Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 21
VERSLUNARTÍÐINDI
77
í Bretlandi en hjer í Barcelona, að jeg
ekki tali um Norður-Spán. Var þar full-
yrt við mig, að þeir keyptu töluvert af
spönskum glóaldinum í Bretlandi, en ekki
veit jeg sönnur á því, þar eð slíkur inn-
flutningur er ekki talinn í opinberum
skýrslum.
Fyrir okkur eru aðalerfiðleikarnir
þeir, að þó hægt væri að láta skip, sem
fara til íslands, taka eitthvað af ávöxt-
um, sem yrðu að vera glóaldin, þar eð þau
halda sjer betur en önnur aldin, mundi
það verða mjög dýrt. Aðalmarkaðurinn
er í Reykjavík, en þangað fara venju-
lega stærstu saltskipin. Fyrir þau yrði
að greiða all-há gjöld, en auk þess
mundi krókurinn og töfin af viðkomunni í
Valencia kosta allmikið. Smærri skipin,
sem flytja salt, og yrðu ódýrari, er hylst
til að senda beint á smærri kaupstaði
út um land,og koma því ekki til Reykja-
víkur fyr en seint og síðar meir, og ef
til vill alls ekki.
Það sem Spánverjar telja þurkaða
ávexti, eru þessar tegundir: möndlur
fyrir 33.8 milj., grænar olívur fyrir 15.9
milj., heslihnotur fyrir 6.3 milj., kast-
aníur fyrir 1.2 milj., valhnotur fyrir 0.3
milj., rúsínur fyrir 8.4 milj. og fíkjur
fyrir 1.2 milj. Af þessum vörum öllum
kaupum við ekki nema mjög lítið, en
þó helst rúsínur. Hefir fólk heima van-
ist við rúsínur frá Kaliforniu og vill þær
heldur en spánskar rúsínur. Þó ekki
muni miklu um það, sem við kaupum af
rúsínum, væri ef til vill ástæða til að
reyna að beina eftirspurninni eftir þeim
til Spánar. Aðrir þurkaðir ávextir, svo
sem sveskjur og þurkuð epli, sem nokk-
uð selst af heima, þekkjast ekki hjer.
Um vín hefi jeg rætt nokkuð í skýrslu
m'nni frá 28. ágúst f. á., svo jeg sje
ekki ástæðu til að ræða írekar um þau.
Aðrir drykkir, sem út eru fluttir eru öl
til nýlendanna, eplavín og ögn af vermóð.
Af viðarolíu kaupum við svo lítið, að
þess gætir naumast, hvar við kaupum
hana.
Grænmeti það, sem hjeðan er flutt,
er aðallega kartöflur, fyrir 334 milj-
gullpeseta og laukur fyrir 13.2 mij., auk
þess eru þar taldir artiskokkar fyrir 2.6
milj., geirlaukur fyrir 1.5 milj. og græn-
ar ertur fyrir 1.4 milj. gullpeseta. Þurkað
grænmeti, sem út er flutt fyrir 1.5 milj.
gullpesetta, er aðallega baunir og ertur,
sem seldar eru til nýlendnanna.
Af korni og mjöli eru Spánverjar
ekki aflögufærir, nema af hrísgrjónum.
Nemur útflutningurinn af þeim 9.9 milj.
gullpeseta og fer meginið af honum til
Bretlands, þar sem þau eru seld í sam-
kepni við indversk hrísgrjón, sem við
neytum allmikið af. Þareð við kaupum
hrísgrjón fyrir nokkur hundruð þúsund
krónur, gætum við hyglað Spánverjum
með að kaupa þau hjer. Annar útflutn-
ingur af korni og mjöli er enginn.
Af nýlenduvörum selja Spánverjar
aðeins þessar þrjár tegundir úr landi:
pipar fyrir 5.9 milj., safran fyrir 3,3
milj. og anis fyrir 0.7 milj. gullpeseta.
Framleiðsla á tóbaki er ekki nema lítil,
enda tóbakið Ijelegt, kaffi er ekki fram-
leitt hjer, en af sykri framleiða Spán-
verjar nóg handa sjálfum sjer, en
flytja ekkert af honum út. Þó gætu þeir
sjálfsagt miðlað okkur það, sem við
þyrftum.
Það sem út er flutt niðursoðið, er að-
allega fiskur, fyrst og fremst sardínur,
fyrir 12.4 milj., en af öðrum fiski, sem
er helst túnfiskur og skelfiskur, flytja
þeir út fyrir 11.9 milj. gullpeseta. Auk
fiskjarins er flutt út niðursoðið kjöt
fyrir 0.4 milj. og niðursoðnir ávextir