Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 25
VERSLUNARTÍÐINDI
81
ýmsra nágrannaþjóða okkar sje fullnægt
af tiltölulega færra fólki en hjer gerist á ís-
landi. Síðara atriðið veit aftur á móti að
því að sýna magn utanríkisverslunar þess-
ara sömu nágranna okkar, og er þar með
bent á eitt atriði, sem mikinn þátt á í, að
ákveða þær raunverulegu verslunarþarfir
og þar með hið rétta hlutfall verslunar-
stjetta þjóðanna.
1 töflu þeirri, sem hjer fer á eftir, er
gerð grein fyrir þessu hvorutveggja:
Magn upcmríkisverslunarinnar á íbva
(í Rm.), og verslunarstjettin í l/< af allri
þjóðinni.
' Ar 1930 1931 1932 %
ísland . . . . 1063 691 466 8.3
Danmörk . . . . . 987 790 480 10.8
St. Bretland . 678 491 324 13.9
Noregur . . . . 690 491 330 11.1
Svíþjóð . . . . 570 441 265 8.3
Finnland . . . 304 210 140 3.3
Þýskaland . . 359 253 160 11.7
Frakkland . . 370 281 191 10.4
Spánn . . .. 164 73 58 5.0
Ítalía . 160 117 78 6.4
l’ortúgal-. . . . 95 65 51 6.1
Bandaríkin . . 231 150 96 10.2
Til stuttrar skýringar tölum þessum skal
það tekið fram, að hlutfallsfjöldi verslun-
arstjetta ofangreindra þjóða er miðaður
við árið 1925. Er slíkt gert til að fá ná-
kvæmari samanburð, því ekki er í bili kost-
ur á yngri tölum um sumar þær þjóðir, sem
hjer eru tilgreindar. Þá má í sambandi
við þetta vekja athygli á því, að árið 1930
er tilsvarandi hlutfallstala Islands orðin
7.5%.
Sje það nú athugað, hvað taflan hjer
að framan upplýsir, og þá fyrst síðasti
dálkurinn, þá kemur í ljós, að af þeim 11
þjóðum, sem til samanburðar eru teknar,
hafa 7 tiltölulega jafn fjölmenna eða fjöl-
mennari verslunarstjett en Island. Ef
nokkuð á nú að leggja upp úr þessum sam-
anburði, og ef ekki á að gera ráð fyrir, að
öll stjettaskifting þessara samanburða-
þjcða sje röng og í mesta máta óheppi-
leg, þá er í þessu atriði ekki hægt að draga
aðra ályktun af töflunni en þá, að versl-
unarstjettin íslenska sje síst of fjölmenn,
að því fari fjarri, að hún sje byrði á „fram-
leiðslustjettunum", eins og reynt hefir ver-
ið að telja fólki trú um.
En sjeu hinir dálkar töflunnar nú at-
hugaðir, þá virðast þeir ekki aðeins stað-
festa ofangreinda tilgátu, heldur blátt á-
fram benda í þá átt, að íslenska verslun-
arstjettin ætti að vera tiltölulega fjölmenn-
ari en verslunarstjettir þeirra landa, sem
tilfærðar voru til samanburðar. Sú stað-
reynd, að utanríkisverslun íslandsð á íbúa
reiknuð, er árið 1930 að verðmagni mest,
og árin 1931 og 1932 næst mest allra
þeirra landa, er í töflunni getur, bendir ó-
tvírætt í þá átt, að við munum að minsta
kosti ekki komast af með færra fólk til-
tölulega til að annast utanríkisverslunina,
en þessir nágrannar okkar. Þetta atriði
rjettlætti jafnvel, að íslenska verslunar-
stjettin væri hlutfallsléga eitthvað fjöl-
mennari. — Nú kann að verða bent á, að
hjer sje ekkert tillit tekið til dreifingar-
þarfarinnar inná við, svo að þessi saman-
burður sje harla fánýtur. En þá er því til
að svara, að. neyslustig og heildar-kaup-
geta þjóðarinnar ræður mestu um dreif-
ingarþÖrfina, þótt að sjálfsögðu komi
margt fleira til greina. Þetta hvoru-
tveggja, neyslustig og heildarkaupgeta,
eru að sönnu næsta óútreiknanlegar stærð-
ir. En þó mun samt óhætt að fullyrða það
mikið í þessum efnum, að heildarafkoma
almennings á Islandi sje síst verri en al-
mennings í þeim löndum, sem hjer voru
tekin til samanburðar.
Með þessu, sem hjer hefir verið sagt, er
enginn dómur kveðinn upp um það, hvort