Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 9
VERSLUNARTÍÐINDí 65 sætta sig við staðreyndina um hið eðlis- bundna jafnvægi á inn- og útflutningi eins lands. Ástæðan fyrir þessum mis- skilningi manna er oft og tíðum erlend- ar lántökur, og þá sjerstaklega þegar þær fara að koma fram í greiðslujöfnuðinum sem ,,óhagstæðar“ stærðir. Er lántökur eiga sjer stað, eru þær í rauninni fyrir lántakandann óeðlileg kaupgeta, eins- konar fyrirframúttekt. Þær verða að greiðast af framleiðslu ókomins tíma, og til þess þarf að jafnaði hagstæðan versl- unar- eða þjónustujöfnuð — eins og þær hafa venjulega óhagstæðan verslunar- jöfnuð í för með sjer, er þær eru teknar (t. d. Island 1930). Sje nú komið að því, að land, sem tekið hefir mikið af erlendu fje að láni, eigi að fara að greiða það, þá kemur oft fyrir, að slíkt er ekki hægt, nema með söfnun nýrra skulda erlendis. Greiðslujöfnuðurinn er þá ekki í jafn- vægi, það er halli á viðskiftunum við út- lönd — og nú er innflutningnum kent um og fullyrt, að hann eigi sök á jafnvægis- röskuninni. Hjer er það, að meinlokan liggur. Þess er ekki gætt, að það er eitt- hvað, ,sem ræður því, hve mikið er flutt inn, hve mikið er keypt af vörum frá út- löndum, og eins og áður er getið, þá er það einmitt kaupgetan í landinu. Inn- flutningurinn og kaupgetan geta eftir þessu verið hlutfallslega rjettar stærðir, þótt ekki takist að gera öllum tilfallandi kröfum útlendinga á þjóðarbúskapinn full skil í bili, nema með söfnun nýrra skulda. En hverju er þetta ósami’æmi í viðskiftunum þá að kenna? Áður var bent á, að innflutningurinn væri þessu ekki valdandi, því að hann stjóniast af kaupgetu þegnanna. Með öðrum orðum, kaupgeta landsins virðist eiga sök á vand. ræðunum — hún virðist vera of mikil. Þetta kann' að hljóma einkennilega, en er þó rjett, þegar það er skilið á þann hátt, að of miklu af tekjum landsmanna sje leyft að beinast að vörukaupum. í þessu sambandi er nú nauðssynlegt að koma aftur að lántökunum, að þeirri óeðlilegu kaupgetu, sem flutt var inn í landið og greiðast átti á þann hátt, að heildartekj- urn þegnanna (eða rjettara lántakans) yrði ekki öllum varið til neyslu. 1 stuttu máli, það, sem gerist í ofangreindu dæmi, er röskun kemst á viðskiftajöfnuðinn, er, að ekki er gert ráð fyrir þeim ,,óhag- stæðu“ greiðslum, sem öll lán koma til að hafa í för með sjer. Lántakinn vanræk- ir að gera ráð fyrir afborgunum eða end- urgreiðslum lánanna — hann takmarkar ekki tekjur sínar til vörukaupa, heldur lætur þær allar ganga til neyslu eða aukn- ingar á framleiðslutækjum sínum. Sje ríkið sjálft lántakandinn, þá tak- mai'kar það á auðveldastan og rjettast- an hátt kaupgetu almennings, er það legg ur skatta á þegnana, tekur tolla af vörum þeim, er þeir neyta, o. s. fi'v. Með því takmarkar það innflutninginn — hindrar, að of mikið af tekjum þegnanna beinist að vörukaupum — og sjer jafnframt fyr. ir því, að jafnvægi geti verið á greiðslu- jöfnuðinum, ef það notar það fje, sem kaupgetuskerðingin nemur, til að gi’eiða með ei'lendar skuldbindingar sínar. Hjer til athugunar má einnig benda á, að tekjuhallafjárlög eru ekki ósjaldan vott- ur þess, að löggjafinn eigi sjálfur sök á því, að greiðslujöfnuðui’inn er ekki í jafn- vægi, að hann hafi vanrækt að takmarka svo kaupgetuna og þar með innflutning- inn, að giæiðsla á lánunum sje trygð. Þessum málurn er nákvæmlega eins far- ið, þótt gei't sé ráð fyrir, að einhver ein- staklingur þjóðarheildax'innar sé lántak- andinn, sem gert er að greiða skuld til út- landa. Sé um hygginn og áreiðanlegan kaupsýslumann að x'seða, mun hann ætíð gera ráð fyrir afborgunum og vöxtum af

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.