Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 26
R A N N S Ó K N 426 LÆKNAblaðið 2017/103 Seinni beinbrot Tafla IV sýnir fjölda þeirra sem hlutu fleiri en eitt brot á tímabil- inu. Athyglisvert er að nær þriðjungur kvenna en tæplega fimmt- ungur karla hlutu þrjú brot eða fleiri. Tafla V sýnir á svipaðan hátt hlutfall brotinna einstaklinga sem fengu eitthvert meiriháttar beinþynningarbrot og síðar eitthvert annað brot úr sama hópi brota. Íhugunarvert er með tilliti til forvarna að tæp 40% allra slíkra brota eru seinni brot. Þetta eru svipaðar tölur og í rannsókn frá Kanada.23 Fyrri erlendar rannsóknir hafa sýnt að áhætta á hryggsúlubroti og/eða mjaðmarbroti eftir eitt lágorkubrot er tvö- föld í þeim hópi samanborið við þá sem ekkert brot hafa hlotið eftir tvítugt.24 Hjartaverndarrannsóknin hefur staðfest að sú aukna áhætta er einnig hérlendis eftir 35 ára aldur. Sýnt hefur verið fram á í erlendum rannsóknum25,26 að áhætta þeirra sem hlotið hafa samfallsbrot í hrygg á að fá annað slíkt brot er sérstaklega mik- il fyrsta árið eftir brot. Í Hjartaverndarrannsókninni hlutu 30% þeirra annað slíkt brot innan árs. Áhætta þeirra sem hlotið hafa eitthvert meiriháttar beinþynningarbrotanna á að fá eitthvert slíkt brot í framtíðinni hefur verið minna athuguð. Hjartavernd- arhópurinn gaf gott tækifæri til að athuga slíkt og jafnframt til að kanna hvort áhættan færi minnkandi eftir tímalengd frá broti, aldri og kyni. Mynd 4 sýnir að áhættan á öðru meiriháttar bein- þynningarbroti við 75 ára aldur er mest á fyrsta árinu eftir fyrsta brot eða 2,7 (2,4-3,0) samanborið við að áhættan eftir 10 ár var 1,4 en hélst hærri en einn næstu 15 árin. Þessi tímabundna áhættu- aukning var meiri meðal aldurshópa eftir sjötugt og svipuð með- al beggja kynja.3 Meðal sextugra hélst áhættan hinsvegar óbreytt næstu fimm árin. Lyfjarannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð gagnast vel ef hún er gefin fljótlega eftir hryggsúlubrot.27 Slíkt hefur ekki verið jafnvel staðfest fyrir önnur meiriháttar beinþynningarbrot en ef það reyn- ist svo, benda niðurstöður okkar til að slík meðferð skyldi hafin fljótt eftir öll meiriháttar beinþynningarbrot. Þetta virðist eiga sér- staklega við í eldri aldurshópum. Í þessum hópi gæti einnig verið vert að horfa til annarra þátta en lyfjameðferðar, eins og hreyfigetu og fallhættu, auk D-vítamínbúskapar. Þessar niðurstöður styðja því mjög hugmyndafræðina að baki „Fracture Liaison Service“ sem víða hefur verið tekin upp og snýst meðal annars um alhliða annars stigs forvarnir eftir beinbrot.28 Þetta þjónustuferli hefur nú verið tekið upp á Landspítala undir heitinu "Grípum brotin" eða "Brotakeðjuþjónusta". Líkur á beinbrotum og FRAX Ísland Tafla VI sýnir ævilíkur íslenskra karla og kvenna við 50 ára aldur á því að hljóta eitt eða fleiri beinbrot síðar á ævinni. Þar sem þessum hópi var fylgt eftir með tilliti til dauðsfalla var unnt að leiðrétta fyrir samhliða atburðum, svo sem dauða, sem sjaldnast er unnt að gera í erlendum rannsóknum. Taflan sýnir að helmingur kvenna og fjórðungur karla við fimmtugt á eftir að hljóta eitthver beinbrot síðar. Meiriháttar beinþynningarbrot hljóta rúmlega þriðjungur kvenna og 10% karla. Mjaðmarbrot hljóta ein af hverjum 10 konum eftir fimmtugt. Tafla VII sýnir meðaláhættu í Hjartaverndarhópnum á ein- hverju meiriháttar beinþynningarbroti á næstu 10 árum eftir aldri og kyni og sýnir hversu verulega áhættan eykst eftir sjötugt. FRAX, alþjóðlegur áhættureiknir beinbrota, var þróaður fyrir um áratug, áhættureiknir fyrir meiriháttar beinþynningarbrot og mjaðmarbrot næstu 10 árin.6,7 Áhættureiknirinn byggist á því að fyrir hendi séu nýgengistölur um þessi beinbrot á viðkomandi landsvæði. Til viðbótar voru settir í reiknivélina átta áhættuþættir Mynd 4. Áhættan/100.000 á öðru meiriháttar beinþynningarbroti eftir það fyrsta við 75 ára aldur. Neðsta línan er áhættan á fyrsta broti fyrir konur við 75 ára aldur.3  Tímalengd frá fyrsta meiriháttar beinþynningarbroti (ár). Áhætta á öðru meiriháttar beinþynningarbroti/100.000Tafla IV. Fjöldi einstaklinga og hlutfall sem hlotið hafa eitt eða fleiri beinbrot. Konur Karlar Allir Eitt brot 2054 (45,4%) 1439 (59,9%) 3493 (50,4%) Tvö brot 1072 (23,7%) 536 (22,3%) 1608 (23,2% Þrjú brot eða fleiri 1400 (30,9%) 428 (17,8%) 1828(26,4%) Tafla V. Hlutfall meiriháttar beinþynningarbrota af öllum brotum ásamt hlutfalli seinni brota af öllum meiriháttar beinþynningarbrotum. Tegund brots Konur Karlar Samtals Meiriháttar beinþynningarbrot sem % af öllum brotum 58,9 38,9 53,1 Seinni meiriháttar beinþynningar brot sem % af öllum meiriháttar beinþynningar- brotum 40,4 26,7 37,7 Tafla VI. Ævilíkur á beinbrotum eftir fimmtugt, áætlaðar ævilíkur karla 82 ár og kvenna 85 ár. Konur Karlar Tegund beinbrots % % Öll beinbrot 49,1 25,3 Öll lágorkubrot 44,9 19,7 Meiriháttar beinþynningar brot 36,5 10,6 Meiriháttar lágorkubrot 34,2 8,6 Mjaðmarbrot 11,4 3,7 Lágorku mjaðmarbrot 10,7 3,3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.