Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 13

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 13
VERSLUN ARTlÐINDI 69 það.hvernig leyfisveitingunum skuli hag- að (kvotasystem), ekkert getið um það, hvaða aðstöðu ný verslunarfyrirtæki skuli njóta móts við eldri verslanir til að fá umráð yfir gjaldeyri, engar upplýsing- ar um það, hvaða skilyrði nefndinni er heimilt að setja fyrir leyfisveitingunum o. s. frv. Verslunarráðið lítur svo á, að alt þetta sjeu svo mikilsverð atriði, að nauðsynlegt sé að ákveða nánar um það í frumvarpinu sjálfu, hvernig þessum mál- um skuli fyrir komið. 5.—9. gr. Ákvæði þau, sem þessar greinar innihalda, eru að mestu nauðsyn. leg viðbót við þau ákvæði frumvarpsins, sem raunverulega er ætlað að skipa gjald- eyris- og innflutningsmálunum, og þegar hefir verið rætt um. Það þykir því ekki þurfa að gera efni þessara greina hjer að umræðuefni sjerstaklega. Með tilliti til þess, að háttv. fjárhags- nefnd æski frekari skýringa á afstöðu Verslunarráðsins til þessa máls, skal það tekið fram, að þær munu fúslega látn- ar í tj,e. Virðingarfyllst, H. Benediktsson. A. Claessen. Richard Thors. C. Proppé. Jóh. Ólafsson. JesZiemsen. S g á v a r la ð v e g s ni a 1 i ii. Eignir 32Yn milj., skuldir 26V2 milj. Þannig hljóðar niðurstaða milliþinga- nefndarinnar í sjávarútvegsmálum, um ástand þess atvinnuv.egar, sem framtíð íslensku þjóðarinnar, menning hennar og sjálfstæði byggist á, öllu öðru fremur. Svona var hag útgerðarinnar komið í árs- lok 1932, og öllum er kunnugt, að ekki muni ástandið hafa batnað síðan. 3214 miljón króna! Þetta eru samantaldar eignir allra þeirra manna á Islandi, sem hafa sjávar- útveg að aðalatvinnu. I þessum rúmlega þremur miljónatugum, eru ekki einungis taldar þær eignir, sem beinlínis snerta útgerðina, svo sem skip og bátar, veiðar- færi og verkunarpláss, heldur allar eign- ir þessara manna, hús, jarðir, innanstokks munir og alt sem nöfnum tjáir að nefna. Og á móti þessum eignarlið kemur hinn liðurinn, skuldaliðurinn, nærri eins hár, 2614 miljón króna. Slíkur er hyrningarsteinninn í menning- arhöll hins fullvalda konungsríkis, íslands. Æfintýrið um útgerðina. Saga íslenska sjávarútvegsins seinasta mannsaldurinn er vafalaust einhver merkilegasta sagan í öllu atvinnulífi heimsins á síðari tímum. Vegna fram- taks og áræðis, þrautseigju og dugnað- ar íslenskra sjómanna og útgerðarmanna, hefir ísland orðið þess megnugt, að taka að sjer hlutverk nútímamenningarríkis. Hundruðum miljóna hefir verið ausið upp úr sjónum. Lítilfjörlegar verstöðvar hafa orðið að menningar-bæjum. Hvert sem litið er, blasa við framkvæmdirnar. Vega- kerfi er komið um alt land, skólar hafa risið upp til sjávar og sveita, sjúkrahús og heilsuhæli, strandferðir og landvarn- ir, sími í hverri sveit — allt hefði þetta verið óhugsandi ef útgerðin hefði ekki náð að verða sú lyftistöng, sem raun hef- ir á orðið. Og landbúnaðurinn hefir síst farið varhluta af því fjármagni. sem þannig hefir skapast. Óræktar-móarnir hafa orðið að túnum. Nýtísku hús eru komin í stað torfbæjanna. Nú er svo kom-

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.