Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 23

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 23
VÉRSLUNARTÍÐINDÍ ar, að fara út í samanburð á bókunum. Þó að einhvers staðar megi að einhverju finna í báðum bókunum, þá eru þær í heild góð- ar. Og finnist lesanda önnur bókin ekki fara nógu nákvæmlega út í eitthvert atriði, þá er ekki ósennilegt, að hin bókin bæti úr því. Það er því síst að harma, þótt bæk- urnar hafi orðið tvær. Höfundar eiga báð- ir þakkir skilið fyrir starf það, er þeir hafa lagt á sig, og er þess að vænta, að hinir mörgu nemendur bókanna geti að náminu loknu hrósað góðum árangri. Verslunarráð íslands. Nýir þátttakendur: Alliance, h.f., Rvík. Árni & Bjarni, klæðskerar, Rvík. Axel Kristjánsson, kaupm., Akureyri. Carl Tulinius & Co., vátrygging, Rvík. Eggert Claessen, hrm., Rvík. Eimskipafjelagið Isafold, Rvík. Eimskipafjelag Reykjavíkur, Rvík. Faaberg & Jakobsen skipamiðlarar Rvík. Fatabúðin, Rvík. H. f. Fiskimjöl, Rvík. Guðm. Gamalíelsson, bóksali, Rvík. G. M. Björnsson, heildverslun, Rvík. Guðm. Ólafsson & Pjetur Magnússon, hrm., Rvík. Hans Petersen, kaupm., Rvík. I. Guðmundsson & Co., umbóðsv., Rvík. Jón Ásbjörnsson & Sveinbjörn Jónsson, hrm., Rvík. Kristján Einarsson, framkvstj., Rvík. Lýsissamlag ísl. botnvörpunga, Rvík. Marteinn Einarsson, kaupm., Rvík. Nýlenduvöruverslun Jes Zimsen, Rvík. Ólafur R. Björnsson & Co., heildverslun, Reykjavík. 79 Samtrygging ísl. botnvörpuna, Rvík. Silli & Valdi, verslun, Rvík. Skóverslun Jóns Stefánssonar, Rvík. Sveinn Jónsson, kaupm., Rvík. Þorgeir Jónasson, umboðsverslun, Rvík. Þóroddur E. Jónsson, heildversl. Rvík. Samfara því, að 27 nýir stuðningsmenn hafa bæst við, má geta þess, að ýmsir eldri þátttakendur í Verslunarráðinu hafa hækk. að árstillög sín að miklum mun. — Ber hvorutveggja þess glöggan vott, að kaup- sýslumenn eru ráðnir í að efla samtök sín og skipa sjer fastar um hagsmunamál verslunarstjettarinnar en hingað til hefir verið. Er þess að vænta, að þeir kaupsýslu- menn, sem enn standa utan við samtökin, skilji hina miklu nauðsyn þeirra, og að þess verði ekki langt að bíða, þar til einnig þeir fylki sjer um fulltrúa sinn, Verslunarráðið, og styðji það í baráttunni fyrir tilverurjetti frjálsrar, sjálfstæðrar, íslenskrar verslunarstjettar. V erslunarstj ettin. Menn þurftu ekki að bíða eftir því, að einokunarfrumvörpin kæmu fram á þingi til að vita, að „þetta var það, sem koma átti“. Strax eftir stjórnarskiftin í sumar, mátti öllum vera það ljóst, að harðvítug á- rás á hendur verslunarstjettinni’ var í und- irbúningi. Með lævísum skrifum um „bölv- un hinnar frjálsu samkeppni“, með grein- um um þörfina á að útiloka „óþarfa mill- ]iði“ o. s. frv., var unnið að því leynt og ljóst, að skapa jarðveg fyrir hverskonar einkasölur og hömlur á frjálsum atvinnu- rekstri á sviði verslunar og viðskifta. —• Mikið af þeim skrifum, sem hjer er átt við, hafa verið tíðir umr'enningar undanfar-

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.