Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2017/103 419 að þekkja til þeirra þátta sem stuðla að sjúkdómsmyndun á hverj- um tíma og beita markvissum inngripum sem skila árangri. 15,55 Samantekt Í þessari yfirlitsgrein höfum við rakið þróun helstu áhættuþátta kransæðasjúkdóma á Íslandi síðastliðna hálfa öld. Eftir tímabil stöðugra framfara sem einkenndist af því að reykingamönnum fækkaði, meðaltals blóðþrýstingur lækkaði og meðaltal kólesteról- gilda lækkaði eru nú blikur á lofti. Hér eru birt ný gögn úr smiðju Hjartaverndar þar sem fram kemur að verulega hefur dregið úr jákvæðri þróun flestra áhættuþátta en offita og sykursýki eru á hraðri uppleið. Að óbreyttu munu þessir ógnandi áhættuþættir leiða til þess að nýgengi kransæðasjúkdóma fer vaxandi á ný á allra næstu árum, sérstaklega í hópi aldraðra. Áréttað er að hér er um faraldsfræðileg gögn að ræða sem geta vanmetið nýgengi kransæðasjúkdóma. Þessu til viðbótar hafa framfarir í lækna- vísindum leitt til þess að sífellt hærra hlutfall sjúklinga lifir hjartaáföll af og lifir fram á elliár með langvinnum afleiðingum kransæðasjúkdómanna, hjartabilun og hjartsláttartruflunum. Um 80% allra tilfella kransæðasjúkdóma eru afleiðingar af vel þekktum áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á með lífsstíl. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast náið með þróun þessara áhættuþátta svo grípa megi inn í þessa þróun með markvissum aðgerðum. Þar vega þyngst lýðgrunduð inngrip en skimun heilbrigðra einstaklinga á miðjum aldri með næmari greiningaraðferðum, svo sem staðlaðri hálsæðaómun, getur leitt af sér markvissar forvarnaraðgerðir til að bæta lýðheilsu. Þakkir Laufeyju Steingrímsdóttur prófessor í matvæla og næringarfræði er þökkuð sérfræðiráðgjöf, Ólafi B Einarssyni verkefnisstjóra hjá Embætti landlæknis er þakkað fyrir greiðar upplýsingar um notk- un statínlyfja á Íslandi. Ragnheiði Brynjólfsdóttur er þökkuð aðstoð við ritvinnslu. ENGLISH SUMMARY Coronary artery disease has been the leading cause of death and disability in Iceland during the past decades although in recent years, malignancy has taken over that position. A steady improvement in the level of major risk factors has been evident since 1980. This trend expla- ins 72% of the decrease in premature mortality from coronary artery disease during the past three decades. However, an opposing trend in increasing obesity and type 2 diabetes has attenuated this decline in premature deaths. Unchanged risk factor trends will lead to increasing cardiovascular mortality in the years to come. This will result from the above mentioned changes in major risk factors as well as an increa- sed ageing of the Icelandic population. At the same time case fatality after myocardial infarction has declined substantially. This will result in a steadily growing proportion of elderly in the population as well as a high burden of chronic non-communicable diseases among the elderly population. The resulting increase in long term disease and disability will put a major constraint on the health care system and economy alike. According to vital statistics and secular trends the rate of Icelanders in working age for each one reaching retirement age will decrease from the current 5.6 to 2.6 by year 2060. This paper addresses the driving factors of risk factor change in Iceland with previously unpublished data extending to 2013. Five decades of coronary artery disease in Iceland. Data from the Icelandic Heart Association Karl Andersen,1,2,3 Thor Aspelund,3 Elías Freyr Guðmundsson,1 Kristín Siggeirsdóttir,1, Rósa Björk Þórólfsdóttir,2 Gunnar Sigurðsson,1,2 Vilmundur Guðnason1 1The Icelandic Heart Association. 2Department of Health Sciences, University of Iceland. 3Landspitali University Hospital 4Janus Rehabilitation. Keywords: coronary artery disease, mortality, risk factors, epidemiology, prevention Correspondence: Karl Andersen andersen@landspitali.is Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.