Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2017/103 415
2015 (heimild: lyfjagagnagrunnur landlæknis). Á sama hátt hef-
ur fjöldi þeirra sem taka statínlyf aukist um 56% á sama tímabili,
sem er að meðaltali 6,2% aukning á ári. Rannsókn Hjartaverndar
sýndi fram á að lækkunin á meðalgildi kólesteróls 1967-2008 hafði
orðið fyrst og fremst vegna lífsstílsbreytinga en óverulega vegna
notkunar blóðfitulækkandi lyfja (statínlyf) eins og gjarnan hefur
verið haldið fram. Þessar niðurstöður vöktu athygli þar sem sýnt
var fram á að unnt er að hafa áhrif á lífsstíl heillar þjóðar og ná
árangri í að bæta áhættuþætti sjúkdóma.33 Með ört vaxandi notk-
un statínlyfja á allra síðustu árum gæti þetta hafa breyst. Leiða
má líkur að því að þessi stóraukna notkun statínlyfja á síðasta
áratug hefði áhrif til lækkunar meðaltals kólesteróls í þessum
aldurshópi. Á mynd 5 eru sýnd meðaltals kólesterólgildi karla og
kvenna, annars vegar án tillits til statín-meðferðar (heilar línur)
og hins vegar þegar þeir sem taka statínlyf hafa verið teknir út
(brotnar línur). Í ljós kemur að meðaltals kólesterólgildi hafa stað-
ið nokkurn veginn í stað eftir 2006, bæði hjá þeim sem ekki taka
statínlyf og í heildarhópnum þó að meðaltalsgildin séu marktækt
lægri hjá þeim síðarnefndu.
Tóbaksreykingar
Annar áhættuþáttur sem breyst hefur verulega til hins betra
er tóbaksreykingar. Á tímabilinu 1981-2006 lækkaði algengi dag-
legra reykinga hjá Íslendingum yngri en 75 ára úr 47% í 23%.
Þessi æskilega breyting skýrði um 22% af þeirri fækkun dauðs-
falla vegna kransæðasjúkdóma sem varð á tímabilinu.1 Algengi
reykinga hefur haldið áfram að lækka enda þótt enn reyki um
15% miðaldra fólks.34 Á tíunda áratug síðustu aldar var þriðja
hvert dauðsfall í aldurshópi 35-69 ára tengt reykingum. Á þessum
tíma dó að meðaltali einn Íslendingur á dag úr reykingatengd-
um sjúkdómum (hjarta og æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar og
krabbamein) samkvæmt útreikningum Hjartaverndar.35 Á árinu
2006 voru dauðsföll af völdum reykingatengdra sjúkdóma nærri
100 færri á ári en árið 1981.1 Samkvæmt rannsókn Nikulásar Sig-
fússonar frá 2006 hafa þær rannsóknir sem mæla algengi reykinga
með einni könnun vanmetið skaðleg áhrif reykinga um 15-40%.36
Ef horft er til tímabilsins 1968-2012 meðal 50-69 ára Íslendinga má
sjá að hlutfall daglegra reykingamanna hefur lækkað úr 57% í 16%,
eða um 72%, hjá körlum og úr 44% í 15%, eða um 66%, hjá kon-
um. Algengið er nú svipað hjá báðum kynjum þar sem notkunin
var áður fyrr mun meiri meðal karla en kvenna (mynd 4b). Þessar
niðurstöður eru í samræmi við framtíðarspá um þróun kransæða-
sjúkdóma sem Hjartavernd hefur áður birt.2 Algengi daglegra
reykinga hjá fullorðnum á Íslandi er með því lægsta sem þekk-
ist og hefur lækkað hraðast af Norðurlöndunum á undanförnum
árum.32 Reykingamenn eru hlutfallslega flestir meðal þeirra sem
standa efnahagslega og félagslega höllum fæti í í samfélaginu.32
Við erum komin í endataflið í baráttunni við reyktóbakið því að
reiknað er með að það takist með öllu að útrýma reykingum ef
algengið fer niður undir 5%. Það eru þó blikur á lofti og margt
óljóst um hvaða áhrif ný form nikótíns (rafsígarettur, munntóbak)
koma til með að hafa á nikótínfíkn og tóbaksnotkun á komandi
árum.34,37,39
Blóðþrýstingur
Þriðji helsti áhættuþátturinn, slagbilsblóðþrýstingur, hefur lækk-
að að meðaltali um 5 mmHg í aldurshópi 25-74 ára á tímabilinu
1981-2006. Þessi lækkun blóðþrýstings skýrir 22% af fækkun
kransæðadauðsfalla á þessu tímabili.1 Lækkunin endurspeglar
bæði lyfjanotkun við háþrýstingi og lækkun í almennu þýði.
Ef horft er til tímabilsins 1968-2012 fyrir miðaldra Íslendinga
(50-69 ára) má sjá að meðaltal slagbilsþrýstings hefur lækkað um
14,0 mmgHg hjá körlum, sem er 10% lækkun. Hjá konum hefur
lækkunin á tímabilinu verið 24,0 mmHg, sem er 16,7%. Á árunum
2006-2012 virðist meðalslagbilsþrýstingur halda áfram að lækka
bæði meðal karla og kvenna og er farinn að nálgast hagstæðustu
gildi með tilliti til líffæraskemmda (115 mmHg )40 (mynd 4c).
Þegar leitað er skýringa á lækkandi blóðþrýstingi verður bæði
að horfa til undirliggjandi áhrifaþátta svo sem erfða og saltneyslu
og hins vegar til áhrifa meðferðar.
Aukin saltneysla skýrir um það bil 10% af heildarfjölda dauðs-
falla vegna hjarta- og æðasjúkdóma í heiminum.41,42 Saltinntaka á
Íslandi hefur þó staðið nokkurn veginn í stað á árabilinu 1990 til
2010 en er samt sem áður um það bil 9 g/dag að meðaltali, sem
jafngildir 3,6 g/dag af natríum og er næstum tvöfalt það magn sem
WHO mælir með.42 Það er því ólíklegt að breyting á saltinntöku
skýri ein og sér fyrrnefnda lækkun í meðaltali blóðþrýstings hér á
landi. Líklega vega aðrir þættir þyngra.
Í doktorsritgerð Nikulásar Sigfússonar 1981 var sýnt fram á
verulega aukningu í meðvitund þeirra sem höfðu háþrýsting á
árabilinu frá 1967-1981 þegar hún jókst frá 24% í 68%. Samhliða
þessu jókst hlutfall þeirra sem voru á meðferð við háþrýstingi úr
16% í 64%. Algengi háþrýstings var um 44% meðal karla og 38%
hjá konum árið 2010 en af þeim sem höfðu verið greindir voru
einungis 70% á lyfjameðferð. Í Öldrunarrannsókninni 2004 voru
81% einstaklinga með háþrýsting og 64% voru á blóðþrýstings-
lækkandi meðferð. Af þeim sem höfðu þekktan háþrýsting voru
hins vegar 91% meðhöndlaðir.43 Meðferðarhlutfallið er því lægra í
yngri aldurshópum, sem er áhyggjuefni. Þekkt er að af þeim sem
eru á blóðþrýstingslækkandi meðferð er minna en helmingur sem
nær meðferðarmarkmiðum.44 Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í
meðvitund um háþrýsting þá hefur lyfjameðferð ekki skilað þeim
Mynd 5. Meðaltal kólesterólgilda hjá körlum og konum með og án statínlyfja.
Y F I R L I T S G R E I N