Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2017/103 411 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Á undanförnum áratugum hefur orðið mikil breyting í nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi. Um og upp úr miðri síðustu öld varð stöðug aukning í sjúkdómnum allt fram undir 1980. Síðan þá hefur verið stöðug lækkun í nýgengi sem endurspeglast í samsvarandi fækkun dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóma á Íslandi. Þessi jákvæða þróun síðustu áratuga skýrist að mestu leyti af breyttum lífsstíl og æskilegum áhrifum hans á áhættuþætti kransæðasjúkdóma en einnig af framförum í læknisfræðilegri meðferð.1 Þar eru þó blikur á lofti. Áhættuþættir sem skýrðu veru- legan hluta kransæðasjúkdóma á síðustu öld, eins og reykingar, hátt kólesteról í blóði og háþrýstingur, hafa verið á undanhaldi. Í staðinn eru til komnir aðrir áhættuþættir eins og offita og sykur- sýki, sem fara stöðugt vaxandi. Allt bendir til þess að þessir nýju áhættuþættir muni á næstu áratugum snúa við hinni jákvæðu þróun og að nýgengi kransæðasjúkdóma fari vaxandi á ný.2 Horfur þeirra sem fá kransæðastíflu hafa batnað mikið á undanförnum áratugum, meðal annars vegna tæknilegra fram- fara og bættrar lyfjameðferðar.3 Um miðja síðustu öld dó þriðji hver sjúklingur með kransæðastíflu áður en hann náði að útskrif- ast af sjúkrahúsi en í dag er 30 daga dánarhlutfallið um 6%, sem er sambærilegt því sem best gerist í heiminum.4-5 Þetta hefur ásamt öðru átt stóran því að hjartasjúklingar lifa lengur með kransæða- sjúkdóminn en áður og stuðlar það að auknu langlífi þjóðarinn- Kransæðasjúkdómar hafa verið algengasta dánarorsök Íslendinga frá miðri síðustu öld allt fram undir síðasta áratug. Frá 1980 hefur staða helstu áhættuþátta kransæðasjúkdóma farið sífellt batnandi og hefur sú þróun skýrt 72% þeirrar fækkunar sem orðið hefur í ótímabærum dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma á síðustu þremur áratugum. Hins vegar hafa vaxandi offita og sykursýki dregið nokkuð úr þeim ávinningi. Verði ekkert að gert má búast við því að dauðsföllum vegna kransæða- sjúkdóma fari aftur fjölgandi á næstu áratugum. Kemur þar annars vegar til breytt staða helstu áhættuþátta og hins vegar vaxandi öldrun þjóðarinnar. Á sama tíma hefur lifun eftir hjartaáfall aukist. Afleiðingin verður ekki eingöngu sú að öldruðum fjölgar og þeir verða sífellt stærra hlutfall þjóðarinnar, heldur koma aldraðir til með að lifa með aukna byrði langvinnra sjúkdóma á næstu áratugum. Þetta mun hafa í för með sér verulega aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu. Út frá mannfjöldaspá Hagstofunnar má áætla að fjöldi Íslendinga á vinnufærum aldri (16-66 ára) fyrir hvern ellilífeyrisþega (67 ára og eldri) muni lækka úr 5,6 árið 2016 í 3,3 árið 2040 og í 2,6 árið 2060. Í þessari grein veður fjallað nánar um áhrifa- þætti þessarar þróunar og staða áhættuþátta kynnt með uppfærðum tölum fram til ársins 2013. Úr gögnum Hjartaverndar: Faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi í hálfa öld Karl Andersen læknir1,2,3, Thor Aspelund tölfræðingur1,2, Elías Freyr Guðmundsson faraldsfræðingur1, Kristín Siggeirsdóttir iðjuþjálfi1,4, Rósa Björk Þórólfsdóttir læknir 2, Gunnar Sigurðsson læknir1,2, Vilmundur Guðnason læknir1,2 1Hjartavernd, 2Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, 3Landspítali, 4Janus endurhæfing Fyrirspurnum svarar Karl Andersen andersen@landspitali.is https://doi.org/10.17992/lbl.2017.10.153 Greinin barst blaðinu 17. júní 2017, samþykkt til birtingar 13. september 2017. Á G R I P ar. Mikilvægt er að átta sig á því að lækkandi nýgengi og bætt meðferð hefur ekki útrýmt sjúkdómnum heldur verða afleiðingar hans síðar á ævinni. Þannig munu tveir þriðju hlutar þeirra sem fá hjartaáfall eldri en 70 ára lifa hjartaáfallið af og allt að 40% þeirra þróa með sér hjartabilun (óbirtar niðurstöður í Öldrunarrann- sókn Hjartaverndar). Sömuleiðis má gera ráð fyrir að 75% aldraðra sem fá heilablóðfall verði lifandi eftir eitt ár og um 40% lifandi að minnsta kosti þremur árum eftir áfallið (óbirt úr rannsóknum Hjartaverndar). Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um þær breytingar sem hafa orðið á áhættuþáttum og horfum kransæðasjúkdóma á Íslandi allt fram til ársins 2013. Rannsóknir Hjartaverndar benda til þess að breytingar á lífsstíl þjóðarinnar muni leiða af sér vaxandi dánar- tíðni vegna sjúkdómsins á komandi áratugum. Hjartaáföll munu færast á eldri aldurshópa og sífellt stærra hlutfall þeirra sem fá kransæðastíflu lifa fram á efri ár með langvinnum afleiðingum sjúkdómsins.6 Efniviður Í gögnum Hjartaverndar má finna faraldsfræðilegar upplýsingar um áhættuþætti íslensku þjóðarinnar síðustu fimm áratugina. Yfirlit um þær rannsóknir sem liggja til grundvallar þessu gagnasafni má finna í töflu I. Rannsóknaþýðin eru fimm. Í fyrsta lagi Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar sem stóð frá stofnun Rannsóknarstofunnar 1967 til 2001. 7-9 Öllum körlum og konum sem bjuggu á stór-Reykjavíkur- svæðinu og voru fædd 1907-1935 var boðið að koma til skoðunar og var það almennt þýði um 55% Íslendinga á þessu aldursskeiði á þeim tíma. Hlutfall þeirra sem komu til skoðunar var rúmlega 70%, eða nálægt 19 þúsund manns. Árið 2002 var byrjað á Öldr- PRALUENT®: Kólesteróllækkandi meðferð1 Muliggjør LDL-C måloppnåelse1 alirokumab Algengar aukaverkanir: Húð: Kláði. Öndunarfæri: Einkenni frá efri öndunarvegi þ.á.m. verkur í munnkoki, nefrennsli og hnerri. Annað: Viðbrögð á stungustað þ.á.m. hörundsroði/roði, kláði, þroti, verkur/eymsli5 Ef fram koma alvarleg ofnæmisviðbrögð skal hætta meðferð og hefja viðeigandi einkennameðferð. Notið með varúð hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi6 Ábending: Praluent er ætlað, til viðbótar við ákveðið mataræði, til notkunar hjá fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun í blóði (arfblendna ættgenga kólesterólhækkun og kólesterólhækkun sem ekki er arfgeng) eða blandaða blóðfituröskun: í samhliðameðferð með statíni eða statíni með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ná ekki viðmiðunarmörkum LDL-kólesteróls með hámarks þolanlegum skammti af statíni eða, í einlyfjameðferð eða samhliða öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín. Ekki hefur enn verið sýnt fram á áhrif Praluent á hjarta-og æðasjúkdóma og dauðsföll vegna þeirra.1 Frekari upplýsingar um lyfið má nálgast á www.serlyfjaskra.is og verð má finna á heimasíðu lyfjagreiðslunefndar www.lgn.is 1. PRALUENT SPC. 14.11.2016 kafli 4.1. 2.PRALUENT SPC 14.11.2016 kafli 5.1. 3. Cannon CP, Cariou B, Blom D et al. Efficacy and safety of alirocumab in high cardiovascular risk patients with inadequately controlled hypercholesterolaemia on maximally tolerated doses of statins: the ODYSSEY COMBO II randomized controlled trial. Eur Heart J. 2015; 36(19):1186-94. 4. Robinson JG, Farnier M, Krempf M et al. Efficacy and Safety of Alirocumab in Reducing Lipids and Cardiovascular Events. N Engl J Med 2015;372:1489-99. 5. PRALUENT SPC 14.11.2016 kafli 4.8 6. PRALUENT SPC 14.11.2016 kafli 4.4* Samanborið við lyfleysu eða ezetimib, sem viðbót við statin. SAIS.ALI.17.09.0001 Vistor hf, Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. www.vistor.is ÖFLUG VIÐBÓT VIÐ STATÍN TIL LÆKKUNAR Á LDL-C *… … OG ENN ÖFLUGRI MEÐFERÐ EF ÞÖRF KREFUR2,3,4 ALLT AÐ 61% LÆKKUN Á LDL-C BORIÐ SAMAN VIÐ GRUNNLÍNU, sem viðbót við hæsta skammt af statíni sem þolist2,4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.