Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 8
Skemmtu þér konunglega Skelltu þér á völlinn og hvettu þitt uppáhaldslið. Skrepptu á tónleika eða í leikhús. Röltu um hallargarða og forna kastala og kynntu þér nýjustu strauma og stefnur í matargerð, listum og tísku. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins í Bretlandi. BRETLAND Verð aðra leið frá 13.900 kr. Verð frá 21.400 Vildarpunktum Jafnrétti „Sumir spyrja sig nú þegar þeir velta fyrir sér atburða- rásinni í Orkuveitunni: Skilaði #MeToo-byltingin engu? Ég svara því til að byltingin sé rétt að byrja,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfara- trygginga Íslands. Stjórn Félags kvenna í atvinnu- lífinu (FKA) fundaði í vikunni um uppsögn Áslaugar Thelmu Einars- dóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsti stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu stjórnar sagði: „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið fag- lega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni.“ Hulda er fulltrúi Félags kvenna í atvinnulífinu í starfshópi á vegum velferðarráðuneytis sem fylgir eftir aðgerðum á vinnumarkaði gegn ein- elti og kynferðislegu og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. „Nefndin hefur fengið það verkefni að koma með hugmyndir að úrbót- um á vinnuumhverfi. Við vinnum einnig úr hugmyndum um fræðslu til fyrirtækja. Til að mynda heima- síðu þar sem verða upplýsingar um málefnið. Skýrar leiðbeiningar til stjórnenda um aðgerðir og viðbrögð gegn einelti og kynbundinni áreitni og kynferðislegu ofbeldi á vinnu- stöðum,“ segir hún og segir flesta meðlimi aðgerðahópsins þekkjast vel og hafa starfað áður að úrbótum í málaflokknum á öðrum vettvangi. Hulda hefur vegna vinnu sinnar í aðgerðahópnum fengið í trúnaði fjölmörg dæmi um áreitni, ofbeldi og einelti. Henni þykir verst þegar konur eru gerendur gegn konum. „Þá verð ég hrygg. Ég hef ekki umburðar- lyndi fyrir því þegar karlar telja sig mikilvægari konum, en ég hef á því vissan skilning. Þegar konur taka þátt í þöggun á ofbeldi gegn kyn- systur sinni eða þegar þær leggja þær í einelti á vinnustað, það skil ég ekki. Við verðum að vera óhræddar við að tala um þetta og átta okkur á því að allir þurfa fræðslu um ofbeldi, bæði konur og karlar. Karlar eru alls ekki einir um að beita ofbeldi,“ segir hún og bendir á að FKA sé vettvangur kvenna til að stækka tengslanetið og efla sig sem stjórnendur. „Konur eiga að vera konum bestar, það er það sem við göngum út frá í FKA og viljum vinna að. Konur eru líka rétt að byrja að átta sig á því að þær gegni mikilvægu hlutverki í að gagn- rýna þessa menningu, hafa hátt um hana. Þær eigi ekki að taka þátt í úr sér genginni og skaðlegri menningu,“ segir Hulda. Hún bendir á að OR-málið sé það fyrsta þar sem háttsettur stjórnandi sé látinn taka afleiðingum gjörða sinna. „Við verðum að muna að þetta mál er aðeins ein birtingar- mynd vandans. Við eigum að læra af því. Það eru fjölmargar aðrar konur og karlar sem glíma við afleiðingar áreitni, eineltis og ofbeldis. Ég veit um konur sem hafa bakkað út úr góðu starfi vegna áreitni eða eineltis. Ég veit um eitt svæsið dæmi í stjórnmálum þar sem kona þurfti að velja um frama innan flokksins eða afhjúpa háttsettan aðila innan hennar flokks sem áreitti hana á mjög óviðeigandi hátt. Hennar hagsmunir voru of miklir innan flokksins til að hún væri tilbúin til að segja sannleikann um hegðun mannsins. Þá veit ég um konur sem hafa stigið til hliðar vegna eineltis annarra kvenna. Þær segja gjarnan aðspurðar: Ég vildi breyta til. Kjósa að fara í stað þess að reyna að takast á við vandann. Ég held að það skorti betri leiðir til þess að taka á ofbeldi, einelti og áreitni á vinnustað. Það er bara nýlega sem ég komst að því að það er lögbundið hlutverk Vinnu- eftir litsins að taka á þessum málum en stofnunin hefur litla burði til þess.“ í dag,“ segir Hulda. kristjanabjorg@frettabladid.is Hulda Ragnheiður Árnadóttir hjá FKA segir alla þurfa fræðslu um ofbeldi, bæði konur og karla. Konur eigi að vera konum bestar. .FRéttAblAðið/EyþóR Hennar hagsmunir voru of miklir innan flokksins til að hún væri tilbúin til að segja sannleik- ann um hegðun mannsins. Hulda Ragnheiður Karlar ekki einir um að beita ofbeldi „Þegar konur taka þátt í þöggun á ofbeldi gegn kynsystur sinni eða þegar þær leggja þær í einelti á vinnustað, það skil ég ekki,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri sem situr í aðgerðahóp vel- ferðarráðuneytis gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum landsins. 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 4 -A C C 0 2 0 E 4 -A B 8 4 2 0 E 4 -A A 4 8 2 0 E 4 -A 9 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.