Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 6
62
VERSLUNARTÍÐINDI
2. Fjelag vefnaðarvörukaupmanna í Reykjavík.
3. Fjelag íslenskra byggingarefnakaupmanna.
4. Fjelag matvörukaupmanna í Reykjavík.
5. Kaupmannafjelag Hafnarfjarðar.
6. Lyfsalafjelag íslands.
7. Fjelag kolakaupmanna við Faxaflóa.
8. Fjelag matvörukaupmanna á Akureyri.
9. Skipstjórafjelag Norðlendinga á Akureyri.
10. Iðnaðarmannaf jelag Akureyrar.
11. Verslunarmannaf jelag Seyðisf jarðar.
12. Verslunarmannaf jelagið á Akureyri.
13. 176 óf jelagsbundnir kaupmenn og aðrir atvinnurekendur í Reykjavík.
14. 100 kaupmenn, útgerðarmenn og aðrir atvinnurekendur í Vestmannaeyjum.
15. 123 kaupmenn og aðrir atvinnurekendur á Akureyri.
16. 34 kaupmenn á ísafirði.
17. Kaupmenn og atvinnurekendur í Hnífsdal.
18. 18 kaupmenn og aðrir atvinnurekendur á Sauðárkróki.
19. Kaupmenn og atvinnurekendur á Þingeyri.
20. 99 alþingiskjósendur í Neskaupstað.
Áuk þeirra, sem hjer að framan hafa verið taldir, hefir Verslunarmannafjelag
Reykjavíkur látið í ljós andúð sína á frumvörpunum, þótt í annari mynd hafi verið.
Alls standa að mótmælunum á 11. hundrað kaupsýslumenn eða aðrir sjálfstæðir
atvinnurekendur og veita þeir á 5. þúsund manns atvinnu. Má af þessu ráða, að það
eru nokkuð margir í okkar fámenna þjóðf jelagi, sem hafa ástæðu til að láta sig það
einhverju skifta, hvort einokunarfrumvörpin nái fram að ganga eða ekki.
Hjer skal ekki rætt um það, hver áhrif mótmælin hafa haft á framgang þeirra
mála, er þeim var stefnt gegn. En ef dæma má eftir þeim undirtektum, sem þau
hafa fengið hjá nokkrum aðilum utan þings, er óhætt að álíta, að forystumenn ein-
okunarstefnunnar á þingi hafi að minsta kosti ekki litið þau hýru auga. Þannig
hefir eitt af blöðum stjórnarinnar verið látið ráðast illkvittnislega að þeim, sem
gerst hafa svo djarfir að skýra hinu háa Alþingi frá skoðun sinni á einokunar-
stefnunni. Gefur slíkt góða hugmynd umlýðræðishug þeirra manna, sem að frum-
vörpunum standa.
Þá hafa einokunarsinnar lagt sjerstaka áherslu á að reyna að hindra, að al-
menningur úti um land fengi fregnir af þeirri andúð, sem frumvörpin hafa hvar-
vetna vakið. Er í þessu sambandi skemst að minnast þess, hvernig útvarpið hefir
verið tekið í þjónustu einokunarstefnunnar á Alþingi. Þá fyrst, er það í þingfrjett-
um getur mótmælanna á allsendis ófullnægjandi hátt, og síðar, er Verslunarráð ís-
lands hyggst að bæta úr hinum óljósa frjettaburði, með því að láta lesa upp, sem
tilkynningu, skrá yfir þau mótmæli, er fram höfðu komið, að útvarpsstjóri legg-
ur bann gegn því, að tilkynningin sje lesin upp — einnig þótt hún sje greidd fullu
gjaldi. —
Ætti þetta hvorutveggja að verða kaupsýslumönnum næg ástæða til að treysta
samtök sín og skipa sjer fastar um hagsmunamál verslunarstjettarinnar.