Verslunartíðindi - 01.09.1934, Síða 8

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Síða 8
m VERSLUN ARTÍÐINDI 8, gr. Með lögum þessum er numin úr gildi 8.—6. gr. laga nr. 48, 4. júní 4924 og lög nr. 1, 8. mars 1920. 9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 12. okt. barst Verslunarráðinu brjef frá fjárhagsnefnd efri deildar alþingis, þar sem nefndin leitar umsagnar ráðsins út af ofangreindu frumvarpi. — Umsögn Verslunarráðsins er á þessa leið: Verslunarráðið hefir móttekið heiðrað brjef yðar frá 12. þ. m., og samkvæmt til- mælum yðar tekið tilsent „frumvarp til laga um gjaldeyrisverslun o. fl.“ til ítar- legrar athugunar. Verslunarráðið hefir ogleitað umsagn- ar á frumvarpinu hjá stjórnum flestra þeirra stjetta- eða sjergreinafjelaga kaupsýslumanna, sem að Verslunarráð- inu standa og sem hægt var að ná til á svo skömmum tíma. Svar hefir þegar bor- ist frá Fjelagi ísl. stórkaupmanna, Fje- lagi vefnaðarvörukaupmanna, Fjelagi byggingarefnakaupmanna, Fjelagi mat- vörukaupmanna, Fjelagi ísl. botnvörpu- skipaeigenda og Verslunarmannafjelagi Reykjavíkur, og þykir skylt að geta þess, að afstaða Verslunarráðsins til frum- varpsins, og sem hjer fer á eftir, er í fullu samræmi við samþyktir þær, er fulltrúar þessara fjelaga hafa gert um málið. Það mun vera óþarft að vekja athygli hæstvirtrar fjárhagsnefndar á því, að Verslunarráðið hefir oftlega látið í ljós álit sitt á kjarna þessa máls, sem frum- varpið fjallar um. Með erindum til Al- þingis, til fyrverandi stjórna og með opin- berum skrifum um málið, hefir Verslunar- ráðið, með yfirgnæfandi meiri hluta versl- unarstjettarinnar að baki sjer, komið fram með rökstuddar skoðanir um, að það telur gjaldeyrishömlur og innflutnings- höft óheppileg ráð, jafnvel oft skaðleg, til að koma á jafnvægi í viðskiftum okk- ar við útlönd. Með þeim forsendum, að kaupgeta almennings í landinu sje sá búskaparlegi faktor, sem í rauninni ákveði innflutn- inginn, hefir verið bent á, að þegar til lengdar láti, þurfi engin innflutningsbönn eða gjaldeyrisskamtanir til að þessar stærðir, innflutningurinn og kaupgetan innanlands, haldist í hendur — með öðr- um orðum, að jafnvægi sé á í viðskiftum okkar við útlönd. Með viturlegum og sjálfsögðum varúðarráðstöfunum bank- anna, mun enginn innflytjandi hafa til- hneigingu til að flytja meira af vörum til landsins en hann getur selt — þ. e. meira en kaupgeta almennings leyfir. Hér væri nú ástæða til að athuga, hvað það er, sem raunverulega ákveður kaupgetuna, en það nægir þó í þessu sambandi að slá því föstu, að það kaupmagn, sem til annara landa leitar, ákveðst af útflutningnum og engu öðru, og ,er hér þá að sjálfsögðu einnig tekið tillit til ,,sýnilegs og ósýni- legs“ inn- og útflutnings. Af þessu leiðir sú einfalda staðreynd, að innflutningur í samræmi við hina rjettu kaupgetu lands- manna getur aldrei verið hættulegur fyr- ir þjóðarbúskapinn, aldiæi verið orsök á röskun á jafnvægi greiðslujafnaðar okk- ar við útlönd. Því er hjer óhætt að endur- taka það, sem áður er sagt, með þeim orð- um, að heilbrigð og ábyrgðarrík verslun- arstjett mun ekki af sjálfsdáðum og án uppörvunar frá bönkum, lánsstofnunum eða fyrir pólitík ríkisins sjálfs flytja inn meira af vörum, en hún er fær um að greiða með útflutning: sínum. Það atriði, sem hjer hefir vilt mönnum mest sýn og valdið mestum misskilningi, skai einnig tekið hjer lítillega til athug- unar, enda mun slíkt vera nauðsynlegt, þar eð almenningsálitið á bágt með að

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.