Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 20
76
VERSLUNARTÍÐINDI
hækkun þessa styrks. Er þess að vænta,
að umsókn þessi mæti sanngjörnumskiln-
ingi. Alþingismenn geta með góðri sam-
visku ljeð þessu máli lið, er það er vitað,
að skólinn er notaður af fólki úr öllum
stjettum okkar fámenna þjóðfjelags.
Þannig upplýsir skýrsla skólans, að árið
1933—’34 hafa synir eða dætur 60 kaup-
sýslumanna, 32 útgerðar- eða sjómanna,
20 iðnaðarmanna, 17 embættismanna eða
starfsmanna þess opinbera, 16 bænda, 11
verkamanna, 5 bílstjóra o. s. frv., sótt
skólann. — Þá þarf það ekki að hindra
styrkhækkun til skólans, að hann sje ein-
ungis sóttur af fólki úr Reykjavík. Af
þeim 47 nemendum, sem tóku fullnaðar-
próf vorið 1934, voru 17 utan af landi. —
Þetta hvorutveggja sýnir, meðal margs
annars, að það er fullkomið rjettlætismál,
að styrkurinn til skólans verði hækkaður
verulega.
Hvað geta íslendingar
keypt af Spánverjum.
Niðurlag.
I tólfta flokki er talinn rúmlega %
af öllum útflutningi Spánverja. Stærstu
deildir þessa flokks eru sem hjer segir:
milj. gullpeseta
1. Nýir ávextir ................... fyrir 204.1
2. Þurkaðir ávextir ................. — 68.1
3. Vín og' ái’engi................... — 48.6
4. Aðrir drykkir..................... — 1.7
5. Viðarolía ........................ — 64.1
6. Grænmeti.......................... — 54.4
7. Þurkað grænmeti .................. — 1.5
8. Korn og mjöl ..................... — 11.3
9. Nýlenduvara ...................... — 9.9
10. Allskonar niðursuða................ — 40.1
11. Fiskui', nýr og linsaltaður........ — 4.0
12. Kjöt .............................. — 2.6
Af nýju ávöxtunum eru glóaldin lang-
mest virði, þar sem þau eru seld fyrir
172.5 milj. gullpeseta. Af öðrum ávöxt-
um má nefna vínber fyrir 16,8 milj.,
gulaldin fyrir 4 milj., eiraldin fyrir 2.5
milj., kirsuber fyrir 2.4 milj., tröllepli
fyrir 2.0 milj., epli fyrir 0.4 og ferskj-
ur fyrir 0.5 milj. gullpeseta. Mú búast
við að nú verði lagt nokkurt kapp á að
bæta fyrir sölu ávaxta, ef það er hægt
í verslunarsamningum, því ráðherra sá,
sem fer með verslun, er frá Valencia
hjeraðinu og hefir verið framarlega í
flokki ávaxtabænda í kröfum um r.iett-
arbætur þeim til handa. Fyrir okkur
íslendinga eru þó margir erfiðleikar á að
kaupa ávexti hjer. Svo sem kunnugt er,
er ávaxtaútflutningurinn hjeðan með
þeirri skipan, að meðan hann stendur
yfir, sem er frá nóvember til mars,
koma skip, sem fara hjá tóm, og eru
á leið til Norður-Evrópu, við í Valencia.
Eru flutningar síðan boðnir niður á
hverjum degi, með því fyrirkomulagi,
sem venjulega er á uppboðum. (Jtflytj-
endum til styrktar og til að koma á sem
mestri samkepni, eru hafnargjöld á-
kveðin miklu lægri fyrir þessi skip en
fyrir önnur skip, og bjóða þau farm-
gjöld niður hvert fyrir öðru, til að fá þó
eitthvað frekar en sigla alveg tóm. Er
skipin koma til Bretlands, þar sem að-
almarkaðurinn er, er haldið uppboð á
förmunum og ræður framboð og eftir-
spurn hvað fæst fyrir vöruna. Hefir
meðalverð á glóaldinum þeim, sem út
hafa verið flutt, verið 5 gullpesetar eða
7 íslenskar krónur, með núverandi
gengi, fyrir hver 100 kg. Er auðvitað
innifalin þar í kostnaður við kassa og
pökkun, og flutningur til skips.
Þetta skipulag gerir það að verkum,
að glóaldin eru allajafna mikið ódýrari