Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 40
Arndís Valgarðsdóttir sálfræðingur segir að ýmis andleg vandamál geti fylgt því að eldast og það sé mikilvægt að aldraðir hafi aðgang að sálfræðiþjónustu ef á þarf að halda, því hún geti reynst þeim mjög dýrmæt. MYND/EYÞÓR Arndís Valgarðsdóttir, sál-fræðingur hjá Sálfræðingum Höfðabakka, sérhæfir sig í að veita öldruðum sálfræðiþjónustu. Hún segir að það séu ýmis andleg vandamál sem geti komið upp á efri árum og það sé misjafnt hversu vel einstaklingar séu í stakk búnir til að takast á við þau. Því geti sálfræði- þjónusta reynst þessum hópi sér- lega dýrmæt, þó að aldraðir séu oft tregir til að leita sér slíkrar hjálpar. „Fólk upplifir það að eldast á mjög mismunandi hátt. Með hækk- andi aldri, breytingum á samfélags- legri stöðu við starfslok og líkam- legri hrörnun aukast líkur á ýmiss konar sjúkdómum og versnandi heilsufari,“ segir Arndís. „Veikindum fylgir yfirleitt líkamleg vanlíðan og erfiðar tilfinningar sem birtast oft í formi reiði og pirrings. Þessu fylgja líka oft aðrar neikvæðar tilfinn- ingar eins og þunglyndi, kvíði og vanmáttur, sem geta reynst þeim öldruðu erfiðir fylgifiskar. Þegar hjón eldast saman er algengt að það verði hlutskipti ann- ars þeirra að sinna veikum maka Aldraðir þurfa aðgang að sálfræðingum Ýmis andleg vandamál geta fylgt því að eld- ast, en það er misjafnt hve auð- velt aldraðir eiga með að takast á við þessa van- líðan. Því er mikil- vægt að þeir hafi aðgang að sál- fræðiaðstoð ef á þarf að halda. sínum. Við þær aðstæður breytist staða hjónanna innan hjónabands- ins og slíkt getur reynt mjög á sam- bandið,“ segir Arndís. „Það getur verið erfitt að takast á við þetta nýja hlutverk og auk þess er algengt að þeim sem þurfa á aðstoðinni að halda finnist erfitt að vera þiggjandi. Þetta getur leitt til andlegrar van- líðanar hjá þeim báðum.“ Þunglyndi stundum talið eðlilegt „Þunglyndi er einn algengasti kvillinn á Vesturlöndum og mikið heilsufarsvandamál, þar sem því fylgir bæði andleg og líkamleg van- líðan. Helstu birtingarmyndir þung- lyndis eiga jafnt við eldra fólk og yngra,“ segir Arndís. „Þær eru dep- urð, grátur, vanlíðan, óskilgreindur kvíði og framtaksleysi. Þeir sem eru þunglyndir bera sig oft illa, eiga erfitt með að finna til ánægju, hafa vantrú á eigin getu, mikla hlutina fyrir sér og missa áhugann á sam- skiptum við aðra. Þeir upplifa sig gjarnan einskis verða og vanmáttur og vonleysi brýst oft fram sem pirr- ingur og reiði í samskiptum. Þunglyndi og einmanaleiki haldast líka oft í hendur og líkamleg einkenni, eins og svefntruflanir, þyngdartap, meltingartruflanir, þreyta og alls kyns verkir geta fylgt þunglyndi,“ segir Arndís. „Eldra fólk telur gjarnan að þunglyndi sé eðli- legur fylgifiskur þess að eldast og er líklegra til að kvarta yfir líkamlegum kvillum eða minnisleysi heldur en andlegri vanlíðan.“ Mikilvægt að þekkja einkenni kvíða „Kvíði er eðlilegt viðbragð sem við upplifum þegar okkur finnst við ráða illa við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Arn- dís. „Kvíði getur verið gagnlegur og hvatt okkur til dáða en hann getur líka verið hamlandi og er oft mjög óþægilegur. Hækkandi aldri fylgja ýmsar breytingar á lífinu sem við erum misvel fallin til að takast á við og algengt er að finna til aukins kvíða. Heilsan lætur undan síga, getan til sjálfsbjargar minnkar og sumir kvíða dauðanum,“ segir Arndís. „Meðal einkenna sem fylgja kvíða eru eirðarleysi, þróttleysi, einbeit- ingarskortur, pirringur, svefntrufl- anir og vöðvaspenna. Sum þessara einkenna geta verið eðlileg afleiðing öldrunar, en það getur skipt miklu máli að greint sé á milli eðlilegra merkja þess að eldast og einkenna kvíða eða ann- arra sálrænna kvilla,“ segir Arndís. „Þó getur stundum verið erfitt að aðgreina einkenni kvíða, þung- lyndis og heilabilana hjá öldruðum, þar sem einkennin geta verið bæði svipuð og samofin.“ Oft erfitt að vera aldraður „Eldra fólk býr oft yfir mikilli sorg eftir lífsreynslu langrar ævi. Erfiðast er að missa börn, maka eða aðra ást- vini, en mörgum finnst starfslokin líka erfið og að missa hlutverk sitt og samfélagsstöðu,“ segir Arndís. „Öðrum finnst erfitt að sjá líkama sinn eldast og finna virkni og þrótt dvína. Það er misjafnt hversu vel fólki gengur að takast á við vanlíðan sína. Sumum finnst erfitt að tala um líðan sína eða hafa engan til að tala við og eiga því erfiðara með að vinna úr vanlíðan og sorg,“ segir Arndís. „Það er líka mjög misjafnt hversu mikið innsæi eða þekkingu fólk hefur á tilfinningum sínum og sumir átta sig ekki á hvað það er sem veldur vanlíðaninni. Að átta sig á hvað liggur að baki breytingum á líðan getur eitt og sér verið mikilvægt og gerir það auðveldara að ákveða hvernig má takast á við vandann. En eldra fólk leggur oft meiri áherslu á líkamlega heilsu sína en andlega líðan og er oft tregt til að leita til sálfræðinga,“ segir Arndís. „En ef fólk glímir við heilsufarsvanda, þunglyndi eða kvíða getur það aukið lífsgæðin að fá hjálp sálfræðinga til að takast á við breytta lífssýn. Því er ástæða til að benda á að þjónusta sálfræðinga stendur öllum til boða, á hvaða aldri sem fólk er,“ segir Arndís. „Til að stuðla að góðri líðan á efri árum þarf að tryggja eldra fólki greiðan aðgang að allri heilbrigðisþjónustu og sálfræði- þjónusta er mikilvægur hluti af henni.“ Þá getum við hjá Sinnum lagt þér lið. Hikaðu ekki við að leita til okkar ef þig vantar þjónustu við skyldmenni eða sjálfa/n þig. Aðhlynning, afþreying, böðun, liðveisla og leikhús eða matargerð - við höfum lausnina sem hentar þínum lífsvenjum. Vantar þig aðstoð við athafnir daglegs lífs? Ármúla 9 - 108 Reykjavík - Sími 519 1400 sinnum@sinnum.is - www.sinnum.is Heyrðu í okkur í síma 519-1400 eða sendu okkur línu á sinnum@sinnum.is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . s E p t E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U REfRI áRIN 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 4 -F B C 0 2 0 E 4 -F A 8 4 2 0 E 4 -F 9 4 8 2 0 E 4 -F 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.