Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 5
VERSLUNARTIÐINDI
MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS
Verslunartiðindi koma út einu sinni í manuði, venjul. 12 blaðsíðui.
Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla:
Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu.
Talsími 3694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja h.*.
17. ár
Sept,—Nóv. 1934
9.—11. tbl.
Einokunarfrumvörpunum mótmælt.
Á Alþingi því, sem nú stendur yfir, hafa verið borin fram þessi einokun-
arfrumvörp:
1. Frumvarp til laga um heimild handa ríkisstjórninni til einkasölu á bifreiðum,
mótorhjólum, rafmagnsvjelum, rafmagnsáhöldum o. fl.
2. Frumvarp til laga um einkasölu á eldspýtum og vindlingapappír.
3. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 69, 7. maí 1928 um einkasölu á
áfengi.
4. Frumvarp til laga um verslun með tilbúinn áburð.
5. Frumvarp til laga um ríkisútgáfu skólabóka, og loks.
6. Frumvarp til laga um fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða
o. fl., sem heimilar ríkisstjórninni að taka upp einkasölu á saltfiski.
Öll þessi frumvörp hafa það sameiginlegt, að þau miða að því, að leggja í
rústir og sölsa undir ríkið frjálsan og sjálfstæðan atvinnurekstur á sviði verslun-
ar og viðskifta. Nemur verslun með vörur þær, sem frumvörpin gefa heimild til að
einoka, mörgum miljónum króna árlega, jafnvel þótt einokun á saltfiski sje hjer
ekki talin með. Er með frumvörpum þessum, nái þau fram að ganga, stígið drjúgt
spor í áttina að því marki núverandi stjórnarflokka, að koma undir ríkið allri
verslun landsmanna.
Eins og að líkindum lætur, hefir þessi einokunarstefna vakið fádæma gremju
og andúð alls almennings í landinu, enda hafa Alþingi borist fleiri og almennari
mótmæli gegn ofangreindum frumvörpum, en dæmi munu til um nokkur önnur mál,
nú um margra ára skeið. Mótmælin, sem fram hafa komið, eru hvaðanæfa af land-
inu og standa að þeim einstakir kaupsýslumenn, stétta- eða sjergreinafjelög versl-
unarmanna eða almenningur yfirleitt.
Mikið af þessum mótmælum hefir verið sent Verslunarráðinu, og fer hjer á
eftir listi yfir þá aðila, er að þeim mótmælum standa, sem Verslunarráðið hefir
borið fram við Alþingi gegn einkasölufrumvörpunum:
1* Fjelag íslenskra stórkaupmanna.
= mtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin