrjið á að gera sósuna. Sósa 2 msk. rapsolía 2 msk. hveiti 4 msk. chilliduft ½ tsk. hvítlauksduft 1 tsk. salt 1 tsk. cumin 1 tsk. óreganó 1 dós hakkaðir tómatar (400 g) 2-3 dl kjúklingasoð Síðan þarf Um það bil 500 g kjúklingabringur, steiktar 8 stykki tortillur 50 g spínat 1 dós maísbaunir 1 dós svartar baunir 200 g rifinn ostur Meðlæti Lárpera í bitum Tómatar í bitum Vorlaukur í sneiðum Ferskt kóríander Límóna í bátum Chilli-sósa Sýrður rjómi Hitið ofninn í 200°C. Þegar sósan er gerð er olía hituð á pönnu og hveiti, chilli-duft, hvít- lauksduft, salt, cumin og óreganó sett út í og steikt í nokkrar mínútur. Góður ilmur kemur frá kryddunum. Bætið þá við tómötum og soði. Leyfið öllu að malla smá stund. Rífið kjúklingakjötið niður. Skerið hverja tortillaköku í fernt. Opnið baunadósina, hellið vatninu frá og skolið svörtu baunirnar undir renn- andi vatni. Takið nú sósuna af hitanum og sækið eldfast mót sem er 20x25 að stærð. Setjið smá sósu í botninn á forminu. Leggið tortilla-kökur yfir. Setjið spínat og kjúkling yfir, síðan svartar baunir og maísbaunir. Dreifið osti yfir og setjið meira af sósunni. Þá eru aftur settar tort- illa-kökur yfir og síðan spínat og kjúklingur. Þá eru baunir og svo haldið áfram eins þar til allt er búið. Í restina er sósa og rifinn ostur. Breiðið álpappír yfir formið. Setjið formið í 200°C heitan oft og bakið í 30-40 mínútur. Takið þá álpappírinn, dreifið aðeins meiri osti yfir og bakið í 5-10 mínútur í viðbót. Osturinn á að vera gullin- brúnn. Gott er að kæla réttinn í nokkrar mínútur áður en hann er borinn fram svo enginn brenni sig. Berið fram með meðlætinu sem upp var talið og jafnvel salati líka. Kjúklingaréttir með chilli Margir elska sterka rétti og spara ekki chilli-piparinn. Það er hægt að gera þessa kjúklingarétti eins sterka og fólk vill. Ef börn eru til borðs má minnka chilli í réttinum en bæta chilli-sósu á eigin disk. Mexíkóskt lasagna er fyrir alla fjöl- skylduna. Einfalt að laga þennan rétt. Æðislegur kjúkl- ingaréttur með chilli-pipar. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Arnar Magnússon markaðsfulltrúi Fréttablaðsins Sími: 512 5442 / arnarm@frettabladid.is ENDURSKOÐUN OG BÓKHALD Veglegt sérblað Fréttablaðsins um Endurskoðun og bókhald kem r út miðvikudaginn 26. september Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E 4 -D 4 4 0 2 0 E 4 -D 3 0 4 2 0 E 4 -D 1 C 8 2 0 E 4 -D 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.